Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2019, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2019, Side 42
42 1. febrúar 2019TÍMAVÉLIN Mottur setja punktinn yfir i-ið á heimilinu. Persía er sérdeild innan Parka með stök teppi og mottur. Við bjóðum upp á sérvalin handhnýtt austurlensk teppi og fjölbreytt úrval af vönduðum vélofnum gervi- og ullarteppum. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig. Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570 VIÐARPARKET • UTANHÚSSKLÆÐNINGAR • VÍNYLPARKET • FLÍSAR • HURÐIR • TEPPI • KERFISLOFT • HARÐPARKET • INNRÉTTINGAR Ólafur Skúlason vildi stöðva barnatímann Á rið 1986 var einokun Ríkis útvarpsins á ljós­ vakamiðlum afnumin. Þann 9. október þetta ár hóf Stöð 2 útsendingar og breytt­ ust þá margar venjur sem ríkt höfðu lengi á Íslandi. Til dæm­ is var sjónvarpað á fimmtu­ dögum og barnaefni var sýnt á sunnudagsmorgnum. Kirkjunn­ ar menn voru ósáttir við síðar­ nefndu breytinguna og mót­ mæltu harðlega. Samkeppni guðsorðs og skrípamynda Í mars mánuði árið 1987 hringdi Ólafur Skúlason dómprófastur í Stöð 2 og kvartaði yfir sýningun­ um. Í samtali við Morgunblaðið sagði hann að verulega hefði dregið úr kirkjusókn barna eftir að þær hófust. „Ég lagði á það áherslu að þeir væru ekki með þessar út­ sendingar á þeim tíma sem við erum sérstaklega að höfða til barnanna“ og enn fremur „Við höfum miklar áhyggjur af þessu og ég vona að Stöð 2 átti sig á því að það er ekki æskilegt að hefja samkeppni um sálir barnanna, annars vegar með guðsorði og hins vegar með skrípamyndum,“ sagði Ólafur. Jón Óttar Ragnarsson stöðvar­ stjóri sagði að Stöð 2 vildi halda góðum samskiptum við Þjóð­ kirkjuna en gæti ekki tekið efnið af dagskrá. Bauð hann Ólafi þess í stað að kirkjan gæti fengið hálf­ tíma pláss klukkan 11.30 fyr­ ir kristilegt barnaefni. Hafnaði Ólafur því algerlega. „Við fögnum því náttúru­ lega, að þeir vilja sjónvarpa kirkjulegu og trúarlegu efni, en við viljum alls ekki að þær út­ sendingar verði á sama tíma og barnastarfið fer fram hjá okkur í kirkjunum.“ n Fór Björn burt með gestinum og sást síðan ekki meir. Björn og Jón voru félagar og síðar áttaði fólkið sig á að gesturinn hefði verið Jón. Leitað í viku Rannsóknarlögreglan taldi strax að Björn og Jón hefðu tekið bát­ inn en margt þótti undarlegt við þetta. Báturinn var neglulaus sem þýðir að hann hefur ekki getað flotið langt frá landi áður en sjór flæddi inn í hann. Þar að auki hafði stýrið verið tekið af bátnum og skilið eftir í fjörunni þar sem báturinn hafði stað­ ið og þeir sem tóku bátinn því eingöngu notast við árar. Einnig höfðu botnflekar, eða svokölluð plitti, verið skilin eftir. Hægviðri hafði verið við Granda þessa umræddu nótt en stífari átt og rigning um morguninn. Eftir að leitað hafði verið ár­ angurslaust í fjörunni við Granda var leitað í Fossvogi og Elliða­ vogi. Á laugardeginum var leit­ að í kringum Álftanesið. Björg­ unarsveitarmenn og skátar hófu einnig leit, á landi, sjó og lofti. Í öllum vogum, sundum, fjör­ um og eyjum. Fyrrverandi sam­ starfsmenn Jóns úr Mjólkursam­ sölunni og fleiri tóku einnig þátt í leitinni. Á Seltjarnarnesi, undan Mýrarhúsum, fundust tvö plitti úr bátnum sem hafði rekið þang­ að. Eftir viku leit var talið óhugs­ andi að báturinn væri ofansjávar lengur og leitinni beint að hafs­ botninum. Fimmtudaginn 23. maí fannst úlpa rekin á norðan­ verðu Seltjarnarnesi og fékkst það staðfest að hún hefði verið í eigu Björns Braga. Degi síðar fundust skór annars hvors þeirra í Eiðsvík við Grafarvog. Var leitinni þá formlega hætt. Líkin rak á land Þriðjudagskvöldið 11. júní, klukkan 22.00 var lögreglunni í Reykjavík tilkynnt að lík hefði fundist rekið í Selsvör við Ána­ naust, tæpum mánuði eftir hvarf Björns og Jóns. Kennsl voru bor­ in á líkið og var það af Jóni. Var grunur lögreglunnar um að Björn og Jón hefðu farið á sjó á bátnum endanlega staðfestur. Nokkrum dögum síðar fannst lík Björns Braga rekið á Akranesi. Í september þetta ár fannst síðan trillan rekin á fjörur milli Hring­ brautar og öskuhauganna. Hún var gerónýt og neglulaus eins og talið hafði verið. Tvöfalt sjálfsvíg ástmanna? Lögreglan útilokaði ekki að ein­ hverjir aðrir en Björn og Jón hefðu ýtt trillunni úr vör með þeim innanborðs. En að öllum líkindum fóru þeir tveir sjálfir að bátnum. Köstuðu sjálfviljugir stýrinu og botnflekum í burt og réru út á hafið og í opinn dauð­ ann. Kenningar hafa verið settar fram um af hverju þeir gerðu þetta. Til dæmis að þeir hafi verið ástmenn, fastir á þeim tíma þegar samkynhneigð var talin kynvilla, en óviljugir til að lifa áfram í skápnum. Einnig að þeir hafi glímt við andlegar áskor­ anir en fátítt er að fólk svipti sig lífi með öðrum af þeim sök­ um. Sjálfsagt mun sannleik­ urinn aldrei koma í ljós og atvik­ ið ávallt verða flokkað sem slys. Þetta slys er hins vegar sérstakt af áður upptöldum ástæðum og einnig í ljósi þess að bæði Björn og Jón virtust eiga bjarta framtíð fyrir höndum. n „Og hafrænan okkur á bylgjum bar, til brennandi ástarheima.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.