Fréttablaðið - 29.01.2019, Side 2

Fréttablaðið - 29.01.2019, Side 2
Veður Norðaustan og norðan 8-15 í dag með éljum, en víða bjart S- og V- lands. Frost 1 til 10 stig og kólnandi veður, einkum inn til landsins. SJÁ SÍÐU 14 Gengu hart fram gegn göngugötu Verslunar- og fasteignaeigendur við Laugaveg mættu vígreifir til rýnifundar í Ráðhúsi Reykjavíkur, þar sem markmiðið var að ræða sjónarmið hags- munaaðila um varanlegar göngugötur. Andstæðingum hugmynda um göngugötur var mörgum hverjum heitt í hamsi í umræðunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR STJÓRNSÝSLA Þingvallanefnd ákvað í nóvember að ganga ekki inn í við- skipti með steypugrunn innan frið- landsins á bakka Þingvallavatns. Um er að ræða grunn á lóðinni Valhallarstíg nyrðri 7 sem áður hefur verið í fréttum, síðast 2017 er Þing- vallanefnd snerist hugur og ætlaði að ganga inn í kaup Gísla Haukssonar í Gamma á grunninum af hjónunum Boga Pálssyni og Sólveigu Dóru Magnúsdóttur  fyrir 70 milljónir króna. Fjármálaráðuneytið sagði á endanum ekki forsendur til að kaupa eignina „miðað við það verð sem lagt hefur verið til grundvallar“. Gekk Gísli einnig úr skaftinu og grunnurinn var því áfram í eigu Boga og Sólveigar. Þingvallanefnd barst í október í haust bréf frá Boga. Hann hafði þá fengið tilboð í húsgrunninn frá föður sínum, Páli Samúelssyni. Páll var eig- andi Toyota-umboðsins á Íslandi til 2005. Þingvallanefnd ákvað sem fyrr segir að nýta ekki forkaupsréttinn. Ekki er unnt að sjá að þessu sinni hvaða viðskiptum ríkið er að hafna því strikað er yfir kaupverðið í afriti af skjölum sem send voru Frétta- blaðinu. „Nöfn og fjárhæðir hafa verið teknar út með vísan til 9. gr. upplýsingalaga,“ útskýrir þjóðgarðs- vörður. „Óheimilt er að veita almenn- ingi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á,“ segir í umræddri lagagrein. Samkvæmt fasteignaskrá var gefið út afsal fyrir eigninni til Páls Samúels- sonar um miðjan desember. Þegar málið kom á borð Þing- vallanefndar á árunum 2016 og 2017 þótti verulegur vafi leika á því að framkvæmdir Boga og Sólveigar á árunum fyrir hrun samræmdust skil- málum. Í bréfi Ólafs Arnar Haralds- sonar, þáverandi  þjóðgarðsvarðar, til  forsætisráðuneytisins í október 2016 rakti Ólafur Örn að Bogi og Sólveig hefðu látið rífa sumarhús á lóðinni og í stað þeirra hefði verið gerður 133,7 fermetra grunnur úr steinsteypu á stöplum með kjallara. Stærð kjallarans væri ekki innifalin í tilgreindri stærð. „Þingvallanefnd telur að þar sem sumarhúsin voru rifin og steyptur var í stað þeirra grunnur á stöplum ásamt kjallara séu hugsanlega í reynd brostnar forsendur fyrir því að endur- bygging sumarhúsanna teljist til þeirra lagfæringa eða breytinga sem þegar var búið að samþykkja.“ Í svarbréfi Einars Á. E. Sæmund- sen, núverandi þjóðgarðsvarðar, til Boga Pálssonar þar sem tilkynnt er um að fallið sé frá forkaupsréttinum er ekki minnst á efasemdir um að framkvæmt hafi verið í heimildar- leysi á lóðinni. Hins vegar leiðbeint um hvernig halda megi bygging- unni áfram. Til þess þurfi að sækja um nýtt byggingarleyfi hjá Blá- skógabyggð þar sem gamla leyfið sé fallið úr gildi. Einnig þurfi samþykki Þingvallanefndar fyrir öllum fram- kvæmdum í þjóðgarðinum. Grunnurinn er á lóð í eigu ríkisins. Leigusamningur var endurnýjaður árið 2011 til tíu ára. gar@frettabladid.is Kaupir umdeilda eign sonarins á Þingvöllum Forkaupsréttur ríkisins að steypugrunni í þjóðgarðinum á Þingvöllum var ekki nýttur og hefur Páll Samúelsson keypt af syni sínum og tengdadóttur. Verðið er ekki gefið upp. Grunnurinn er á lóð í eigu ríkisins með leigusamning til 2021. Nöfn og fjárhæðir hafa verið teknar út með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Einar Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum Þingvallanefnd vildi kaupa 2016 og breyta í nestispall. FRÉTTABLAÐIÐ/GARÐARFULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM KJÓLL 8.590 kr . SVÍÞJÓÐ Fjöldi rúmenskra hjúkr- unarfræðinga, sem ráðnir hafa verið til starfa í Svíþjóð, er með útskriftar- skírteini frá skólum í Rúmeníu án þess að hafa stundað þar nám. Frá þessu er greint í fréttaskýringaþætti sænska ríkissjónvarpsins. Skólarnir hafa tekið við greiðsl- um frá „nemendunum“, innritað þá í nám og útskrifað án þess að þeir hafi tekið þátt í kennslunni. Stjórnvöld í Rúmeníu hyggjast nú skoða alla skóla í landinu sem bjóða upp á nám í heilbrigðisgeir- anum. – ibs Keyptu fölsuð prófskírteini SAMGÖNGUR Hámarkshraði verður lækkaður niður í 50 km/klst. á 75 einbreiðum brúm á þjóðvegum landsins á næstunni. Í þeim hópi eru allar einbreiðar brýr á hring- veginum. Breytingin tekur gildi um leið og skipt hefur verið um skilti við brýrnar. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá Vegagerðinni. Ákvörðun um þessa breytingu var tekin af yfirstjórn Vegagerðarinnar fyrr í þessum mánuði. Í tilkynning- unni kemur einnig fram að stefnt sé að fleiri öryggisaðgerðum við brýr á þjóðvegum landsins. Ekki er þó vikið að því hvaða aðgerðir það eru sem þar um ræðir. Meðal brúa sem eru í þessum hópi má nefna brýr yfir Jökulsá á Sólheimasandi, Svínafellsá, Breið- balakvísl og Skaftafellsá. – jóe Hámarkshraði á einbreiðum brúm lækkar VÍSINDI Ekki liggur fyrir hver afdrif hvalveiðiskýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands (HHÍ) verða. Stjórn HHÍ fundaði í liðinni viku vegna skýrslunnar en kemur almennt saman til fundar einu sinni á ári. „Forstöðumanni HHÍ var falið að taka saman ábendingar sem borist hafa og leggja þær fyrir stjórnina sem síðan mun taka afstöðu til þeirra á næsta fundi,“ segir Daði Már Kristó- fersson, formaður stjórnar HHÍ. Ekki er víst hvenær þeirri vinnu lýkur. – khn Taka saman ábendingar vegna skýrslu Daði Már Kristófersson. Rúmenar fengu útskriftarskírteini gegn greiðslu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 2 9 . J A N Ú A R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 9 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 1 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 2 B -6 C 2 C 2 2 2 B -6 A F 0 2 2 2 B -6 9 B 4 2 2 2 B -6 8 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 2 8 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.