Safnablaðið Kvistur - 01.11.2014, Blaðsíða 25

Safnablaðið Kvistur - 01.11.2014, Blaðsíða 25
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR y Safnaverdlaunin Uppruna íslensku safnaverðlaunanna má rekja til þess að um síðustu alda- mót leitaði íslandsdeild ICOM (alþjóða- ráðs safna) eftir samstarfi við Félag íslenskra safna og safnamanna (FÍSOS) um að veita árlega einu safni viður- kenningu fyrir faglegt starf. Fyrir- myndir verðlaunanna voru sóttar til Norðurlandanna og til safnaverðlauna Evrópuráðsins. Markmiðið var frá upp- hafi að efla og hvetja söfn til að rælcja starf sitt og hlutverk á framsækinn og áhugaverðan hátt og vekja athygli á því sem vel er gert á íslenskum söfn- um. Kristín Guðnadóttir, þáverandi formaður íslandsdeildar ICOM, dreif þetta verkefni áfram og má kallast guðmóðir verðlaunanna. Aðferðin við val á vinningshafa var í fyrstu nokkuð frábrugðin því sem nú er, en leitað var til safna sem voru aðilar að félögunum og þau spurð hvort þau vildu vera í úrtaki fyrir verð- launin. Svo fór að Síldarminjasafnið á Siglufirði hreppti verðlaunin fyrst allra og fór verðlaunaafhendingin fram í tengslum við farskóla safn- manna í Hafnarfirði. Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verð- launin við athöfn á Bessastöðum. Allt frá upphafi verðlaunanna hefur dómnefnd sett saman rökstuðning þar sem þeir þættir í starfsemi safnsins sem þykja skara fram úr eru tilgreindir. Með þessu er vakin athygli á því sem vel er gert og öðr- um veittur innblástur til að fylgja góðu fordæmi. Verðlaunagripurinn, gylltur skjöldur með merki verðlaunanna, var hann- aður af Sigríði Bragadóttur, grafísk- um hönnuði. Innblásturinn að merki verðlaunanna sótti hún til bóka- hnúta í Guðbrandsbiblíu. Skjöldur- inn er enn með sama sniði og er veittur til eignar. Síðan 2008 hafa þau söfn sem tilnefnd hafa verið einnig fengið viðurkenningarskjal. Verðlaunin voru veitt árlega frá 2000 til 2003 en annað hvert ár eftir það. Árið 2005 var skipuð nefnd sem fékk það hlutverk að skoða árangur af veitingu verðlaunanna. Niðurstaðan var sú að innra starf safnanna hefði fengið aukna athygli sem auðveldaði forsvarsmönnum þeirra að sækja fé í þann þátt starfseminnar. Nefndinni þótti þó ástæða til að nýta verðlaun- in betur til að vekja almenna athygli á söfnunum og gera safnastarf sýni- legra í samfélaginu. Nefndin lagði til að fyrirkomulagi á vali verðlaunahafa yrði breytt og það opnað. í stað þess að fá tilnefningar eingöngu frá safnmönnum skyldi auglýst opinberlega eftir tilnefningum. Verðlaunin hafa síðan verið afhent af forseta íslands á Bessastöðum annað hvert ár á íslenska safnadaginn, sem er annar sunnudagur í júlí. Almenningur hefur telcið vel við sér og dómnefnd hafa ávallt borist fjöl- margar tilnefningar um söfn af ýmsu tagi. Val dómnefndar hefur miðast við söfn sem uppfylla skilyrði safna- laga og fara að siðareglum ICOM eða eins og nú síðast verkefni sem unnið er í samstarfi fjölmargra safna. Árið 2014 sótti íslandsdeild ICOM um styrk úr safnasjóði til að standa að framkvæmd verðlaunanna og veita verðlaunafé. Styrkur að upphæð 1.400.000 kr. var veittur úr sjóðnum og hefur þá enn ein tillaga nefndar- innar frá 2005 orðið að veruleika. Viðurkenningin sem felst í verðlaunun- um er bæði heiður og hvatning söfnun- um þrem sem hljóta tilnefningu ekki síður en því safni sem hlýtur verðlaun- in. Verðlaunin vekja athygli á þeim framúrslcarandi verkefnum sem unnin eru af íslenskum söfnum. ÞEIR SEM HL0TIÐ HAFA VERÐLAUNIN ERU: 2014: Rekstrarfélag Sarps Aukþess voru tilnefnd: Þjóðminjasafn íslands og Hafnarborg. 2012: Byggðasafn Suður- Pingeyinga, Húsavík Auk þess voru tilnefnd: Þjóðminjasafn íslands og Listasafn Einars Jónssonar 2010: Nýlistasafnið Aukþess voru tilnefnd: Byggðasafn Skagfirðinga og Heimilis- iðnaðarsafnið á Blönduósi 2008: Byggðasafn Vestíjarða á ísafirði Auk þess voru tilnefnd: Safnasafnið á Svalbarðsströnd og Minjasafnið áAkureyri 2006: Minjasafn Reykjavíkur 2003: Þjóðminjasafn íslands, myndadeild 2002: Byggðasafn Árnesinga 2001: Listasafn Reykjavíkur, fræðsludeild 2000: Síldarminjasafnið á Siglufirði Ágústa Kristófersdóttir, framkvæmdastjóri Safnaráðs 25

x

Safnablaðið Kvistur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.