Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2019, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2019, Síða 48
48 FÓKUS 1. febrúar 2019 Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202 Ryðga ekki Brotna ekki HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt HÉR BÚA TÍSKUDROTTNINGAR OG KÓNGAR DV heldur áfram að skoða hvernig full- trúar hinna ýmsu stétta hafa komið sér fyrir á fasteignamarkaði. Áður hefur DV skoðað hvernig stjórn- endur bankanna búa, sem og full- trúar launþega, stjórnendur líf- eyrissjóðanna og forstjórar hinna ýmsu stórfyrirtækja. Í þetta sinn er komið að þeim sem skapað hafa tísku lands- manna, margir til fjölda ára, hönnuðum og/eða eigendum hinna ýmsa tískuverslana lands- ins. DV fletti upp á heimilum tíu einstaklinga og kaupverði eign- anna. Kennir þar ýmissa grasa. Athygli vekur að flestir þeirra velja að búa í miðbæ Reykjavíkur, enda eru nokkrar verslananna staðsettar þar, og/eða hófu starfsemi sína þar. Hæsta kaupverðið á tísku- heimili var 105 milljónir króna en lægsta kaupverðið var tæplega 23 milljónir króna. Hafa verður í huga að hæsta verðið var greitt 2013, en hið lægsta 2004. Nokkur stærðar- munur er á eignunum, stærsta tískuhúsið er heilir 617 fermetrar og það minnsta er 87 fermetrar að stærð. Lindargata 25 Kormákur Geirharðsson, annar eigenda Kormáks & Skjaldar, og kona hans, Dýrleif Ýr Örlygsdóttir, búa í fallegu 236 fermetra húsi sem byggt var árið 1906. Kormákur keypti fyrsta hluta hússins árið 1993, og síðan hafa þau eignast allt húsið sem er á þremur hæðum. Falleg eign á frá- bærum stað í hjarta miðbæjarins. Lindargata 37 Marta Árnadóttir, önnur systranna sem eiga og kenndar eru við Vero Moda/Best Seller-veldið, býr á áttundu hæð í Skuggahverfinu, en blokkin var byggð árið 2010. Íbúðin er 198 fer- metrar, keypt í desember 2013 og var kaupverðið 105 milljónir króna. Glæsileg eign með frábæru útsýni yfir miðborgina, sjóinn og Esjuna. Kvistaland 1 Svava Johansen, sem ávallt er kennd við 17, býr ásamt manni sínum, Birni K. Sveinbjörnssyni, í 441 fermetra húsi sem byggt var árið 1973. Húsið keyptu þau í ágúst 2008 og var kaup- verðið 110 milljónir króna. Falleg eign í náttúrufegurðinni í Foss- vogsdal. Rauðagerði 51 Hjónin Kristín Birgisdóttir og Heiðar Sigurðsson, eigendur Felds, búa í 305 fermetra húsi sem byggt var árið 1981. Húsið keyptu þau af Eimskipafélaginu árið 1992 með makaskiptum. Glæsileg eign í Gerðunum. Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.