Safnablaðið Kvistur - 01.11.2014, Side 11
SAFNARÝNI / Harpa Björnsdóttir, myndlistar- og leiðsögumaður
Bernskan og
breytingar tímans
r
g á minningar úr barnæsku
um Safn Einars Jónssonar sem
koma safninu sjálfu býsna
lítið við, en mig langar samt að rifja
upp. Skólavörðuholtið allt var leik-
völlur barnanna í hverfinu þegar ég
var að alast þar upp, en fljótt fékk
maður að vita að einn staður væri
bannsvæði, og það var garðurinn
við Hnitbjörg, enda voru öll hlið að
þeim garði rammlega læst og háir
steinveggir og girðingar meðfram
honum. Þess vegna varð garðurinn
jafnvel enn meira spennandi og
leyndardómsfullur og maður leitaði
ákaft að leyndri inngönguleið.
í dag er garðurinn einn vinsælasti
skúlptúrgarður borgarinnar, opinn
öllum, alltaf, og enginn þarf að
stelast þangað inn. Bronsafsteypur
verka Einars Jónssonar njóta sín lík-
lega hvergi betur en einmitt þarna
í garðinum. Að færa stytturnar út úr
Hnitbjörgum var milcið gæfuspor,
þó það bryti í bága við arfleiðsluskrá
og fyrirmæli Einars sjálfs, sem hafði
sett verk sín upp í safninu samkvæmt
eigin hugmyndum áður en hann lést
og gefið fyrirmæli um hvernig haga
skyldi framtíðar ákvörðunum.
Arfleiðsluskrá Einars Jónssonar
hefur gert stjórnendum safnsins
erfitt fyrir um breytingar, því lista-
maðurinn sagði fyrir um að í engu
mætti hrófla við þeirri uppröðun
verkanna sem hann hafði ákvarðað.
Og ef gerðar yrðu bronsafsteypur
skyldu þær einnig vera innan safns-
ins, sem hefði orðið algert kraðak,
því þrengslin voru nóg fyrir í hinni
upphaflegu uppsetningu. Ólafur
Kvaran, sem var safnstjóri 1980-1991,
tók þá ákvörðun að gera safneign-
ina aðgengilegri almenningi og
víkja í þeim tilgangi frá arfleiðslu-
skránni, enda var hún í ýmsum
efnum mótsagnakennd. Eigum við
þessum breytingum það að þakka
að höggmyndagarðurinn varð til og
að meira loftar nú um verkin innan-
dyra. Einnig var gerð sú breyting að
veggir safnsins voru málaðir bláir,
sem undirstrikar hvítan lit gifsmynd-
anna. Allar þessar breytingar breyttu
þessu hálfgerða grafhýsi verka Einars
Jónssonar í lifandi og áhugaverðara
safn. Átti höggmyndagarðurinn
stærstan þátt í því.
En af hverju að rifja þetta allt upp,
barnæskuna og breytingarnar? Jú,
því það er að mörgu leyti kominn
tími til nýrrar endurskoðunar á safn-
inu að mínu mati, endurskoðunar
sem byggir á þessum vangaveltum
um garðinn, safnhúsið og það sem
laðar að og það sem hrindir frá.
Garðurinn hefur ekki misst neitt af
aðdráttarafli sínu, þar slær hjartað
í safneigninni. Hann laðar til sín
fjölda gesta á hverjum einasta degi,
jafnt sumar sem vetur. í garðinum er
hægt að ganga hringinn í kringum
verkin, slcoða þau í krók og kima,
sem er nauðsynlegt til að njóta högg-
mynda til fulls. En safnhúsið sjálft,
Hnitbjörg, virðist enn jafn dimmt og
óárennilegt og fyrrum, þrátt fyrir
breytingarnar 1983. Uppröðun Einars
er á mörgum stöðum þunglamaleg,
Ingólfur Arnarson og Alda aldanna
horfa út í horn, að því er virðist fyrst
og fremst til að koma þeim fyrir
frekar en hægt sé að njóta þeirra til
fulls með hringskoðun.
Eitt atriði sem er sérkennilegt í dag,
þegar ferðamenn streyma til landsins
á öllum árstímum, er stuttur opnunar-
tími safnsins. Sérstaklega lokunin í
desember og janúar, en margir ferða-
menn koma á þessum árstíma til að
upplifa íslensk áramót og þyrpast þá
á Skólavörðuholtið. Þarna er beinlínis
viðskiptatækifæri fyrir sérpantaða
upplifun, en í Hnitbjörgum eru svalir
til allra átta og flott útsýni, þar væri
gaman að standa og njóta áramótanna.
Heimasíða safnsins er aðgengileg og
vel sett upp, og höfundarverki og lífs-
ferli Einars Jónssonar gerð góð skil.
Það var gott að sjá að þar er fjallað ítar-
lega um konu Einars, Önnu Jörgensen
Jónsson, en fórnfúst starf eiginlcvenna
listamanna mætti oftar draga fram
eins og þarna er gert.
í dag er því ólíkt skemmtilegra og
aðgengilegra að skoða verk Einars Jóns-
sonar en það var í minni barnæsku. Má
þakka það nokkuð djörfum breyting-
um á sínum tíma. Síðan eru liðin 30 ár
og ef til vill enn komið að tímamótum.
Verk Einars eru á margan hátt vel
fallin til almennra vinsælda og er garð-
urinn góður vitnisburður þess. Þarna
gætu því verið ónýtt tækifæri til já-
lcvæðra breytinga og ýmsir möguleikar
til sjálfstæðrar tekjuöflunar.
11