Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.01.2019, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 29.01.2019, Qupperneq 6
AFGANISTAN Samninganefndir Bandaríkjamanna og talibana í Afganistan hafa komist að sam­ komulagi um ramma utan um friðarsamninga. Talibanar munu samkvæmt því samkomulagi ábyrgj­ ast að hryðjuverkamenn starfi ekki á afganskri grund. Í kjölfarið gæti bandaríski herinn yfirgefið ríkið alfarið ef vopnahléi er komið á og Talibanar mæta til viðræðna við afgönsku ríkisstjórnina. Þetta sam­ komulag er afrakstur sex daga langra viðræðna í Katar. Zalmay Khalilzad, sem leiðir samninganefnd Bandaríkjanna, sagði í viðtali við The New York Times í höfuðborginni Kabúl að það ætti enn eftir að fylla í ýmsar eyður svo þessi rammi yrði að samningi. „Talibanar hafa skuldbundið sig til að Stórt skref stigið í átt að friði Sex daga viðræður Bandaríkjanna og talib- ana skila árangri. Sam- þykktu ramma utan um friðarsamninga. Talib- anar koma í veg fyrir hryðjuverkastarfsemi og mæta til viðræðna við stjórnina ef Banda- ríkjamenn fara úr landi. Átök í Afganistan í nærri hálfa öld Ófriður hefur ríkt í Afganistan í nærri hálfa öld eða allt frá því Mohammed Daoud Khan lýsti sig forseta eftir valdarán. Fimm árum síðar var hann myrtur af hersveit kommúnista- flokksins PDPA. Stjórn PDPA reyndist óstöðug og Mujahideen-liðar sóttu hart að henni. Sovétríkin óttuðust að stjórninni yrði steypt af stóli og gerðu innrás árið 1979. Þeim tókst hins vegar ekki að brjóta Mujahideen á bak aftur og hrökkluðust heim árið 1989. Stjórnin barðist þó enn gegn Mujahideen, sem naut stuðnings Bandaríkjanna. Mujahideen hafði betur. Stjórnin féll 1992 og leiðtogar Mujahideen-fylkinga undirrituðu Peshawar-samkomulagið um skiptingu valda í bráðabirgðastjórn. Stríðið hélt þó áfram. Talibanar tóku Kabúl árið 1996 og lýstu yfir stofnun Íslamska furstadæmisins Afganistan. Enn hélt stríðið áfram. Norðurbandalagið, nýtt bandalag hersveita hluta Mujahideen-hreyf- ingarinnar, hélt áfram að berjast gegn talíbönum. Al-Kaída studdu talibana og eftir hryðjuverkin 11. september 2001 réðust Bandaríkjamenn og banda- menn þeirra inn í Afganistan í þeim tilgangi að steypa talíbönum af stóli og neita al-Kaída þannig um bæki- stöðvar í landinu. Stjórn talibana féll í lok árs og síðan þá hefur núverandi stjórn farið með völdin. Fimmtán milljónir Afgana eru sagðar búa annaðhvort undir beinni stjórn talibana eða á svæðum þar sem talibanar eru sjáanlegir og gera reglulegar árásir. Bandaríski herinn dró mikið úr við- veru sinni frá 2012 til 2014. Frá fundi Zalmay Khalilzad, formanni samninganefndar Bandaríkjanna með Ashraf Ghani, forsætisráðherra Afganistan, í Kabúl. NORDICPHOTOS/AFP Mujahideen-liðar stilla sér upp með sovéskri herflugvél sem þeir höfðu grandað. NORDICPHOTOS/GETTY gera hvað sem þarf til þess að koma í veg fyrir að Afganistan verði leik­ völlur alþjóðlegra hryðjuverkasam­ taka. Það er ánægjulegt. Við höfum næga trú á viðræðunum til þess að tilkynna um þetta nú,“ sagði Khal­ ilzad aukinheldur. Samkvæmt The New York Times eru níu ár liðin frá því farið var að reyna að koma á friði. Skrefið sem nú hefur verið stigið í átt að stríðslokum er það stærsta á þessum níu árum. Ghani hélt ávarp eftir að Khal ilzad hafði upplýst hann um stöðuna. Þar sagði hann að allir erlendir hermenn myndu í framtíðinni yfirgefa Afgan­ istan, en það hefur verið helsta krafa talibana. „Enginn Afgani vill erlendar hersveitir í landinu til frambúðar. Vera þeirra hér á þessari stundu er til komin vegna þess að hún er nauðsynleg. Þessi nauðsyn þarf að vera í sífelldri skoðun og endur­ skoðun,“ sagði Ghani. Talibanar hafa alla tíð neitað að eiga í viðræðum við afgönsku stjórnina. Álíta hana „strengjabrúðu Banda­ ríkjanna“. Nú eru þeir hins vegar tilbúnir til viðræðna um leið og föst dagsetning er komin á brotthvarf Bandaríkjahers.  thorgnyr@frettabladid.is Vetrar Werð Volkswagen er með breiddina í jeppum sem fást allir fjórhjóladrifnir og tilbúnir fyrir veturinn. Komdu í HEKLU og náðu þér í einn á lægra verði. Hlökkum til að sjá þig! Volkswagen jeppar á allt að 12% lægra verði. 5 á ra á b yr g ð f yl g ir f ó lk sb ílu m H E K LU a ð u p p fy llt um á kv æ ð um á b yr g ð ar sk ilm ál a. Þ á er a ð f in na á w w w .h ek la .is /a b yr g d HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðumwww.volkswagen.is Skoðaðu úrvalið af jeppum á hekla.is/vwerslun 5 á ra á b yr g ð f yl g ir f ó lk sb ílu m H E K LU a ð u p p fy llt um á kv æ ð um á b yr g ð ar sk ilm ál a. Þ á er a ð f in na á w w w .h ek la .is /a b yr g d Jeppar frá Volkswagen á lægra verði. Góð ástæða til að gleðjast. SPÁNN Þjóðfundur Katalóníu (ANC), samtök katalónskra sjálfstæðis­ sinna, hefur boðað til fjöldamót­ mæla í héraðinu í dag en fastlega er búist við því að á sama tíma verði þeir níu aðskilnaðarsinnar sem vist­ aðir eru í katalónskum fangelsum fluttir til Madrídar þar sem málið gegn þeim fer fyrir dóm í febrúar. Samkvæmt El Nacional hefur ANC hvatt borgara til þess að flagga katalónska fánanum. Þá stefna aðgerðasinnar að því að safnast saman við þá vegi og þær brýr sem líklegt þykir að fangarnir verði flutt­ ir um. „Við munum sýna þeim allan þann stuðning sem við getum áður en þau fara,“ sagði í tilkynningu. Einnig stendur til að mótmæla á fjöldafundum um kvöldið í höfuð­ stað hverrar sýslu undir slagorðinu „Falskt réttlæti“. ANC fer svo fram á að mótmælin haldi áfram fyrir utan skrifstofur héraðsforsetaembættis­ ins næstu daga. Hinir ákærðu hafa lýst ótta við að réttarhöldin verði ósanngjörn. – þea Fjöldamótmæli í Katalóníu BRETLAND Breskir kaupmenn og verslunarkeðjur óttast að samnings­ laus útganga úr Evrópusambandinu geti orsakað hærra vöruverð og vöruskort til skamms tíma. Sains­ bury’s, Asda og McDonalds birgja sig nú upp af matvælum ef svo fer. BBC greindi frá þessu í gær. Breska þingið hefur hafnað samningnum sem ríkisstjórn Ther­ esu May forsætisráðherra var búin að ná og málið því í lausu lofti þegar átta vikur eru til stefnu. Boris Johnson, þingmaður Íhalds­ flokksins, sagði í grein í Telegraph í gær að ef May næði að fá umdeilda varúðarráðstöfun um fyrirkomulag á landamærunum við Írland fjar­ lægða myndi flokkurinn allur styðja samkomulagið. Næstu skref verða til umræðu í þinginu í dag. – þea Óttast vöruskort McDonalds og fleiri birgja sig upp. 2 9 . J A N Ú A R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 9 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 1 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 2 B -9 3 A C 2 2 2 B -9 2 7 0 2 2 2 B -9 1 3 4 2 2 2 B -8 F F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 2 8 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.