Fréttablaðið - 29.01.2019, Qupperneq 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti
kl. 5.00 á morgnana.
Skráðu þig á póstlista Frétta-
blaðsins á www.frettabladid.is/
nyskraning. Það kostar ekkert.
Vertu fyrst/ur
að lesa blaðið
LEIÐRÉTTING
Í Fréttablaðinu í gær var ranghermt
að Guðmundur Þór Guðmundsson
væri skjalastjóri Biskupsstofu. Hið
rétta er að hann er skrifstofustjóri.
Beðist er afsökunar á þessum
mistökum.
SKRIFSTOFAN
MENNING Hefja á töku aðgangseyris
í Knarrarósvita austan Stokkseyrar í
kjölfar endurbóta Vegagerðarinnar
á vitanum. Tillaga er um 1.000 króna
gjald fyrir fullorðna og 500 krónur
fyrir ellefu til sautján ára.
Heimamenn í Árborg líta einnig
til mögulegs samstarfs við Byggðasafn
Árnesinga með því að selja sameigin-
lega aðgang að Rjómabúinu og hinum
26 metra háa Knarrarósvita að því er
kemur fram í minnisblaði sem lagt var
fyrir bæjarráð.
Við undirbúning málsins
var meðal annars rætt við
Hilmar Sigvaldason sem
annast hefur Akranes-
vita gagnvart gestum.
Haft er eftir honum að
mikilvægt sé að þeir
sem sjái um Knarrarós-
vita hafi áhuga á mann-
legum samskiptum og
þekki sögu mannvirkj-
anna vel. – gar
Hefja gjaldtöku
í Knarrarósvita
Litið er til reynslunnar við
Akranesvita. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
STJÓRNSÝSLA Konu í framhalds-
skólanámi hefur verið gert að
endur greiða Vinnumálastofnun
(VMS) tæpar 700 þúsund krónur,
auk 15 prósent álags á upphæðina,
vegna ofgreiddra atvinnuleysis-
bóta. Þetta er niðurstaða úrskurð-
arnefndar velferðarmála (ÚRVe).
Lögum samkvæmt er óheimilt
að stunda nám yfir tíu einingum
og þiggja samtímis atvinnuleysis-
bætur. Þá er það skilyrði að gerður
sé námssamningur við stofnunina
og henni þar með gert viðvart um
námið. Konan skráði sig í nám á
haustönn 2017 eftir að hafa verið
hvött til þess af starfsmanni VMS.
Taldi starfsmaðurinn að það myndi
styrkja stöðu hennar í atvinnuleit.
Varð það úr að konan tók tíu
einingar, það er framhaldsskóla-
einingar, á haustönninni. Á vor-
önninni var henni bent á það af
skólanum að rétt væri að hún tæki
nokkra eldri áfanga, tíu einingar
til viðbótar, á nýjan leik þar sem
einkunnir hennar hefðu ekki verið
góðar í fyrstu atrennu. Fylgdi hún
þeirri ráðleggingu. VMS krafði
hana þá um endurgreiðslu á bótum
fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þar
sem hún hefði verið skráð í tutt-
ugu eininga nám. ÚRVe féllst á
aðgerðir VMS og staðfesti þær. Þó
fann nefndin að því að samningur
VMS við konuna hefði ekki verið
skriflegur heldur aðeins munn-
legur. Konan þarf því að greiða
stofnuninni alls um 800 þúsund
krónur. – jóe
Námsmaður endurgreiði 700 þúsund
SAMGÖNGUMÁL Ekkert flugslys var
skráð í fyrra en það hefur ekki gerst
síðan árið 1969. Ekkert banaslys
varð í flugi í ár og hefur ekkert bana-
slys orðið í flugi síðan árið 2015. Er
það í fjórða skiptið á lýðveldistím-
anum sem ekki verður banaslys í
flugi í þrjú ár samfleytt. Formaður
flugslysanefndar segir þetta mikil
tímamót og mjög ánægjulegt að
ekkert flugslys hafi verið skráð í
fyrra.
„Það er auðvitað samspil allra
sem koma að flugöryggismálum
hversu vel hefur tekist síðustu ár.
Öllum þeim sem vinna að flug-
öryggi, hvort sem það eru flugmenn,
flugvallarstarfsmenn eða aðrir, ber
að þakka að ekkert flugslys varð á
árinu,“ segir Þorkell Ágústsson, for-
maður flugsviðs rannsóknarnefndar
samgönguslysa.
Fimm banaslys hafa orðið í flugi
á síðasta áratug. Árið 2009 varð
banaslys þegar einkaflugvél flaug á
rafmagnslínu í Selárdal. Tveir menn
létust árið 2012 þegar kennsluflug-
vél ofreis á Reykjanesi og spannst
til jarðar. Ári seinna létust tveir í
sjúkraflugi Mýflugs ofan Akureyrar.
Árið 2015 urðu svo tvö banaslys,
annað í Barkárdal í ágúst og hitt í
Kapelluhrauni í nóvember. Síðan þá
hefur enginn látist í flugi hér á landi.
Að sama skapi urðu engin banaslys
í flugi hér á landi milli áranna 2001
og 2008.
„Þetta er sérstakt gleðiefni fyrir
bæði flugmenn og annað fólk á
flugsviði sem hefur unnið ötullega
að flugöryggismálum undanfarna
áratugi,“ segir Lára Sif Christiansen,
framkvæmdastjóri Félags íslenskra
atvinnuflugmanna. „Þetta er jafn-
framt þriðja árið í röð þar sem engin
banaslys hafa orðið í flugi, og von-
umst við til að með áframhaldandi
áherslu á öryggismál náum við að
halda slysatíðni í algjöru lágmarki.“
Frá árinu 2009 til ársins 2018
hefur tilkynningum til Rannsóknar-
nefndar samgönguslysa fjölgað úr
1.156 í rétt tæplega þrjú þúsund
tilkynningar. Að miklu leyti stafar
fjölgunin af aukinni flugumferð á
svæðinu sem og að flugrekendur
og aðrir tilkynningarskyldir aðilar
eru duglegri við að tilkynna atvik til
rannsóknarnefndarinnar. Flugsvið
rannsóknarnefndarinnar skoðaði
37 mál af þeim þrjú þúsund sem
tilkynnt voru og skráði 19 þeirra
sem alvarleg flugatvik og tók þau til
formlegrar rannsóknar.
Frá árinu 1996 hefur flugsvið
Rannsóknarnefndar samgönguslysa
gefið út að meðaltali 12 tillögur eða
tilmæli í öryggisátt á hverju ári eða
um eina á mánuði og virðist það
vera að bera árangur.
sveinn@frettabladid.is
Ekkert flugslys varð í fyrra í
fyrsta skipti í nærri hálfa öld
Árið 2018 var flugslysalaust ár. Er þetta í fyrsta skipti síðan árið 1969 að ekkert flugslys er skráð. Ekkert
banaslys frá 2015. Allir sem vinna að flugöryggi eiga hrós skilið segir formaður flugsviðs rannsóknarnefnd-
ar samgönguslysa. Gleðiefni fyrir flugmenn segir framkvæmdastjóri Félags íslenskra atvinnuflugmanna.
Flugvél kemur til lendingar. Síðasta ár var fyrsta árið síðan 1969 sem ekkert flugslys var skráð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Þetta er sérstakt
gleðiefni fyrir bæði
flugmenn og annað fólk á
flugsviði
Lára Sif Christiansen, framkvæmda-
stjóri Félags íslenskra atvinnuflug-
manna
STJÓRNMÁL Siðfræðistofnun Háskóla
Íslands var ekki meðal þeirra sem
velferðarnefnd Alþingis óskaði
umsagna frá um frumvarp heil-
brigðisráðherra um þungunarrof
þegar umsagnarbeiðnir voru sendar
út þann 13. desember síðastliðinn.
Meðal þeirra sem fengu umsagnar-
beiðnir voru fjölmörg trúar- og lífs-
skoðunarfélög.
Haft var eftir Halldóru Mogensen
í Fréttablaðinu á laugardaginn að
beiðni um umsögn frá stofnuninni
hefði verið ítrekuð og henni veittur
tveggja vikna frestur til viðbótar til
að senda umsögn.
„Siðfræðistofnun var ekki sent
frumvarpið til umsagnar fyrr en á
föstudaginn var eftir að þingmenn
sem staddir voru á ársfundi Siðfræði-
stofnunar heyrðu að stofnuninni
hafði ekki verið sent frumvarpið til
umsagnar,“ segir Vilhjálmur Árnason,
stjórnarformaður stofnunarinnar.
Halldóra segist ekki hafa vitað
betur en Siðfræðistofnun hafi fengið
beiðni um umsögn. „Þetta hefur
hreinlega yfirsést og ég ætla að senda
Siðfræðistofnun tölvupóst og biðja
þau afsökunar á því að hafa talað
um ítrekun þegar okkur í nefndinni
hefur klárlega yfirsést að bæta þeim
á listann.“
Vilhjálmur segir þetta ekki í fyrsta
skipti sem gengið hafi verið fram hjá
stofnuninni með mál af þessu tagi, því
að ekki hafi verið óskað umsagnar
hennar um frumvarp um breytingu
á lögum um vísindarannsóknir á
heilbrigðissviði en leitað hafi verið
umsagna 55 aðila um það mál. Í því
tilviki hafi raunar heldur ekki verið
leitað umsagna Vísindasiðanefndar
en umrædd lög eru starfsgrundvöllur
nefndarinnar.
Aðspurður segist Vilhjálmur ekki
gera athugasemdir við að óskað sé
umsagna frá trúfélögum um mál sem
varðað geta siðferðileg álitamál en
það skjóti skökku við að fremur sé
leitað til þeirra en Siðfræðistofnunar.
Í nýjum samningi sem forsætis-
ráðherra gerði við Siðfræðistofnun
um ráðgjöf til stjórnvalda í siðfræði-
legum efnum er þess getið að hvert
og eitt ráðuneyti auk Alþingis geti
óskað ráðgjafar Siðfræðistofnunar
um tiltekin mál, þar á meðal um fyrir-
hugaða lagasetningu.
Í frumvarpi um þungunarrof eru
þeir taldir sem ráðuneytið leitaði til
við samningu frumvarpsins. Siðfræði-
stofnun er ekki þeirra á meðal. – aá
Alþingi ítrekað gengið fram hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands
Vilhjálmur
Árnason.
Konan taldi sig í fullum rétti til að taka áfangana enda hafði hún skráð sig í
námið eftir ráðleggingu frá Vinnumálastofnun. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
2 9 . J A N Ú A R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
9
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:3
1
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
2
B
-7
F
E
C
2
2
2
B
-7
E
B
0
2
2
2
B
-7
D
7
4
2
2
2
B
-7
C
3
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
5
6
s
_
2
8
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K