Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2019, Side 22
22 FÓKUS - VIÐTAL 1. febrúar 2019
NÆSTI KAFLI HEFST HJÁ OKKUR
SPÓAHÖFÐI, 270 MOSFELLSBÆR
75.500.000 kr.
Tegund
Stærð
Herbergi
Raðhús á tveimur hæðum
179 M2
6
69.900.000 kr.
Tegund
Stærð
Herbergi
Einbýli
175 M2
6
Bjó
ðu
m
up
pá
frít
t s
ölu
ve
rðm
at
DALPRÝÐI, 210 GARÐABÆR
89.900.000 kr.
Tegund
Stærð
Herbergi
parhús á einni hæð
201 M2
4
Grensásvegi 13 / 108 Reykjavík / S. 570 4800
BJARGARTANGI, 270 MOSFELLSBÆR
Fólk leyfir sér að segja
ótrúlegustu hluti
Kristín segir þau Brynjólf verða
fyrir einhvers konar áreiti dags-
daglega og fólk stoppi þau daglega
á förnum vegi til þess að spjalla
eða fá að taka myndir af þeim.
„Já, það kemur fyrir og við höf-
um bara gaman af því. Ég get ekki
sagt að við höfum lent í erfiðleik-
um með fylgjendur en þegar fylgj-
endahópurinn er orðinn svona
stór þá fær maður af og til leiðin-
legar athugasemdir, sérstaklega
eftir að við eignuðumst Storm.
Fólk hefur alls konar skoðanir á
manni og leyfir sér að segja ótrú-
legustu hluti. Yfirleitt er þetta þó
bara gaman og krydd í tilveruna.
Við setjum einungis inn efni eftir
hentisemi, höldum ekki út neinu
skipulögðu þema, bara grín og
glens.“
Kristín segir þau ekki vera orðin
þreytt á að snappa enda fylgi því
engar kröfur.
„Ef ég er ekki í skapi til þess að
setja eitthvert efni inn, þá geri ég
það ekki og það er enginn að kippa
sér upp við það. Það koma tímar
þar sem maður fær ógeð á samfé-
lagsmiðlum í heildina, því þeir eru
mikill tímaþjófur. Það er eitthvað
sem ég held að flestir upplifi af
og til. Við látum þetta ekki stjórna
okkur á neinn hátt, erum bara að
snappa í okkar frítíma af okkar
daglega lífi. Sumt er fyndið, ann-
að er hversdagslegt og stundum
tökum við að okkur verkefni sem
krefst ákveðinnar birtingar.“
Spila eftir eyranu
Það kom aldrei til tals hjá þeim að
hætta með opið snapp þrátt fyrir
að Kristín væri orðin ólétt, eða
eftir að hún átti, enda fundu þau
fyrir miklum áhuga frá fylgjend-
um sínum eftir að þau tilkynntu að
Kristín ætti von á sér.
„Við fundum fyrir miklum
áhuga og mörgum fannst gaman
að fylgjast með meðgöngunni og
öllu sem við vorum að stússa í
kringum það að eiga barn. Með-
gangan gekk líka heilt yfir mjög
vel. Ef þú spyrð Binna þá færðu
örugglega annað svar, en ótrúleg-
ustu hlutir fóru í taugarnar á mér.
Auðvitað komu erfiðir dagar og
þá dró ég mig einfaldlega í hlé eða
deildi því með fólki.“
Kristín segir fylgjendur þeirra
hafa beðið þess með eftirvæntingu
að fá fréttir af fæðingu Storms, en
að þau hafi aldrei upplifað nei-
kvæða pressu.
„Fólk var auðvitað spennt og
spurningum og hamingjuóskum
rigndi yfir okkur. En við fundum
ekki fyrir neinni neikvæðri pressu
sem við spáðum í. Við svifum bara
um á ljósrauðu skýi og gerum enn.
Fjölskyldulífið hefur lagst mjög vel
í okkur og Stormur hefur braggast
rosalega vel. Það hefur allt gengið
lygilega vel og við vorum ákveðin í
því frá upphafi að láta það að eign-
ast barn ekki stoppa okkur í því að
lifa lífinu, heldur aðlaga barnið að
okkur. Við fórum meðal annars
með Storm mánaðar gamlan til
Berlínar í íbúð sem foreldrar mínir
eiga, með samþykki ljósmæðra og
lækna að sjálfsögðu. Það var yndis-
legur tími. Við höfum ekki verið að
stressa okkur mikið á hlutunum,
heldur spilað þá eftir eyranu og ég
tel að það sé lykilþáttur í því hvað
Stormur er rólegur og góður. Það
hefur ekki haft nein áhrif á okkur
að sinna þessu nýja hlutverki sem
foreldrar ásamt því að snappa.
Stormur er alltaf númer 1,2 og 3.
Allt annað er auka.“
Vill flytja til Kaupmannahafnar
Kristín segir það koma fyrir að
fólk hafi leitað til hennar varð-
andi ráð um börn, en að það sé
þá aðallega hvar hún kaupi föt og
dót fyrir hann og hvernig það hafi
reynst henni. Aðspurð hvaða eina
ráð hún myndi gefa fólki varðandi
börn segir Kristín: „Eins og ég kom
inn á áðan, vera bara róleg og leyfa
hlutunum að gerast áður en mað-
ur fer að stressa sig á þeim. Ég var
búin að lesa margar reynslusögur
kvenna sem áttu í erfiðleikum með
brjóstagjöf og var farin að kvíða
henni mjög mikið. Síðan mjólka
ég eins og verðlaunabelja og hann
tók brjóstið frá fyrsta degi. Þannig
að allar þessar áhyggjur voru í
raun óþarfar.“
Þegar Kristín er spurð út í fram-
tíðina segir hún:
„Við erum enn þá að venjast líf-
inu og þreifa fyrir okkur sem fjöl-
skylda en næstu skref ráðast svo-
lítið af því hvort Stormur kemst inn
á leikskóla eða til dagmömmu. Þá
get ég farið að vinna aftur og rútín-
an hafist. Það er draumur hjá mér
að flytjast til Kaupmannahafnar og
jafnvel bæta við mig menntun þar.
Ég er enn þá að selja Binna hug-
myndina, svo við sjáum hvernig
rætist úr því. Við munum halda
áfram að snappa á meðan okkur
finnst það gaman og svo kemur
hitt bara í ljós.“ n
„Við mun-
um halda
áfram að snappa
á meðan okkur
finnst það gaman
Kristín Pétursdóttir ásamt Brynjólfi Löve Mogen-
sen og syni þeirra Stormi Löve Brynjólfssyni.
Kristín Pétursdóttir og Stormur Löve Brynjólfsson.