Safnablaðið Kvistur - 01.11.2014, Qupperneq 29

Safnablaðið Kvistur - 01.11.2014, Qupperneq 29
Berlínarsaga frá sögu safnsins og framtíðaráform- um en í bígerð er að endurbæta sýn- ingar og byggingu. Sýningin sjálf gaf ágæta yfirsýn yfir Bauhaus-slcólann og eru allir helstu lykilgripir hans til sýnis, meðal annars Wasilly-stóllinn og Bauhaus-lampinn. En mér fannst ekki skila sér í sýningunni hversu mikill áhrifavaldur Bauhaus hreyf- ingin var og er í sjónlistarheiminum. Sýningarrýmið er lítið og sýningin er gömul, eða frá 1979. Það verður sannarlega áhugavert að heimsækja safnið eftir endurbætur en verklok eru áætluð árið 2019. Þetta sama kvöld var hópnum boðið að skoða vinnustofu Egils Sæbjörnssonar listamanns sem hefur um árabil starfað í Berlín og hefur til umráða ljómandi skemmtilega vinnu- stofu sem áður hýsti prentsmiðju. Egill er einstaklega ijölhæfur lista- og tónlistarmaður og það var alveg óviðjafnanlegt að fá að koma og skoða það sem hann er að gera. Nokkrum af hann frábæru vídeóverkum og sltúlp- túrum var komið fyrir á vinnustof- unni, oltkur til ánægju og upplifunar. Að heimsókn lokinni gafst oklcur svo tækifæri til að skoða magnað þrívíddar-vídeóverk, Steinkugel, sem Egill setti nýlega upp við Robert Kock- stofnunina í Berlín. Mánudagurinn rann upp bjartur og fagur, nú skyldi haldið í fjögurra tíma ferð um Berlínarborg í tveggja hæða strætó með leiðsögumanni. Keyrður var góður hringur um Berlín og stoppað tvisvar, fyrst við minningargarð fallinna sovéskra hermanna í Tiergarden og síðan við minnismerkið um Helförina eftir bandaríska arkitektinn Peter Eisen- man. Minnismerkið samanstendur af 2711 steypukubbum sem eru mis- háir, allt frá 20 cm að 4,8 m. Eisen- man segir sjálfur að verkið eigi að kalla fram óþægilegt og ruglingslegt andrúmsloft í vel skipulögðu kerfi sem hefur misst alla tengingu við hið manneskjulega í veröldinni. Upplifunin er sérstölc, þú hálf týnist í slcipulaginu, og ef horft er á minn- ismerlcið að utan minnir það óneit- anlega á kirkjugarð. Eftir vel heppnaða skoðunarferð var haldið á DDR safnið sem sjálft segist vera „gagnvirkasta“ safnið í Berlin! DDR er einlcasafn sem gefur sig út fyrir að segja frá daglegu lífi íbúa Austur-Þýskalands. Safnið var opnað árið 2006 og fær um 500.000 heim- sóknir á ári! Mikill fjöldi safngesta var þar þegar olckar 70 manna hópur birtist, því má með sanni segja að safnið hafi verið stappað þegar við vorum öll komin þar inn. Leiðsögu- maðurinn okkar var ung kona með kókflösku í hendi, sem ég gerði ráð fyrir að hefði einhver úslitaáhrif í leiðsögninni, en svo var elcki, hún hefur bara verið þyrst blessuð stúlk- an. Vegna fjölda gesta inn á safninu gekk leiðsögnin hálf brösulega, lítið heyrðist og fólk sá ekki mikið. Stúlkan með kólcflöskuna lagði mikla áherslu á hversu hræðilegt það hafi verið að búa í Austur-Þýska- landi, aðallega með tilliti til ljótra gallabuxna og látlausra húsalcynna. En safnið sjálft fannst mér nokkuð slcemmtilegt og sýningarhönnunin áhugaverð, kannski einum of margir 29

x

Safnablaðið Kvistur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.