Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2019, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2019, Blaðsíða 34
34 FÓKUS - VIÐTAL 1. febrúar 2019 Þ að er ekki að sjá á Ragnari að hann sé veikur þegar hann bankar upp á heima hjá blaðamanni á sunnu- degi, brosmildur og léttur í bragði, búinn að bregða sér yfir götuna, því Ísland er svo lítið að í ljós kom að aðeins nokkur hús skilja við- mælendur að í Hlíðunum. „Ég heiti Ragnar Jón Ragnars- son, nánast alltaf kallaður Humi, sem er gamalt og skemmtilegt gælunafn sem festist við mig þegar ég var 13 ára. Það er pínu eins og listamannsnafn, sem mér þykir voða vænt um,“ segir Ragnar. Hann er giftur, á tvo börn, dóttur sem er 10 ára og son sem er sjö ára, kennaramenntaður og hefur starfað hjá Isavia síðan árið 2015 í þjálfunarmálum. „Í einfald- aðri mynd þá kenni ég starfsfólki að slökkva eld og ryðja snjó á flug- velli. Ég er skrifstofurækja, vinn frá 9–17, þrjá daga í viku í Keflavík og tvo daga í Reykjavík, keyri á milli og hlusta rosa mikið á podkast,“ segir Ragnar og hlær. Menntaskólaárin tími vanlíðunar og þunglyndis Vanlíðanin hjá Ragnari byrjaði strax í gagnfræðaskóla, í 8.–10. bekk, og hann segist seinna hafa lesið sér til og yfirleitt komi áhrif geðhvarfasýki ekki fram fyrr en eft- ir grunnskólaaldur, eða kringum tvítugt. Á öðru eða þriðja ári í menntaskóla byrjuðu svo geð- sveiflurnar og á sama tíma byrjaði Ragnar að drekka meira og reykja sígarettur. „Ég drakk til að slæva þung- lyndið, og ég man að ég drakk líka þegar ég var manískur og ég drakk þangað til ég fór í blakkát. Á einhverjum tímapunkti hugs- aði ég að þetta væri ekki gott, ekki sniðugt. Svo kom næsta helgi, eða þar næsta helgi og geðveikin var komin aftur. Ég drakk til að slæva þetta og halda því niðri. Á síð- asta ári í menntaskóla fór þung- lyndið að bíta mig mikið, ég fór að hætta að mæta í skólann, en var ekki farinn að missa tökin á raun- veruleikanum heldur leið mér bara ömurlega,“ segir Ragnar sem segist hafa skrönglað gegnum síð- asta árið og hann skilji ekki alveg hvernig. „Ég man ágætlega eftir stúd- entsprófunum og það hitti þannig á að ég tók þau í geðhæð svo ég gat vakað allar nætur, rosa peppaður og þurfti ekkert að sofa. Í eitt skipti vorum ég og vinkona mín bæði ósofin á leið í mjög erfitt próf og ég spurði hana hvernig þetta ætti að ganga upp hjá okkur, 14 próf í heildina, þarna erum við á prófi 11 og hún segir þessa frábæru setn- ingu: „Hlutirnir hafa afgerandi til- hneigingu til að reddast.“ Sem þeir gerðu þarna, ég út- skrifaðist. Ég man samt lítið eftir menntaskólaárunum og þegar fólk er að rifja eitthvað upp frá þeim tíma, þá segi oft bara „nei ég man það ekki“.“ Hélt að geðrof væri að vera í hvítum serk og segjast vera Jesús „Síðan kemur fyrsta alvöru manían þar sem ég byrja að missa tengslin við raunveruleikann. Og það sem ég hef lært eftir að ég greinist er að þetta orð, geðrof, er miklu flóknara og stærra en ég hélt. Ég hélt að geðrof væri að maður stæði ein- hvers staðar í hvítum serk og segði „ég er Jesús,“ eða „ég er Napóleon,“ með sverð og skrítinn hatt. En það er svona bíómyndar- eða popp- menningarútgáfa af geðrofi,“ segir Ragnar. „Næstu ár verður það svo þannig að það sem gerist í heil- anum á mér og það sem ég upp- lifi er ekki það sama og er að gerast í raunveruleikanum. Veruleikan- um sem þið hin sjáið. Það er eitt- hvert rof þarna á milli og geðlækn- irinn minn útskýrði fyrir mér að það væri líka geðrof. Það sem er að gerast í heilanum á mér er raun- veruleikinn og þú getur ekki sann- fært mig um að það sem ég upplifi sé nokkuð öðruvísi.“ Á þessum tíma vann Ragnar sem sölumaður í Kaupþingi, á þeim tíma sem ríkti manískt ástand í bönkum landsins, og seg- ist hann líklega ekki móðga neinn með þvi að segja að hann hafi passað vel þar inn. „Ég hef stundum kallað þetta bankamaníuna, ég var agalega spliffaður gaur í jakkafötum, al- gjörlega ruglaður. Á þessum tíma var The Secret vinsælt, og maður átti að sjá fyrir sér milljónkall og Afgreiðum HÁDEGISMAT Í BÖKKUM alla daga ársins til fyrirtækja og stofnana GÆÐA BAKKAMATUR Mismunandi réttir ALLA DAGA VIKUNNAR Hólshraun 3, 220 Hafnarfjörður / S 555 18 10 og 565 1810 / veislulist@veislulist.is / veislulist.is HRINGDU OG PANTAÐU Í SÍMA 555 1810 Ragnar Jón Humi Ragnarsson var 26 ára þegar hann var greindur með geðhvarfasýki árið 2013. Hann segir að þungu fargi hafi verið létt af honum þegar hann fékk loksins að vita hvað var að honum en hann hafði glímt við þunglyndi frá mennta- skólaaldri. Eftir mikla sjálfsvinnu hefur hann lært inn á sjálfan sig og veikindi sín og nýtur daglegrar rútínu og hversdagslífs. Blaðamaður DV settist niður með nafna sínum og ræddi hversdaginn, veikindin, batann til betra lífs og baklandið sem er stoð og stytta Ragnars. „Ég er ekki sjúklingur, en ég passa að muna að ég er veikur“ Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is MYNDIR; HANNA/DV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.