Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2019, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2019, Blaðsíða 18
18 SPORT 1. febrúar 2019 T ímarnir breytast og mennirnir með, það á við um margt í okkar lífi og sérstaklega hvern- ig fjallað er um mál líðandi stundar. Á árum áður þótti ekk- ert mál að fjalla um svart fólk sem negra og fleira í þeim dúr. Slíkt efni eldist afar illa miðað við hvernig samfélag okkar er í dag. Árið 1966 var fjallað, í Vísi, um einvígi Vals og Standard Liege í Evrópukeppni, þar vann belgíska félagið 8-1 sigur á Val. „Ungur negri skoraði fimm mörk gegn Val,“ var fyrirsögnin á grein Vísis sem birtir í blað- inu þann 13. september árið 1966. Brasilíumaðurinn var lang- bestur Sagt var að þessi dökki mað- ur hefði nýlega komið frá Inter á Ítalíu. „Það var ungur negri, sem nýlega hóf að leika fyrir Standard Liege, sem átti hvað mestan þáttinn í að Valur tap- aði svo stórt í síðari leik lið- anna í Evrópubikar keppninni fyrir nokkrum dögum. Þessi þeldökki maður, sem er Brazil- íumaður og ráðgert er að kaupa til Standard, skoraði 5 mörk gegn Val og var langbezti mað- ur vallarins. Sá kvittur gaus upp að negrinn hefði verið ólögleg- ur liðsmaður, og því bæri Val að kæra leikinn. Ekki gaf Ægir Ferdinandsson, einn fararstjór- anna, mikið út á það,“ sagði í fréttinni. Margt rangt í fréttinni Þegar sagan er skoðuð er hins vegar margt rangt sem kem- ur fram í fréttinni, þessi ungi Brasilíu maður sem Vísir fjallaði um átti að hafa komið frá Inter. Standard Liege fékk ekki neinn leikmann frá Inter þetta árið en félagið fékk vissulega Germano sem var frá Brasilíu, hann kom frá AC Milan og hann lék í leikn- um en skoraði ekkert mark. Það var Roger Claessen sem skoraði fimm mörk í leiknum, hann var ekki dökkur á hörund og kom frá Belgíu. Í frétt Vísis var sagt að Reynir Jónsson hefði skorað mark Vals í 8-1 tapinu en það var í raun Björn Júlíusson sem skoraði. Húðlitur nefndur en ekki nafn Árið 1980 fjallaði Tíminn um nýjan leikmann sem Fram var að fá í körfubolta, ekki var vit- að um nafn hans en húðlitur- inn var á hreinu í blaðinu. „Það er loks ljóst að Framarar hafa ráðið sér erlendan leik- mann sem mun leika með liðinu í komandi Íslandsmóti í körfuknattleik. Ekki er enn vitað um nafn hans en hann er 1,91 metri á hæð og negri og leikur stöðu bakvarðar. Að sögn Framara er hann mjög sterkur leikmaður sem mun ör- ugglega koma til með að styrkja lið þeirra mikið í vetur,“ sagði í umfjöllun Tímans árið 1980. Taldi húðlitinn hamla Duranona Í DV árið 1986 var fjallað um 13 mörk sem Roberto Julián Dura- nona skoraði fyrir Kúbu gegn Austur-Þýskalandi. Bogdan Kowalczyk, sem var þá lands- liðsþjálfari Íslands, trúði þessu bara ekki, þeldökkir gætu ekki spilað handbolta, eins og hann orðaði það. Duranona átti síð- ar eftir að spila fyrir íslenska landsliðið og verða afar vinsæll hjá þjóðinni. „Skoraði negri 13 mörk?“ var fyrirsögnin á frétt DV árið 1986. „Það var nokk- uð skondið það sem Bogdan Kowalczyk, landsliðsþjálfari Ís- lands, sagði þegar hann frétti af 13 mörkum Kúbumanns- ins gegn Austur-Þjóðverjum. Bogdan sagði: Skoraði negri 13 mörk? Það getur ekki verið. Negrar geta ekki spilað hand- knattleik.“ n „NEGRAR“ Í ÍÞRÓTTUM Á ÍSLANDI Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is „Skoraði negri 13 mörk?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.