Safnablaðið Kvistur - 01.11.2014, Síða 39

Safnablaðið Kvistur - 01.11.2014, Síða 39
SAFNARYNI / Hanna Dís Whitehead, vöruhönnuður Staður tit að láta sig dreyma Hugmyndasmiðjan á Kjarvals- stöðum er skemmtilegur stað- ur til að heimsækja með börn- in sín. Þar er ýtt undir slcöpunargleði þeirra með hlutunum sem þar eru og rýminu sjálfu. Smiðjan er nefnilega hönnuð með það að markmiði að ýta undir hugmyndaflugið. Rýmið er hannað á mjög sérstalcan hátt. Veggverk eftir listamanninn Hugin Arason rammar það inn. Verkið sýnir endurtekin form sem eru svipuð en þegar betur er að gáð þó aldrei eins. Það getur verið mjög gaman að sitja og horfa á þau, láta hugann reika og ímynda sér hvaða ævintýri leynast í formunum. Landslagið inni í smiðjunni er mótað af upphæklcuðu rými, eða löngum bekk eins og mætti kalla það. Hann er í beinu framhaldi af gólfinu og leiðir mann upp að bókum og gluggum. Hann hvetur börnin til að eklci bara sitja heldur leika, liggja og teygja úr sér við sköpun sína og lestur eins og barna er oft siður. Ofan við bekkinn er frábært úrval af forvitnilegum bókum. Þetta eru bækur sem eru elcki endilega ætlaðar fyrir unga lesendur, heldur ýta almennt undir að hugmyndir kvikni og eru því góðar bæði fyrir börn og fullorðna. í herberginu er líka vagn með litum og blöðum sem hægt er að opna á hliðinni og þá eru þar reglustikur og fleira til að hjálpa krölckunum að láta sýn og drauma sína verða að veruleika á blaði. Smiðjan er því staður þar sem draumar verða til og hugurinn fær frelsi til að láta hugmyndirnar flæða fram. Inn í þennan heim eru börn jafnt og fullorðnir boðnir velkomnir og njóta þess svo sannarlega. Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir er hönnuður að smiðjunni en vegg- verlcið eftir listamanninn Hugin Þór Arason. 39

x

Safnablaðið Kvistur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.