Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2019, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2019, Blaðsíða 44
44 FÓKUS 1. febrúar 2019 Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Í LEIT AÐ GÖMLU REYKJAVÍK Miðbær Reykjavíkur er stöðugt að breytast og stækka samfara auknum ferðamannastraumi. Sífellt verður erfiðara að finna „gömlu Reykjavík“ innan um nýtísku hótel og verslanir. Þó er enn hægt að finna anda gamla tímans á stöku stað. DV fór í miðbæjarferð til að finna þessa staði. Við Klapparstíg 25–27 stendur fornbókaverslunin Bókin og við búðarborðið eigandinn Ari Bragason. Bókin er um hálfrar aldar gömul og ein langlífasta fornbókaverslun landsins. Þegar Ari var á menntaskólaaldri voru fornbókabúðirnar um fimmtán talsins. „Við pabbi störfuðum hérna saman en Bókina keypti ég árið 1997 eða 1998,“ segir Ari. Faðir hans er Bragi Kristjónsson, sem landsmönnum er að góðu kunn- ur úr þáttunum Kiljunni. Versl- unin hefur verið starfrækt á ýms- um stöðum í Reykjavík. „Plássið hérna á Klapparstígnum fékk ég árið 2001 og Bókin hefur ver- ið hér síðan. Um tíma var búðin á Grundarstígnum og eitt sinn á Laugavegi 1.“ Ari segist hafa haldið búðinni í hinum gamla stíl. „Ég held mig við þessa upp- runalegu þrjátíu efnisflokka og hef ekki túristavætt búðina. En þó kemur gríðarlega mikið af túrist- um hingað.“ Leggja rithöfundar og skáld ekki leið sína í búðina? „Jú, jú. Þetta er fjölbreyttur hópur sem kemur hingað og skemmtilegur þverskurður af mannlífinu. Andinn hérna er góður.“ Um tíma var verslun Otto A. Michelsen í rýminu. Einnig barnavöruverslunin Fífa. „Hér var einnig Sparisjóður- inn Pundið og stór manngengur peningaskápur. Þetta var nokkurs konar lána- og eignaumsýslu- sjóður Hvítasunnusafnaðarins.“ Ari Bragason Tók við rekstrin- um fyrir rúmum 20 árum. Vinsæl meðal rithöfunda Hýsti áður Sparisjóðinn Pundið. Mokka-kaffi á Skólavörðustíg 3a er miklu meira en venjulegt kaffihús í Reykjavík. Staðurinn er menningarstofnun í sjálfri sér enda hafa þar ávallt verið settar upp myndlistarsýningar. Hjónin Guðmundur Baldvinsson og Guðný Guðjónsdóttir stofn- uðu Mokka fyrir rúmum sextíu árum, árið 1958. Áður var í húsnæðinu veitingastaður- inn Vega. Guðný er enn þá eigandi og dóttir þeirra Oddný rekur staðinn í dag. Hún segir staðinn hafa lítið breyst í gegnum árin: „Pabbi fór út til að læra óperusöng á Ítalíu. Þar umgekkst hann marga listamenn sem urðu vinir hans. Þegar hann opnaði Mokka við heimkomuna sóttu þeir í veggina og þannig byrjaði þessi hefð. Það hafa alltaf verið sýningar hérna.“ Oddný segir að staðurinn hafi alltaf haft fastagesti úr listaheiminum. „Margir sem eru orðnir nöfn í dag byrj- uðu að sýna hjá okkur. Við höfum alltaf haft dyrnar opnar fyrir þekkta sem óþekkta lista- menn.“ Söluturninn Vitinn við Laugaveg 62 er ein af síðustu sjoppunum í mið- bæ Reykjavíkur. Við búðarborðið standa Hrafnhildur Egilsdóttir og maður hennar, Halldór Bergdal Baldursson, og hafa gert undan- farin átta ár. Vitinn var stofnaður á þessum stað fyrir 42 árum. Halldór segir að Vitinn sé þekkt- astur fyrir góða þjónustu, rúnn- stykki og samlokur á góðu verði og svo auðvitað pulsurnar. „Þetta er eina sjoppan hérna á stóru svæði, fyrir utan Vikivaka sem er á Barónsstíg. Svo er reyndar önnur í Bankastræti en hún hefur verið stíluð inn á túristana.“ Þannig að fólk kemur til ykkar til að komast í þessa gömlu stemn- ingu? „Já, fólk gerir það. Sérstaklega eldra fólkið úr hverfinu sem kemur á morgnana, les blöðin, spjallar og fær sér kaffi.“ Vitinn Ein af síð- ustu sjoppunum í miðbænum. Söluturn í 42 ár Eldra fólkið í hverfinu leitar gamla tímans. EIN SÍÐASTA FORNBÓKABÚÐIN ATHVARF LISTAMANNA FRÆG FYRIR PULSURNAR Mokka Sextíu ára síðastliðið vor. Athvarf listamanna Stofnandinn kynntist listafólki í óperunámi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.