Fréttablaðið - 29.01.2019, Page 32

Fréttablaðið - 29.01.2019, Page 32
Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is Ruslið er af ýmsum toga. Ég hef eiginlega alltaf haft þetta í mér. Þegar ég var barn og mamma skrapp í Borgarnes fór ég að taka til og tína drasl undan sófum. Í útilegum hef ég alltaf tínt ruslið sem fólk skilur eftir sig. Á nýársdag vöknum við maðurinn minn á undan öllum öðrum og tínum tertur og flug­ eldarusl í kerruna okkar,“ segir Sólveig Ásta sem er alin upp á Mýrunum í Borgarfirði en hefur búið á Patreksfirði frá sextán ára aldri. „Ég hef því alltaf plokkað í laumi en þegar hópurinn Plokk á Íslandi varð til á Facebook og ég tala nú ekki um þegar forsetinn fór að plokka líka, þá taldi ég að þetta væri ekki lengur feimnismál,“ segir Sólveig hlæjandi og bætir við að hún hafi verið hálf hrædd um að vera kölluð ruslakerling ef sæist til hennar tína upp rusl eftir aðra. Sólveig er orðin vel þekkt meðal bæjarbúa á Patreksfirði enda er hún dugleg að birta myndir á íbúavef Vesturbyggðar til að vekja fólk til umhugsunar um allt það rusl sem endar í fjöru og vegkönt­ um. „Það er mikilvægt að breyta hugsunarhætti fólks. Það horfir á ruslið og hugsar: „Þetta er ekki eftir mig“, eða „unglingavinnan á að sjá um þetta“. En við erum að kæfa jörðina í rusli og nauðsynlegt að allir breyti hugarfarinu.“ Hún segist reyndar hafa heyrt af fólki í bænum sem sé farið er að taka þetta til sín enda sjáist munurinn í bænum. „Ég byrjaði að tína rusl meðfram aðalgötunni hér á Patreksfirði í vor og komst ekki langt áður en pokinn var fullur af safafernum, sleikjópinnum og öðru rusli. Núna geng ég kannski einn og hálfan kílómetra eftir götunni og finn rétt svo rusl í aðra höndina sem ég hendi í eina af þeim fjölmörgu ruslatunnum sem er að finna í bænum, en það er afar jákvætt hve margar slíkar hafa verið settar upp.“ Metnaðarfull markmið Sólveig setur sér markmið í plokkinu. „Í ágúst setti ég mér það markmið að fara heiman að og alla leið inn í Skápadal sem eru um 17 kílómetrar. Ég hreinsaði báðum megin við veginn og í fjörunni. Þetta tók ansi margar ferðir,“ segir Sólveig sem er með kort þar sem hún merkir inn á hvert hún er búin að fara. Hluti af leiðinni er í hlíð sem erfið er yfirferðar. Sólveig brá á það ráð að binda kaðal í bílinn og hálf­ partinn síga niður í fjöru. „Svo kom ég mér upp bakpoka og tíndi ruslið í hann. Ég byrjaði að nota hann í haust þegar ég fór í berjamó en fann lítið af berjum, en þeim mun meira af rusli og vegastikum.“ Yfir tvö hundruð vegastikur Starfsmenn Vegagerðarinnar eru afar kátir með framtak Sólveigar en hún skilar öllum þeim vega­ stikum sem hún finnur á þjónustu­ stöð Vegagerðarinnar á Patreks­ firði en þær má endurnota. „Ég held að þetta séu orðnar vel yfir tvö hundruð stikur,“ segir Sólveig en í desember var hún boðin sér­ staklega velkomin af Vegagerðar­ fólkinu sem bauð henni í kaffi og sérstaka köku sem skreytt var henni til heiðurs. „Þetta var virki­ lega skemmtilegt.“ Hjálpar við vefjagigt og þunglyndi Sólveig hefur glímt við vefjagigt frá unglingsaldri og er öryrki. Þá hefur hún einnig þurft að kljást við þung­ lyndi. „Plokkið er mitt besta vopn gegn vefjagigt og þunglyndi,“ segir Sólveig en heilsufarið ræður því hve oft hún fer að plokka. „Ég er betri til heilsunnar þegar veðrið er gott. Í haust var það mjög fínt og þá fór ég þrisvar til fjórum sinnum í viku, frá hálftíma upp í þrjá tíma í einu.“ Hreyfingin og ferska loftið hefur einnig afar jákvæð áhrif á þung­ lyndið. „Ef mér líður illa á sálinni er svo hreinsandi að fara út að plokka,“ segir Sólveig en ferðafélagi hennar í plokkinu er hin tíu ára gamla tík Perla. „Maður slær margar flugur í einu höggi. Hundurinn fær hreyfingu, skapið batnar, umhverfið verður hreinna og svo kemst maður í mjög gott form. Það er langt síðan mér hefur liðið jafn vel og ég þakka það plokkinu.“ Heiðursplokkari Vesturbyggðar Átak Sólveigar hefur vakið athygli í Vesturbyggð og hún segist stundum vera kölluð ruslalöggan enda er hún dugleg að láta vita af stærra rusli sem hún rekst á og starfs­ menn Vesturbyggðar fjarlægja. „Á Alheimshreinsunardaginn þann 15. september var ég síðan útnefnd heiðursplokkari Vesturbyggðar, það þótti mér vænt um og er mjög góð hvatning til að halda áfram.“ Plokkar með fram þjóðvegum fyrir vestan Þegar Sólveig Ásta Ísafoldardóttir frétti að forsetinn sjálfur væri farinn að plokka ákvað hún að ekki væri lengur feimnismál að tína upp rusl eftir aðra en það hefur hún gert frá unga aldri. Hún hefur skilað yfir 200 vegastikum til Vegagerðarinnar. Hún segir plokkið hjálpa sér að halda heilsu. Vegagerðin gladdi Sólveigu. Sólveig safnar rusli í kerru.Sólveig safnar vegastikum í bakpoka og skilar þeim síðan til Vegagerðarinnar. 16 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . JA N ÚA R 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U RVÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR 2 9 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 1 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 2 B -9 D 8 C 2 2 2 B -9 C 5 0 2 2 2 B -9 B 1 4 2 2 2 B -9 9 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 2 8 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.