Fréttablaðið - 29.01.2019, Síða 30

Fréttablaðið - 29.01.2019, Síða 30
Í 32 ár hafa Motor Transport Awards verið veitt í Bretlandi og fyrir árið 2018 var það MAN TGX trukkurinn sem hlaut verð­ launin „Fleet Truck of the Year“. Verðlaunin fékk trukkurinn góði fyrir mikil gæði bílsins, sparneytni, nýja tækni sem í honum er og framúrskarandi þjónustu MAN. Þessi verðlaun eru eins og Óskars­ verðlaunin fyrir trukkafram­ leiðendur, en í dómnefndinni eru fjölmargir óháðir aðilar sem meta þau ökutæki sem til greina koma hverju sinni. MAN TGX trukknum var einnig hrósað fyrir lágan rekstrarkostnað og öryggisþætti bílsins og hve hagkvæmt og auðvelt viðhald er á honum, sem og frábæra þjónustu MAN sem tryggir að varahlutir berist eigendum hratt og örugglega gerist þess þörf. MAN í eigu Volkswagen Group Þá var einnig nefnt hve vinnuum­ hverfi ökumanns er gott. Í áliti dómnefndar kemur einnig fram að með þessum trukki sé eigendum hans veitt mikið rekstraröryggi með viðamiklu þjónustuneti MAN. Verðlaunin voru veitt að viðstöddum 1.000 gestum á Motor Transport Awards hátíðinni og var þessu vali vel fagnað af starfsfólki MAN í Þýskalandi. MAN er eitt af mörgum bíla­ merkjum sem eru í eigu Volks­ wagen Group. Það er fyrirtækið Kraftur á Vagnhöfða 1 sem selur MAN Trucks & Buses á Íslandi. Vel gengur hjá MAN Árið 2018 var sérlega hagstætt hjá MAN, en rekstrartölur fyrir allt árið liggja þó ekki enn fyrir. Á fyrri helmingi ársins í fyrra jók MAN við sölu sína um heil 16%, veltan nam 1.025 milljörðum króna og hagnaðurinn 44 milljörðum króna. Hagnaður af veltu fór úr 4,0% í 4,3% á milli ára þrátt fyrir að erfitt geti reynst að auka hagnaðarhlut­ fallið í svo miklum vexti. Umboðs­ aðili MAN hér á landi seldi alls 57 vörubíla til íslenskra kaupenda á síðasta ári. MAN er nýverið farið að selja sendibíla og meðal annars sendi­ bíla sem ganga eingöngu fyrir rafmagni. Því má líklega búast við aukinni sölu MAN bíla hér á landi á næstu árum. MAN TGX er trukkur ársins MAN TGX trukknum var hrósað fyrir lágan rekstrar- kostnað og öryggisþætti. MAN var með 16% aukningu í sölu á fyrri helmingi síðasta árs og gengur einkar vel um þessar mundir. Finnur Thorlacius finnurth@frettabladid.is 555-8000 Rafgeymar á góðu verði  Rafgeymar í trukka og tæki TGX trukkurinn var valinn „Fleet Truck of the Year“. Verð- launin fékk trukkurinn góði fyrir mikil gæði bílsins, sparneytni, nýja tækni sem í honum er og framúrskarandi þjónustu MAN. 14 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . JA N ÚA R 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U RVÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR 2 9 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 1 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 2 B -8 9 C C 2 2 2 B -8 8 9 0 2 2 2 B -8 7 5 4 2 2 2 B -8 6 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 2 8 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.