Fréttablaðið - 29.01.2019, Page 52

Fréttablaðið - 29.01.2019, Page 52
Ragnhildur og Margrét Kristín kátar. Glæsilegar systur; Gígja og Harpa Einarsdætur. Birgir Örn Steinarsson og Kolbrún Magnea Kristjánsdóttir. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir hér ásamt dóttur sinni og hjónunum Birni Emilssyni og Rögnu Fossberg. Leikkonurnar Enid Mbabazi, Raffaella Brizuela Sigurðar- dóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir og hin unga og efnilega Claire Harpa Kristinsdóttir ásamt leikstjóra myndarinnar, Ásthildi Kjartansdóttur, og framleiðanda, Evu Sigurðardóttur. Hjónin Tinna Hrafnsdóttir og Sveinn Geirsson mættu á sýninguna en þess má geta að Tinna vinnur nú að handriti annarrar kvikmyndar eftir bók Auðar Jónsdóttur, Stóra skjálfta. Elma Lísa ásamt þeim Enid og Claire sem leika mæðgur í myndinni. Þórunn Lárusdóttir og eiginmaður hennar, Snorri Petersen. Rósa Sigurbergsdóttir, Jónatan Garðarsson, Felix Bergsson og Reynir Lyngdal sem var sannarlega stoltur af eiginkonu sinni, Elmu Lísu. Leikstjórinn Baldvin Z mætti ásamt sinni konu. Kvikmyndin sem er byggð á bók Auðar Jónsdóttur, Tryggð-arpanti, f j a l l a r um Gís- ellu Dal sem Elma Lísa Gunnarsdóttir túlkar afbragðs vel, en hún fær tvær erlendar konur til að leigja hjá sér til að ná endum saman. Með hlutverk hinna erlendu leigjenda fara þær Enid Mbabazi og Raffaella Brizuela Sigurðardóttir sem eru báðar innflytj- endur og óreyndar leik- konur, en það er ekki að sjá á frammistöðu þeirra í myndinni. Eins fer hin unga Claire Harpa Kristinsdóttir með veigamikið hlut- verk dóttur annarrar konunnar, flóttakonu frá Úganda. Fyrst um sinn gengur sambúðin vel en með tímanum fara menn- ingarárekstrar að koma upp og valdi Gísellu er ógnað. Ekki er hallað á frammi- stöðu annarra leikara þó sagt sé að Elma Lísa beri myndina uppi og sýni svokallaðan stjörnuleik. Kvikmynd- in er í leikstjórn Ást- hildar Kjartansdóttur sem einnig skrifar handritið en þrátt fyrir mikla reynslu í brans- anum er þetta hennar fyrsta kvikmynd í fullri lengd. Ásthildur tryggði sér kvikmynda- réttinn um leið og hún hafði lesið bókina og sagði frá því við frum- sýningu myndarinnar að hún hefði undir eins séð Elmu Lísu fyrir sér í hlutverki Gísellu. bjork@frettabladid.is Elma Lísa sló í gegn! Hátíðarforsýning á íslensku kvikmyndinni Tryggð fór fram fyrir fullu húsi gesta í Háskólabíói um helgina en myndin verður frumsýnd 1. febrúar. Bókin Tryggðarpantur eftir Auði Jónsdóttur kom út árið 2006 og var tilnefnd til Íslensku bókmennta- verðlaunanna. 2 9 . J A N Ú A R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R20 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ 2 9 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 1 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 2 B -8 E B C 2 2 2 B -8 D 8 0 2 2 2 B -8 C 4 4 2 2 2 B -8 B 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 2 8 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.