Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2019, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2019, Qupperneq 38
38 MATUR 1. febrúar 2019 Fyrir hafragrautsperrana @aronmola Leikarinn Aron Mola hefur slegið í gegn í Ófærð en á sögu sinni á Instagram hefur hann líka slegið í gegn með reglu- legum innslögum um hafra- grautinn sinn. Aron fer vel yfir hvernig hann býr til hafragraut og er duglegur að brydda upp á nýjungum í þeim efnum. q 20% afsláttur! www.igf.isFlokkaðu HÉR af flokkunarílátum út febrúar Sælkerastjörnur á samfélagsmiðlum n Margrét Gnarr hefur verið vegan um langt skeið n Sólrún Diego svarar erfiðustu spurningu dagsins Á hrifavaldar eru úti um allt, en það er einstaklega gam- an að fylgjast með nokkrum þeirra þar sem þeir eru jafn- framt miklir matgæðingar. Hér eru nokkrar sælkerastjörnur sem gefa góð ráð í eldhúsinu, heimsækja spennandi veitingastaði og töfra fram dýrindis máltíðir. Grænkeri Gnarr @margretgnarr Líkamsræktargúrúinn Mar- grét Gnarr hefur verið vegan um langt skeið. Hún leyfir fylgjendum sínum að fylgj- ast með því sem hún borðar en mælir einnig með góð- um veitingastöðum fyrir veganista. Pítsudrottningin @sunnevaeinarsd Samfélagsmiðlastjarnan Sunn- eva Einarsdóttir elskar pítsu og segist borða flatbökur í hverri einustu viku. Instagram-sagan hennar er þó ekki aðeins full af pítsu heldur alls kyns góð- gæti sem hún fær sér, til dæmis hafragraut með frosnum hind- berjum sem hún gæðir sér á eftir æfingar. Hið fullkomna líf @tanjayr Fegurðardrottningin og bisness- konan Tanja Ýr virðist lifa hinu fullkomna lífi. Hún fer reglulega út að borða og leyfir fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast vel með því sem hún lætur ofan í sig. Hún ferðast einnig mjög reglulega og lumar á góðum matarráðum í útlöndum. Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is Sérréttur fitnessprinsessu @barabeautymakeup Fitnessprinsessan Bára Jóns- dóttir kunni ekkert að elda áður en hún byrjaði í fitness fyrir nokkru. Nú er hún hins vegar orðin ansi góð í einföld- um réttum og leyfir Insta- grömmurum að fylgjast vel með eldamennskunni. Hennar sérréttur? Próteinpönnukökur. Súrdeigskóngurinn @johanneshaukur Stórleikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson er afar lunkinn í eldhúsinu. Það er gaman að fylgjast með ævintýrum hans á Facebook, en að undanförnu hefur hann verið að fullkomna listina að búa til súrdeigsbrauð, með misgóðum árangri. Hráfæðiskökur og hollusta @ingibjorgegils Fyrirsætan Ingibjörg Egilsdóttir er dugleg að leika sér í eldhús- inu og birtir girnilegar myndir af afrakstrinum á sögu sinni á Instagram. Allt er þetta í hollari kantinum, til dæmis hráfæð- iskökur sem láta mann fá vatn í munninn og litríkir veganréttir. Ekki bara edik @solrundiego Sólrún Diego er ekki bara þrifnaðardrottning heldur er hún líka mjög dugleg að gefa uppskriftir í sögu sinni á Instagram. Þá birtir hún einnig vikumatseðil fjöl- skyldunnar til að veita öðrum innblástur. Sushi-sjúk @birgittalif Athafnakonan Birgitta Líf Björnsdóttir er mjög dugleg að gera vel við sig í mat og drykk og unun að fylgjast með henn- ar glæsta glamúrlífi. Hún borð- ar mikið af sushi, drekkur mik- ið af Nocco og er greinilega mikil smekkmanneskja þegar kemur að lystisemdum lífsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.