Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2019, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2019, Blaðsíða 40
40 Tímavélin Gamla auglýsinginVísir 29. maí 1981 1. febrúar 2019 SIGLDU SAMAN ÚT Í OPINN DAUÐANN n Efnilegasta skáld þjóðarinnar n Samdi textann við Hvíta máva n Líkin fundust eftir mánuð E ina nótt í maí árið 1963 hurfu tveir ungir menn í Reykjavík, þeir Björn Bragi Magnús­ son og Jón Björnsson. Björn Bragi var eitt efnilegasta skáld þjóðarinnar sem einnig hafði getið sér gott orðspor sem textahöfund­ ur dægurlaga. Þar á meðal fyrir hið vinsæla sjómannalag Hvítir mávar. Þessa sömu nótt hvarf trilla úr fjöru­ borðinu á Granda og síðar kom í ljós að þeir höfðu haldið á henni út á sjó. Trillan var botnfleka­ og stýrislaus sem gefur til kynna að Björn Bragi og Jón hafi vitað að þeir sigldu út í opinn dauðann. Mánuði síðar fund­ ust lík þeirra rekin á fjörur og spurn­ ingar hafa vaknað um hvað hafi leg­ ið fyrir þeim. Ungskáld Björn Bragi Magnússon var aðeins sextán ára gamall þegar hann lét á sér kræla sem skáld. En sjö ára hóf hann að yrkja. Björn var fæddur árið 1940 og haustið 1956 gaf hann út ljóðabókina Hófatak. Björn var sonur Magnúsar Ástmannssonar, bæjar fulltrúa og forstjóra Gutenberg prentsmiðjunnar. Starfaði Björn hjá föður sínum sem prentari sam­ fara námi og að því loknu. Á sextíu ára afmæli Hins íslenska prentara­ félags, árið 1957, kom hann fram í útvarpinu og flutti eigin skáldskap. Þetta sama ár giftist hann Jóhönnu Ragnarsdóttur sem starfaði við bók­ band hjá Gutenberg. Björn var í einstakri aðstöðu til að koma skáldskap sínum á fram­ færi og setti hann yfirleitt á prent um leið og hann hafði ort. Björn naut þess einnig að þekkja Þórberg Þórðarson, eitt besta skáld Íslands­ sögunnar. Eiginkona Þórbergs, Sól­ rún Jónsdóttir, var frænka Björns og þau hjónin bjuggu í næsta nágrenni. Áður en Björn gaf út Hófatak fékk hann Þórberg til að lesa hana yfir. Í viðtali við Alþýðublaðið vorið 1957 sagði Björn Þórberg hvorki hafa hvatt hann né latt til útgáfunnar. En hann hafi viljað koma sér á fram­ færi. „Mér finnst ég hafa sloppið vel frá þessu,“ sagði Björn. Í sama viðtali sagðist Björn hafa ort um eiginkonu sína. „Kvæðið Hanna, sem kynnt var í útvarpinu fyrir nokkrum vikum er einmitt um hana. Ég hef ort ansi mikið um konur. Til dæmis get ég nefnt kvæðið Klara. Það birtist í bók­ inni og byrjar svona: Hví siturðu hljóð við hafið blátt? Með hendur í skauti og mælir fátt. Hví vakirðu fram á niðdimma nátt? Til norðurs þín augu stara. Þú veist, að hug minn þú allan átt, og ást mína, ljúfa Klara.“ Lokaerindið hljómar svo: „Og hafrænan okkur á bylgjum bar, til brennandi ástarheima.“ Björn leit fyrst og fremst til seinni tíma skálda og í mestu uppáhaldi voru helstu öndvegis­ skáld þess tíma, Davíð Stefáns­ son frá Fagraskógi og Tómas Guðmundsson. En að einhverju leyti leit hann upp til eldri skálda svo sem Bólu­Hjálmars. Sjálfur orti Björn stuðluð kvæði með höfuðstöfum. Magnús var odd­ viti Alþýðuflokksins í Reykjavík og sonur hans fékk því góðan að­ gang að síðum Alþýðublaðsins til þess að birta verk sín. Einnig var hann með reglulegan tónlistar­ dálk í Tímanum. Hvítir mávar Árið 1958 gaf hann út aðra ljóða­ bók, Dögg í grasi. Fékk hann kvæði úr henni víða birt, bæði á síðum dagblaðanna og upples­ in í útvarpinu. Árið eftir kom út lag sem átti eftir að gera Björn Braga þekktan, nefnilega Hvítir mávar í flutningi hinnar sautján ára gömlu Helenu Eyjólfsdóttur. Var lagið þýskt að uppruna en með texta Björns. Lagið sló í gegn bæði sem dægurlag og sjó­ mannalag. „Hvítir mávar segið þið honum, að mitt hjarta slái aðeins fyrir hann,“ var textabrot sem allir kunnu. Þetta ár eign­ uðust Björn Bragi og Jóhanna einnig dóttur. Björn Bragi skrifaði fleiri dægur lagatexta á þessum árum. En hans aðalstarf var sem setjari hjá Gutenberg. Um tíma starfaði hann einnig erlendis, í Noregi, Danmörku og í Finnlandi. Tveir menn og ein trilla Fimmtudaginn 16. maí var greint frá því í dagblöðum að trillubát hefði verið stolið úr fjöruborðinu við Eiðsgranda tveimur dögum fyrr. Þar sem öskuhaugarnir voru. Var þetta fimm metra lang­ ur norskur bátur, svartur að neð­ an en hvítur að ofan og með grænan borðstokk. Miðað við vegsummerki hafði hann verið sjósettur á spýtum og var leitað með fram sjó að honum. Einnig var lýst eftir bátnum til Akraness, Borgarness og Keflavíkur. Laugardaginn 18. maí var greint frá því í útvarpi að tveir ungir menn hefðu horfið spor­ laust sömu nótt og báturinn. Var hvarf þeirra sett í samhengi við trilluhvarfið. Lýsingin á þeim var eftirfarandi: „Jón Björnsson, Blönduhlíð 12, tvítugur; var klæddur mó­ brúnum jakka og gráleitum bux­ um, berhöfðaður og frakkalaus. Jón er með skolleitt hár, meðal­ maður á hæð en grannvaxinn. Hinn er Björn Bragi Magnússon, Granaskjóli 26, 23 ára gamall, meðalhár, grannur, dökkhærður með lítið yfirvaraskegg. Lýsing á fatnaði var ekki fyrir hendi hjá lögreglu.“ Jón hafði starfað sem skrif­ stofumaður hjá Mjólkursam­ sölunni en hafði hug á tann­ læknanámi. Hann var einnig mikill knattspyrnuáhugamað­ ur og þjálfaði yngri pilta hjá Val. Hann fór af heimili foreldra sinna klukkan eitt þessa nótt og sömu nótt var heimafólk hjá Birni vart við að hann fékk heim­ sókn frá ungum manni. Þekkti heimafólk þar ekki manninn. Björn Bragi og Jón Vísir 21. maí 1963. Helena Eyjólfsdóttir Söng lagið Hvítir mávar árið 1959. Björn Bragi Magnússon Gaf út ljóða- bók sextán ára. BORÐPLÖTUR OG SÓLBEKKIR Sérsmíðum eftir óskum hvers og eins Gylfaflöt 6-8 / S. 587 6688 / fanntofell.is Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.