Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2019, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2019, Blaðsíða 48
48 FÓKUS 1. febrúar 2019 Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202 Ryðga ekki Brotna ekki HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt HÉR BÚA TÍSKUDROTTNINGAR OG KÓNGAR DV heldur áfram að skoða hvernig full- trúar hinna ýmsu stétta hafa komið sér fyrir á fasteignamarkaði. Áður hefur DV skoðað hvernig stjórn- endur bankanna búa, sem og full- trúar launþega, stjórnendur líf- eyrissjóðanna og forstjórar hinna ýmsu stórfyrirtækja. Í þetta sinn er komið að þeim sem skapað hafa tísku lands- manna, margir til fjölda ára, hönnuðum og/eða eigendum hinna ýmsa tískuverslana lands- ins. DV fletti upp á heimilum tíu einstaklinga og kaupverði eign- anna. Kennir þar ýmissa grasa. Athygli vekur að flestir þeirra velja að búa í miðbæ Reykjavíkur, enda eru nokkrar verslananna staðsettar þar, og/eða hófu starfsemi sína þar. Hæsta kaupverðið á tísku- heimili var 105 milljónir króna en lægsta kaupverðið var tæplega 23 milljónir króna. Hafa verður í huga að hæsta verðið var greitt 2013, en hið lægsta 2004. Nokkur stærðar- munur er á eignunum, stærsta tískuhúsið er heilir 617 fermetrar og það minnsta er 87 fermetrar að stærð. Lindargata 25 Kormákur Geirharðsson, annar eigenda Kormáks & Skjaldar, og kona hans, Dýrleif Ýr Örlygsdóttir, búa í fallegu 236 fermetra húsi sem byggt var árið 1906. Kormákur keypti fyrsta hluta hússins árið 1993, og síðan hafa þau eignast allt húsið sem er á þremur hæðum. Falleg eign á frá- bærum stað í hjarta miðbæjarins. Lindargata 37 Marta Árnadóttir, önnur systranna sem eiga og kenndar eru við Vero Moda/Best Seller-veldið, býr á áttundu hæð í Skuggahverfinu, en blokkin var byggð árið 2010. Íbúðin er 198 fer- metrar, keypt í desember 2013 og var kaupverðið 105 milljónir króna. Glæsileg eign með frábæru útsýni yfir miðborgina, sjóinn og Esjuna. Kvistaland 1 Svava Johansen, sem ávallt er kennd við 17, býr ásamt manni sínum, Birni K. Sveinbjörnssyni, í 441 fermetra húsi sem byggt var árið 1973. Húsið keyptu þau í ágúst 2008 og var kaup- verðið 110 milljónir króna. Falleg eign í náttúrufegurðinni í Foss- vogsdal. Rauðagerði 51 Hjónin Kristín Birgisdóttir og Heiðar Sigurðsson, eigendur Felds, búa í 305 fermetra húsi sem byggt var árið 1981. Húsið keyptu þau af Eimskipafélaginu árið 1992 með makaskiptum. Glæsileg eign í Gerðunum. Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.