Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2019, Síða 45
FÓKUS 451. febrúar 2019
EIGUM MARGA
LITI Á LAGER
Nánari upplýsingar á
mt.is og í s: 580 4500
HANNAÐ FYRIR
ÍSLENSKT VEÐURFAR
ÁLKLÆÐNINGAR
& UNDIRKERFI
Í LEIT AÐ GÖMLU REYKJAVÍK
Rakarastofa feðganna Ragnars og Harðar stend-
ur við Vesturgötu 48 í húsi sem er orðið meira en
aldar gamalt. Stofan var stofnuð árið 1957 og hét
þá Rakarastofa Harðar og Trausta. Ragnar Heið-
ar Harðarson tók við rekstrinum fyrir tólf árum.
„Stofan hefur ekki tekið miklum breytingum
en hún sneri öðruvísi þá. Stólarnir eru uppruna-
legir og innréttingin, en vitaskuld hefur verið
skipt um spegla og aðra smáhluti.“
Faðir hans, Hörður Þórarinsson, var þekktur
rakari og hafði marga fastakúnna, ráðherra og
fleiri.
„Hann byrjaði sextán ára og stóð við stólinn í
sextíu ár,“ segir Ragnar.
Hvað var hér áður?
„Hér var eitt sinn saumastofa, búð Silla og
Valda var hérna líka. Á stríðsárunum var hérna
kaffihús eða sjoppa. Þessi hluti af húsinu er
byggður 1915 eða 1916 og það hefur alltaf verið
rekstur hérna.“
Rakarastofa
Ragnars
og Harðar
Ráðamenn og
fleiri hafa verið
fastagestir.
Upprunalegt Innréttingarnar frá 1957.
Við Laugaveg 76 stendur ein af langlífustu verslunum
landsins, Vinnufatabúðin. Hún var stofnuð af Þórarni Kjart-
anssyni fyrir 75 árum og hefur haldist í fjölskyldunni síðan.
Síðan 1997 hefur Þorgeir Daníelsson, barnabarn Þórarins,
rekið verslunina.
„Hann byggði húsið sjálfur, með tíu börn og allt saman,“
segir Þorgeir. Í upphafi seldi verslunin fatnað fyrir vinnu en
hefur síðan fært sig yfir í fatnað af ýmsum toga. Sjálfur hefur
Þorgeir staðið við búðarborðið í meira en hálfa öld. Margt
hefur þó breyst innan búðarinnar, svo sem innréttingarnar.
„Þetta er með eldri búðunum hérna. Guðsteinn er að-
eins eldri og Brynja.“
Það eru einhverjar ástæður fyrir því að verslun getur lif-
að svo lengi?
„Já, sjálfsagt margar,“ segir Þorgeir.
Áður en Þórarinn stofnaði Vinnufatabúðina rak hann
gúmmívinnustofu og um tíma voru Liverpool og Höfði
með rekstur á jarðhæðinni.
75 ár við Laugaveg 76 Stofnuð af Þórarni
Kjartanssyni.
Vinnufata-
búðin Selja
nú alls kyns
fatnað.
UPPRUNALEGIR STÓLAR
OG INNRÉTTING
AFI BYGGÐI HÚSIÐ