Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2019, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2019, Blaðsíða 25
Kærkominn vetur KYNNINGARBLAÐ Ábyrgðarmaður: Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir / kolla@dv.is Umsjón: Jóhanna María Einarsdóttir / johanna@dv.is Þjóðleikhúsið hefur verið afar duglegt að bjóða upp á flottar sýningar fyrir unga fólkið. „Okkur þykir mikilvægt að fá yngstu kynslóðirnar inn í leikhúsið og til þess þurfa sýningarnar að vera góðar. Við spörum ekkert til í barnasýningum því þetta er kynslóðin sem vex úr grasi og sækir svo leikhús- ið síðar meir,“ segir Atli Þór Albertsson, markaðsstjóri Þjóðleikhússins. Afar stolt af Ronju Langvinsælasta barna- og fjölskyldusýning landsins er án efa Ronja ræningja- dóttir. „Það er búið að vera smekkfullt alveg upp í rjáfur á fyrstu fimmtíu sýningunum og erum við þegar byrjuð að selja á sýningar í maí. Sýn- ingin er alveg sérlega vel heppnuð enda alveg einstakt hæfileikafólk sem að henni stendur. Við erum gífurlega stolt af því að hafa Ronju á sviðinu hjá okkur.“ Þitt eigið þrekvirki Fimmtudaginn 31. janúar var líklega eitt mesta þrekvirki íslenskrar barnaleiklistar- sögu frumsýnt í Kúlunni. Það er verkið Þitt eigið leikrit – Goðsaga. „Þrátt fyrir að vera sýnt í litlum sal þá er þetta líklega viðamesta verkið á fjölum Þjóðleikhússins í ár. Það er allavega tæknilegasta og flóknasta verkið okkar og alger nýjung þegar kem- ur að leikritun. Við þurftum m.a. að hanna kosningakerfi og búa til fjarstýringar fyrir hvern leikhúsgest, því þetta er ekki bara ein saga og ein framvinda, heldur ótal margar. Söguþráðurinn er settur í hendur áhorfenda sem stjórna framvindunni. Verkið er allajafna klukkutími í sýningu en rennslið á öllum framvinduleiðum verksins myndi taka heila sex tíma í flutningi. Þannig verður hver sýning ólík öðrum sýningum. Niðri í kjallara Kúlunnar er svo ótrúlega skemmtileg sýning með ýmsum munum sem tengjast leiksýningunni, eins og þurrkað víkingahöfuð, tönn úr Miðgarðsorminum og sjálfur Fenrisúlfur. Við erum líka sérlega stolt af því að hugmyndin að verkinu mót- aðist upprunalega í samvinnu fólks sem hér starfar. Þetta sama fólk útfærir, hannar og framkvæmir þann galdur sem við sjáum. Sýningin er því afrakstur þrotlausrar vinnu starfsmanna Þjóðleikhússins og að sjálfsögðu höfundarins, Ævars Þórs,“ segir Atli. Börnin á landsbyggðinni Eins og áður sagði er barna- starfið gífurlega stór hluti af starfi leikhússins en auk þess er eitt af markmiðum leikhússins að tengja það við landsbyggðina. „Á hverju ári förum við hringinn með eina sýningu og bjóðum börnum á landsbyggðinni að njóta. Okkur þykir mikilvægt að öll börn, óháð búsetu, eigi kost á að fara í leikhús því þetta er svo skemmtilegt og þroskandi listform,“ segir Atli. Þjóðleikur: Farsælt sam- starf Þjóðleikur er stórt og afar farsælt samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og fjölmargra menningarráða grunn- og framhaldsskóla, sveitarfé- laga og áhugaleikfélaga á landsbyggðinni. Þjóðleikhúsið veitir þeim leikhópum sem taka þátt í Þjóðleik aðstoð í formi faglegrar ráðgjafar og námskeiða þar sem tekið er á þáttum eins og sviðsetn- ingu, sviðstækni, leikstjórn og skipulagi æfingaferlis. „Með því að láta íslensk leikskáld skrifa ný íslensk leikrit fyrir leikhópana eflir Þjóðleikhús- ið að auki íslenska leikritun ásamt því að auka leiklistar- áhuga ungs fólks,“ segir Atli. Miðaverði stillt í hóf „Það sem kemur flestum á óvart þegar þeir fjárfesta í miðum á barna- og fjöl- skyldusýningarnar okkar er hvað miðaverðinu er haldið lágu. Það kostar t.d. ekki nema 4.500 kr. á Ronju ræningjadóttur og 3.900 kr. á Þitt eigið leikrit – Goðsaga. Miðaverð á smærri og styttri sýningar er enn fremur oft enn lægra,“ segir Atli. Nældu þér í miða á ein- hverja af þeim fjölmörgu sýningum sem Þjóðleikhúsið býður upp á í miðasölunni Hverfisgötu 19 eða á leik- husid.is Sími í miðasölu: 551-1200 Netfang: midasala@leik- husid.is Opið er í miðasölu frá 12–18 alla virka daga og á sýningardögum frá 12–20. n ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: Góðar barnasýningar kynda undir leikhúsáhuganum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.