Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2019, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2019, Blaðsíða 4
4 1. febrúar 2019FRÉTTIR Hingað og ekki lengra, Eurovision! E nn eitt árið brestur á „Jú- rómanía“ hjá landanum litla. Sem fyrr þykir Svarthöfða þetta afar miður. Eina ferðina enn sækjast Íslendingar eftir viður- kenningu frá nágrönnum okkar með sjálfumgleðina í fyrirrúmi og senda út nýtt flórsykrað gól sem þykist sverja sig í ætt við tónlist. En þessi hamfarahljóð dægurmenn- ingar eru hægt og bítandi að kæfa innri víkinginn í okkur öllum. Svarthöfði skal þó ekki neita því að hann kann ágætlega við gling- ur og yfirdrifinn lúðaleik á sviði. En ranghugmyndir um merkilegheit þessarar keppni, í bland við kosn- ingaklíkurnar sem oft halda gæð- um gefinna laga undir frostmarki, eru með eindæmum þreytandi. Hver ætti ávinningurinn að vera ef við ynnum Eurovision? Við erum að drukkna í ferðamönnum hvort sem er og því vandséð að vænlegt sé að brenna peningum í poppandi landkynningu á Evrópuvísu. Ísland er eins og ofdekruð millistéttarpr- insessa sem þráir bleikan smáhest ofar öllu, gjörsamlega ómeðvituð um hvað skal gera þegar hún eign- ast kvikindið. Það hvergi pláss til að þess að hýsa hestinn. Sigurvíman og hátíðarhöldin sem myndu bresta á ef Ísland ynni keppnina valda Svarthöfða kvíða. Þá fyrst myndu nágrannar okkar og aðrir Evrópubúar sjá hversu lítil við erum – og enn verra, hversu lítil við erum í okkur. Eurovision er spillt og yfirborðs- kennd hæfileikakeppni þar sem at- riðin eru oft á tíðum klisjukennd og dansa á vandræðalegri línu staðalímynda og jafnvel rasisma. Þegar þannig stendur á reynir síð- an keppnin að leggja talsvert upp úr pólitískum skilaboðum og vit- undarvakningu gagnvart mann- réttindabrotum. Það er fullkomin hræsni og alveg úr takti við leikvöll og tilgang þessa sjónvarpsefnis. Það er Svarthöfða einfaldlega um megn að flýja raunveruleikann og taka á móti gervihljómum, þau- læfðum danssporum og sparibros- um þær uppsöfnuðu klukkustund- ir sem Evrópa „sameinast“ í þágu gamans. Það hljóta að vera betri leið- ir til að sameina fagnaðarþörf og veruleikaflótta æstra Evrópubúa, eins og alþjóðlegt, meinfyndið og rammpólitískt uppistand eða kett- lingasýningar. Svarthöfði myndi með ánægju taka sér tíma frá vangaveltum um framtíð sinnar ættar og valdapýramída Helstirn- isins og henda nokkrum atkvæð- um í krúttlegar og tilgerðarlausar kisur. Auk þess væri þátttaka og ut- anumhald ódýrara, þannig að Ís- land kæmist fjær þeirri hugsun að brenna þessum árlegu peningum í eintóma meðalmennsku vegna froðukenndrar sýndarmennsku. n Svarthöfði Það er staðreynd að… Krabbamein er algengasta dánarorsök Íslendinga, bæði karla og kvenna. Börn fæðast með 300 bein en fullorðnir eru með 206. Sum bein vaxa saman. Á öllu landinu eru 1621 fiskiskip. Flest á Vestfjörðum (394) og fæst á Suðurlandi (74). Fyrsta íslenskan hljómplatan kom út árið 1910. Það voru Dalsvísur eftir Jónas Hallgrímsson, sungnar af Pétri Á. Jónssyni. Ein mörgæsategund lifir norðan við miðbaug, á Galapagoseyjum. Hver er hún n Söngkona sem var í hljómsveitun- um Orgill, Sweetý og 17 vélar n Fædd árið 1972 og ólst upp í Breiðholtinu n Bjó um tíma í Chile n Systir hennar er formaður borgarráðs n Söng fyrir Íslands hönd í Eurovision árið 2010 SVAR: HERA BJÖRK ÞÓRHALLSDÓTTIR „Ég þarf að flýja mitt bæjarfélag til þess að fá einhvern stuðning“ Þrjú listaverk, sem Odee gaf sveitarfélagi sínu Fjallabyggð, virðast týnd L istamaðurinn Oddur Ey- steinn Friðriksson, betur þekktur sem Odee, hefur staðið í stappi við sveitarfé- lagið sitt, Fjallabyggð, vegna lista- verkagjafa sinna undanfarin ár. Hann gaf Fjallabyggð stórt úti- listaverk árið 2015, að andvirði 2,5 milljóna króna. Sveitarfélagið tók sér tvö ár til að íhuga málið, en að lokum var gjöfinni hafnað vegna um 600 þúsunda króna kostn- aðar við að setja verkið upp. Um mitt ár 2016 gaf listamaðurinn Fjallabyggð síðan þrjú verk eftir sig sem hann vonaðist til að yrðu sett upp á menningarlegum stöð- um í sveitarfélaginu. Af því varð ekki, en nú virðast verkin einfald- lega týnd og það er listamaðurinn ósáttur við. Týndu þremur verkum Umræða um list í almennings- rými hefur verið hávær undan- farna daga. Ekki síst í kjölfar frétta um að Reykjavíkurborg hygðist verja um 140 milljónum króna í að lífga upp á nýtt hverfi, Vogabyggð, með exótískum pálmatrjám í gler- hjúpum. Þá greindi Fréttablað- ið frá því í vikunni að um 544,6 milljónum króna verði varið í list- skreytingar nýbygginga Landspít- alans á Hringbraut á næstu árum. Það er um 1% af heildarbyggingar- kostnaði. Staðan er öðruvísi í Fjallabyggð þar sem einn þekkt- asti núlifandi listamaður svæðis- ins, Odee, telur bæjaryfirvöld ekki hafa neinn áhuga á að styðja lista- menn sína. „Mér finnst þetta fyrst og fremst sorglegt. Að mínu mati er mikil- vægt að sveitarfélög, og þá sér- staklega minni sveitarfélög úti á landi, geri listamönnum sínum hátt undir höfði. Ég hef því gefið Fjallabyggð nokkur verk eftir mig á undanförnum árum en upp- lifað algjört áhugaleysi. Eitt verk var afþakkað og núna virðist sem bærinn hafi týnt öðrum þremur verkum eftir mig,“ segir Oddur í samtali við DV. Eins og áður segir var fyrsta verkið útilistaverk sem listamað- urinn sá fyrir sér að mynda prýða sundlaug bæjarins. „Það velkist um í nefnd í tvö ár. Það fór mikill tími að búa til faglegt regluverk um opinber innkaup á listaverkum. Það lagði víst línurnar í þessum efnum á landsvísu og ég er nokk- uð hreykinn af því,“ segir Oddur og hlær. Niðurstaðan var sú að bæjar- félagið afþakkaði gjöfina og vakti sú ákvörðun undrun víða. Þetta var ekki eina verkið sem Oddur hefur reynt að gefa bænum. Í nóvember 2015 sendi hann þá- verandi bæjarstjóra Fjallabyggðar, Páli Björgvini Guðmundssyni, tölvupóst og bauðst til að gefa honum tveggja metra listaverk án skilyrða. Erindinu var aldrei svar- að en fjórum mánuðum síðar mætti Oddur á bæjarskrifstofuna og afhenti bænum þrjú listaverk að gjöf. Eitt sem var sérhann- að fyrir bæjarfélagið. Nú tæplega þremur árum síðar virðast verkin vera týnd. Þarf að flýja í önnur bæjarfélög „Það virðist enginn vita hvar þetta er niðurkomið. Mér finnst þetta sorglegt viðmót til listsköpunar í heimabyggð. Það er ekki um auð- ugan garð að gresja í þeim efnum hér fyrir austan og því langaði mig til þess að gefa þessi verk til þess að hvetja aðra listamenn til dáða. Að þeir sæju að eitthvað væri í gangi og það væru möguleikar til staðar til þess að leggja þetta fyrir sig,“ segir Oddur. Hann segist fá mun meiri stuðning frá öðrum sveitarfélög- um en sínu eigin. „Ég hef fengið boð um ókeypis vinnustofur og sýningarrými hjá öðrum sveitarfé- lögum. Þá var ég nýlega ráðinn til vinnu í nágrannasveitarfélaginu, Fljótsdalshéraði, til að sjá um samfélagsmiðla og ýmsa viðburði í menningarhúsi sveitarfélagsins. Ég þarf að flýja mitt bæjarfélag til þess að fá einhvern stuðning,“ segir Oddur. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Verk sem Odee sérhannaði fyrir Fjallabyggð. Eitt þeirra verka sem Odee gaf Fjallabyggð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.