Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2019, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2019, Síða 4
4 1. febrúar 2019FRÉTTIR Hingað og ekki lengra, Eurovision! E nn eitt árið brestur á „Jú- rómanía“ hjá landanum litla. Sem fyrr þykir Svarthöfða þetta afar miður. Eina ferðina enn sækjast Íslendingar eftir viður- kenningu frá nágrönnum okkar með sjálfumgleðina í fyrirrúmi og senda út nýtt flórsykrað gól sem þykist sverja sig í ætt við tónlist. En þessi hamfarahljóð dægurmenn- ingar eru hægt og bítandi að kæfa innri víkinginn í okkur öllum. Svarthöfði skal þó ekki neita því að hann kann ágætlega við gling- ur og yfirdrifinn lúðaleik á sviði. En ranghugmyndir um merkilegheit þessarar keppni, í bland við kosn- ingaklíkurnar sem oft halda gæð- um gefinna laga undir frostmarki, eru með eindæmum þreytandi. Hver ætti ávinningurinn að vera ef við ynnum Eurovision? Við erum að drukkna í ferðamönnum hvort sem er og því vandséð að vænlegt sé að brenna peningum í poppandi landkynningu á Evrópuvísu. Ísland er eins og ofdekruð millistéttarpr- insessa sem þráir bleikan smáhest ofar öllu, gjörsamlega ómeðvituð um hvað skal gera þegar hún eign- ast kvikindið. Það hvergi pláss til að þess að hýsa hestinn. Sigurvíman og hátíðarhöldin sem myndu bresta á ef Ísland ynni keppnina valda Svarthöfða kvíða. Þá fyrst myndu nágrannar okkar og aðrir Evrópubúar sjá hversu lítil við erum – og enn verra, hversu lítil við erum í okkur. Eurovision er spillt og yfirborðs- kennd hæfileikakeppni þar sem at- riðin eru oft á tíðum klisjukennd og dansa á vandræðalegri línu staðalímynda og jafnvel rasisma. Þegar þannig stendur á reynir síð- an keppnin að leggja talsvert upp úr pólitískum skilaboðum og vit- undarvakningu gagnvart mann- réttindabrotum. Það er fullkomin hræsni og alveg úr takti við leikvöll og tilgang þessa sjónvarpsefnis. Það er Svarthöfða einfaldlega um megn að flýja raunveruleikann og taka á móti gervihljómum, þau- læfðum danssporum og sparibros- um þær uppsöfnuðu klukkustund- ir sem Evrópa „sameinast“ í þágu gamans. Það hljóta að vera betri leið- ir til að sameina fagnaðarþörf og veruleikaflótta æstra Evrópubúa, eins og alþjóðlegt, meinfyndið og rammpólitískt uppistand eða kett- lingasýningar. Svarthöfði myndi með ánægju taka sér tíma frá vangaveltum um framtíð sinnar ættar og valdapýramída Helstirn- isins og henda nokkrum atkvæð- um í krúttlegar og tilgerðarlausar kisur. Auk þess væri þátttaka og ut- anumhald ódýrara, þannig að Ís- land kæmist fjær þeirri hugsun að brenna þessum árlegu peningum í eintóma meðalmennsku vegna froðukenndrar sýndarmennsku. n Svarthöfði Það er staðreynd að… Krabbamein er algengasta dánarorsök Íslendinga, bæði karla og kvenna. Börn fæðast með 300 bein en fullorðnir eru með 206. Sum bein vaxa saman. Á öllu landinu eru 1621 fiskiskip. Flest á Vestfjörðum (394) og fæst á Suðurlandi (74). Fyrsta íslenskan hljómplatan kom út árið 1910. Það voru Dalsvísur eftir Jónas Hallgrímsson, sungnar af Pétri Á. Jónssyni. Ein mörgæsategund lifir norðan við miðbaug, á Galapagoseyjum. Hver er hún n Söngkona sem var í hljómsveitun- um Orgill, Sweetý og 17 vélar n Fædd árið 1972 og ólst upp í Breiðholtinu n Bjó um tíma í Chile n Systir hennar er formaður borgarráðs n Söng fyrir Íslands hönd í Eurovision árið 2010 SVAR: HERA BJÖRK ÞÓRHALLSDÓTTIR „Ég þarf að flýja mitt bæjarfélag til þess að fá einhvern stuðning“ Þrjú listaverk, sem Odee gaf sveitarfélagi sínu Fjallabyggð, virðast týnd L istamaðurinn Oddur Ey- steinn Friðriksson, betur þekktur sem Odee, hefur staðið í stappi við sveitarfé- lagið sitt, Fjallabyggð, vegna lista- verkagjafa sinna undanfarin ár. Hann gaf Fjallabyggð stórt úti- listaverk árið 2015, að andvirði 2,5 milljóna króna. Sveitarfélagið tók sér tvö ár til að íhuga málið, en að lokum var gjöfinni hafnað vegna um 600 þúsunda króna kostn- aðar við að setja verkið upp. Um mitt ár 2016 gaf listamaðurinn Fjallabyggð síðan þrjú verk eftir sig sem hann vonaðist til að yrðu sett upp á menningarlegum stöð- um í sveitarfélaginu. Af því varð ekki, en nú virðast verkin einfald- lega týnd og það er listamaðurinn ósáttur við. Týndu þremur verkum Umræða um list í almennings- rými hefur verið hávær undan- farna daga. Ekki síst í kjölfar frétta um að Reykjavíkurborg hygðist verja um 140 milljónum króna í að lífga upp á nýtt hverfi, Vogabyggð, með exótískum pálmatrjám í gler- hjúpum. Þá greindi Fréttablað- ið frá því í vikunni að um 544,6 milljónum króna verði varið í list- skreytingar nýbygginga Landspít- alans á Hringbraut á næstu árum. Það er um 1% af heildarbyggingar- kostnaði. Staðan er öðruvísi í Fjallabyggð þar sem einn þekkt- asti núlifandi listamaður svæðis- ins, Odee, telur bæjaryfirvöld ekki hafa neinn áhuga á að styðja lista- menn sína. „Mér finnst þetta fyrst og fremst sorglegt. Að mínu mati er mikil- vægt að sveitarfélög, og þá sér- staklega minni sveitarfélög úti á landi, geri listamönnum sínum hátt undir höfði. Ég hef því gefið Fjallabyggð nokkur verk eftir mig á undanförnum árum en upp- lifað algjört áhugaleysi. Eitt verk var afþakkað og núna virðist sem bærinn hafi týnt öðrum þremur verkum eftir mig,“ segir Oddur í samtali við DV. Eins og áður segir var fyrsta verkið útilistaverk sem listamað- urinn sá fyrir sér að mynda prýða sundlaug bæjarins. „Það velkist um í nefnd í tvö ár. Það fór mikill tími að búa til faglegt regluverk um opinber innkaup á listaverkum. Það lagði víst línurnar í þessum efnum á landsvísu og ég er nokk- uð hreykinn af því,“ segir Oddur og hlær. Niðurstaðan var sú að bæjar- félagið afþakkaði gjöfina og vakti sú ákvörðun undrun víða. Þetta var ekki eina verkið sem Oddur hefur reynt að gefa bænum. Í nóvember 2015 sendi hann þá- verandi bæjarstjóra Fjallabyggðar, Páli Björgvini Guðmundssyni, tölvupóst og bauðst til að gefa honum tveggja metra listaverk án skilyrða. Erindinu var aldrei svar- að en fjórum mánuðum síðar mætti Oddur á bæjarskrifstofuna og afhenti bænum þrjú listaverk að gjöf. Eitt sem var sérhann- að fyrir bæjarfélagið. Nú tæplega þremur árum síðar virðast verkin vera týnd. Þarf að flýja í önnur bæjarfélög „Það virðist enginn vita hvar þetta er niðurkomið. Mér finnst þetta sorglegt viðmót til listsköpunar í heimabyggð. Það er ekki um auð- ugan garð að gresja í þeim efnum hér fyrir austan og því langaði mig til þess að gefa þessi verk til þess að hvetja aðra listamenn til dáða. Að þeir sæju að eitthvað væri í gangi og það væru möguleikar til staðar til þess að leggja þetta fyrir sig,“ segir Oddur. Hann segist fá mun meiri stuðning frá öðrum sveitarfélög- um en sínu eigin. „Ég hef fengið boð um ókeypis vinnustofur og sýningarrými hjá öðrum sveitarfé- lögum. Þá var ég nýlega ráðinn til vinnu í nágrannasveitarfélaginu, Fljótsdalshéraði, til að sjá um samfélagsmiðla og ýmsa viðburði í menningarhúsi sveitarfélagsins. Ég þarf að flýja mitt bæjarfélag til þess að fá einhvern stuðning,“ segir Oddur. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Verk sem Odee sérhannaði fyrir Fjallabyggð. Eitt þeirra verka sem Odee gaf Fjallabyggð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.