Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2019, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2019, Qupperneq 20
20 UMRÆÐA Sandkorn 1. febrúar 2019 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur Suðurlandsbraut 14 2. hæð 108 Reykjavík FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS Stílbrot í Vogahverfi A llir eru sammála um að frumskylda hins opinbera er að halda uppi grunn- þjónustu. Starfrækja skóla, heilbrigðisþjónustu, leggja vegi og halda upp eðlilegri og lýð- ræðislegri stjórnsýslu. Þegar hið opinbera gerir eitthvað sem ekki telst til þessara þátta heyrast nán- ast undantekningarlaust gagn- rýnisraddir. Af hverju kostar þetta svona mikið? Hver er forgangsröð- unin? Af hverju á þessum stað? Af hverju þessi en ekki hinn? Þetta eru allt saman mjög skilj- anlegar vangaveltur sem fulltrú- ar ríkis og sveitarfélaga verða að hafa í huga. Til dæmis þegar þeir gefa leyfi fyrir og veita fjármagni til listaverka í almannarými. Flestir telja uppsetningu lista- verka ekki til grunnþjónustu og því verður að vanda til verka. Þýðir þetta að engum fjármun- um ætti að verja til þessa mála- flokks? Nei. Hver vill búa í list- lausri borg og hver vill heimsækja hana? Almenningsrýmið verður að vera aðlaðandi fyrir bæði íbúa og útlendinga sem hafa um nóg að velja í ferðamannabæklingum sín- um. Það eru ekki myndir af leik- skólum og spítölum í þeim bæk- lingum, heldur glæsilegum og einkennandi mannvirkjum, sem prýða staðina, eða náttúran. Það er hlutverk hins opinbera að hampa íslenskri list og koma henni á framfæri. Við Íslendingar erum svo lánsamir að eiga her af listafólki í öllum geirum sem hef- ur áhuga á að gefa af sér og auðga samfélagið. Hver staður á að vera auglýsing fyrir menninguna, og almannarýmið er vettvangurinn. Hvort það eru listaverk sem höfða til landslagsins eða náttúrunnar, glæsilegar byggingar í gömlum eða nýjum stíl eða styttur af fólki úr Íslandssögunni, já eða þjóð- sagnapersónum. Abstrakt list á einnig fullkomlega rétt á sér enda er hún stór og merkilegur hluti af íslenskri menningu. Stundum kemur það fyrir að handhafar hins opinbera fara al- gerlega út af sporinu. Pálmatrén tvö sem eiga að rísa í Vogahverf- inu er fyrirtaks dæmi um það. Ekki er að sjá að verkið hafi neina tengingu við íslenska menningu, Ísland, Reykjavík eða Vogahverf- ið. Ekki frekar en stytta af Jóhönnu af Örk eða Elvis Presley. Þetta er ekki sagt í einhverjum þjóðremb- ingi heldur furðu. Listaverk í al- menningsrými þurfa alls ekkert öll að vera af dauðum þingmönn- um og sauðkindum. Þótt ólist- lærður sé leyfi ég mér að grípa til orðsins stílbrot. Nema að verkið sé fyrsti liðurinn í að gera borgina að einhvers konar alheimsbræðingi. Litlu Las Vegas. Staðsetningin er vissulega eitt- hvað sem þarf að hafa í huga og því ber að taka fagnandi að Voga- hverfið hafi orðið fyrir valinu. List bera að dreifa um öll hverfi borg- arinnar, bæði fyrir íbúana þar og þau fyrirtæki sem starfrækt eru. Grafarvogur, Breiðholt, Árbær, Norðlingaholt. Ekkert hverfi skal undanskilið. Kostnaðurinn skiptir auðvitað miklu máli og er oftast nær það sem harðast er gagnrýnt. Á það vel við í þessu tilviki þar sem kostn- aðurinn er metinn á 140 milljónir og í ljósi reynslunnar verður hann mun hærri. Þegar verið er að veita fjármagni til verkefna sem telj- ast ekki til grunnþjónustu verður að passa vel upp á hverja einustu krónu. Þetta er ekki flókið mál og þeim sem fara með ákvörðunar- valdið er ekki vorkunn. Ef vandað er til verka er hægt að byggja upp borg sem prýði er að samfara því að halda uppi öflugri grunnþjón- ustu. n Leiðari Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Spurning vikunnar Hvernig líst þér á áætlanir um pálmatré í Vogahverfinu? „Ég rétt sá þetta í fréttum. Ef þetta er eins og haldið er fram er þetta alger sóun“ Margrét Martin „Ég er ekki viss um að þau lifi lengi“ Ester Gunnarsdóttir „Ég hef ekki kynnt mér það“ Björn Bjarnarson „Mér líst engan veginn á þær“ Guðmundur Viggósson Nægur tími Uppnám varð í vikunni vegna þess að meirihluti ríkisstjórn- arinnar neitaði að kjósa nýjan formann umhverfis- og sam- göngunefndar í stað Bergþórs Ólasonar. Vilhjálmur Árnason nefndarmaður bar því við að ekki væri hægt að taka slíka ákvörðun í skyndi og án sam- ráðs. Klaustursmálið kom upp í nóv- ember árið 2018. Nú er kom- inn febrúar árið 2019 og þing- flokksformenn meirihlutans hafa haft nægan tíma til að ákveða þetta. Enda hefur það verið fyrirsjáanlegt að Bergþór sneri aftur. Ljóst er því að þessi fyrir- sláttur Vilhjálms gengur ekki upp og því óhætt að álykta að meirihlutinn vilji hafa Bergþór áfram. Þægir ungliðar VG Eftirtektarvert er hversu vel upp aldir ungliðar Vinstri grænna eru. Aldrei heyrist píp frá þeim varðandi hitamál í þinginu eða borgarstjórn enda eru foreldrarnir í stjórn á báðum stöðum. Áður fyrr voru ungir sósíalistar róttækir og létu skoðanir sín- ar heyrast. Árið 1970 flutti Æskulýðsfylkingin af foreldraheimilinu, Alþýðu- bandalaginu, og stofnaði eigið bú um tíma. Allar götur síðan hafa ungliðar sósíalista verið óhræddir við að gagnrýna full- trúa flokksins og segja sig úr honum ef svo ber undir. UVG mótmæltu stjórnarmynd- unarviðræðum haustið 2017 af veikum mætti en ekki hót meir. Síðan þá hafa þeir aðallega talað fyrir réttindum samkyn- hneigðra, #metoo-byltingunni, réttindum flóttafólks og gegn stríði. Allt óumdeild og þægi- leg mál en af nógu er að taka í óþægilegum málunum. „Hver vill búa í list- lausri borg og hver vill heimsækja hana? Vond hugmynd Pálmatré í Vogahverfi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.