Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2019, Qupperneq 54
54 FÓKUS 1. febrúar 2019
V
ið Bjarki höfum þekkst í
nokkur ár og byrjuðum
að semja tónlist saman
fyrir ári. Við sömdum lag
saman fyrir bandið hans The Retro
Mutants sem heitir Falling For You
og kom út fyrir áramót, þar syng
ég með Viktori, sem er söngvarinn
í bandinu. Svo er Bjarki í minni
hljómsveit, sem spilar undir hjá
mér á flestöllum giggum. Ég er
með fjögurra manna geggjað band
og Bjarki er trommari og tónlistar
stjóri í bandinu mínu. Okkur
finnst gaman að vinna saman og
eigum eftir að gera mikið meira af
því í framtíðinni,“ segir Svala.
Verkaskiptingin hjá þeim er
þannig að þau semja laglínur og
texta saman. Síðan sér Bjarki um
að pródúsera og taka upp radd
ir og að mixa lagið líka. Lagið Skin
2 Skin, Bomarz ft. Svala kom út
núna í vikunni.
„Lagið fjallar um glænýja ást
sem heltekur mann. Allar þær
brjáluðu og skemmtilegu tilfinn
ingar sem blossa upp þegar mað
ur er ástfanginn,“ segir Svala og
aðspurð segja þau að þau muni
semja meira saman, en plata sé þó
ekki á leiðinni.
Samstarfið leiddi einnig til þess
að þau eiga lag í Söngvakeppni
Sjónvarpsins, Nú og Hér, sem Þór
dís Imsland syngur, hvernig kom
það til?
„Ég var reyndar beðin um að
semja lag fyrir Söngvakeppnina
í ár og ég hringdi þá bara strax í
Bjarka og bað hann að koma með
í það verkefni. Það hefur geng
ið bara nokkuð vel að búa til lag
ið, við Bjarki erum samt bæði með
sterkar skoðanir og rökræðum
mikið um lagasmíðar og „product
ion“. Erum stundum eins og syst
kini þegar kemur að því að semja
tónlist saman. Förum stundum að
rífast um tónlistina því við erum
með mikla ástríðu fyrir lagasmíð
um og tónlistarstefnum. En það er
bara hollt og gott að lætur mann
bara vinna harðar og betur,“ segir
Svala.
„Nei, aldrei. Ég er búin að
keppa sem flytjandi og ég vil að
aðrir fái tækifæri til að spreyta
sig,“ segir Svala aðspurð hvort að
það hafi ekki komið til greina að
hún flytti lagið sjálf. „Ég samdi til
dæmis The Wiggle Wiggle Song
fyrir Haffa Haff í Söngvakeppninni
2008 og ég gerði það bara vegna
þess að það var hans draumur
að keppa í þessari keppni. Það er
svipað uppi á teningnum núna
því ég vissi að það var langþráður
draumur hjá Þórdísi að keppa og
þess vegna var fullkomið að láta
hana fá lagið.“
Svala er öllu þekktari í tónlist
arbransanum en Bjarki, en hún er
búin að syngja síðan hún var barn
að aldri, fyrst með föður sínum,
Björgvini Halldórssyni, og síðan
sóló og með hljómsveitinni Steed
Lord og fleiri sveitum. En hver er
Bjarki Ómarsson (Bomarz)?
„Ég ólst upp í Árbænum
og áhuginn á tónlist vaknaði
snemma, þar sem það var alltaf
tónlist á heimilinu. Ég hef tón
listargenin klárlega frá pabba,
Ómari Einarssyni gítarleikara,“
segir Bjarki, sem
er stofnandi og
meðlimur eitís
hljómsveitar
innar The Retro
Mutants.
„Hljóm
sveitin er project
sem er í miklu
uppáhaldi hjá
mér, enda alveg
bullandi eitís.
Við höfum verið
að gera nýtt eitís
í stað þess að
reyna að finna
upp hjólið. Mæli
algjörlega með
því að fólk kíki á
Spotify og kíki á
okkur.“
Þú ert mikill aðdáandi eitís
sándsins. Hvað er það sem heill-
ar þig mest við þann hljóðheim og
fíling?
„Ég er algjör eitís fíkill og inn
blásturinn kemur héðan og það
an, aðallega þaðan, en samt
stundum héðan líka,“ segir Bjarki
og hlær. „Nei, ég segi svona, það
eru klárlega tilfinningar, tónlist er
bara tjáning eins og hvert annað
listform.“
Bjarki hefur verið edrú í þrjú
ár og segir það hafa haft mjög góð
áhrif á lífið. „Auðvitað er það ekk
ert alltaf eitthvað auðvelt, en lífið á
ekkert endilega að vera það alltaf.
Ég var mjög hömlulaus þegar kom
að hugbreytandi efnum svo að ég
er mjög þakklátur í dag fyrir að
hafa tekið mig á. Ég áttaði mig ekki
fyrr en löngu seinna á að ég var
bara að flýja raunveruleikann.“
Þú gerðir nýlega lag, San
Fransisco, með tónlistarkonunni
Kinne Lane. Hvernig kom það
samstarf til?
„Það var ótrúlega skemmti
legt og óvænt, umboðsmaðurinn
hennar hafði samband við mig í
gegnum Instagram og sagðist fíla
hljómsveitina mína The Retro
Mutants sem ég sem og pródúsera
fyrir og hann vildi þá endilega að
ég semdi einhver lög með Lane
fyrir plötuna hennar. Ég auðvit
að sló til og hef verið að stússast í
alls konar með henni, þar á meðal
í San Francisco.“
Bjarki hefur einnig unnið mikið
með spænska upptökustjóranum
Iago Pico og farið í nokkrar ferðir
til Spánar í hljóðver. „Já, ég kynnt
ist þeim Iago Pico, eiganda Poul
and Studios, og Michel Sult gítar
leikara í gegnum netið. Það voru
góð kynni, mikið stúss og góðar
minningar. Hef bæði samið með
þeim og spilað session trommur
fyrir þá ásamt því að hafa unnið í
öðru með þeim.“
Líkt og áður segir eiga þau lag
í Söngvakeppninni í ár, en hvern-
ig varð Þórdís Imsland fyrir valinu
sem söngkona lagsins?
„Ég kynntist Þórdísi í The
Voice 2016 þegar hún var í Team
Svala þar. Við urðum bestu vin
konur bara alveg strax og ég varð
ástfangin af hennar rödd um leið
og hún byrjaði að syngja. Ótrúlega
tær og sérstök rödd og svo er hún
yndisleg persóna, falleg að innan
sem að utan. Hún var bara alveg
fullkomin fyrir lagið. Og ég vissi
að það var búinn að vera draum
ur hennar svo lengi að keppa í
Söngvakeppninni. Þetta er hennar
moment og ég er bara þarna til
að styðja hana og vera henn
ar klappstýra. Þórdís var hluti af
mínu umboðsteymi í gegnum allt
Eurovisionferlið mitt og hún fór
í gegnum allt dæmið með mér
og var mín stoð og stytta. Hún fór
með okkur til Kiev og var ómet
anlegur stuðningur fyrir mig þar.
Rosagaman að vera hinum megin
við borðið núna og sjá hana í mín
um sporum í þetta skiptið. Það
gefur mér mikið að sjá hana í
essinu sínu,“ segir Svala.
Hún og Bjarki lofa flottu atriði í
keppninni og íslenskur hönnuður
er búinn að sérsauma kjól á Þór
dísi. Mikið er lagt í atriðin, þau
vilja ekki gefa neitt upp en hvetja
fólk til að horfa á keppnina 9. febr
úar.
„Það er mikið af geggjuðum
lögum og frábærum flytjendum.
Mér finnst auðvitað lagið okkar
mjög sterkt, Hatari er frábært, Elli
Grill og hans teymi er mjög kúl og
svo finnst mér lagið hans Friðriks
Ómars sjúklega fallegt. Þetta verð
ur rosaspennó og svaka show og
allir eru að setja allt sitt í þetta og
þá verður keppnin svo skemmti
leg,“ segir Svala.
Það verður gaman að fylgjast
með Bjarka og Svölu áfram, en
bæði eru með fjölda verkefna
framundan bæði saman, og hvort
í sínu lagi í samstarfi við aðra.
„Spennandi tímar framundan,“
segja þau. n
Nýtt samstarf Bomarz og Svölu Björgvins
Vítamínsprauta
í íslensku tónlistarsenuna
Tónlistarfólkið Bjarki Ómarsson (Bomarz) og Svala
Björgvinsdóttir hafa átt gott samstarf í tónlistinni.
Í vikunni gáfu þau út nýtt lag og myndband, Skin 2
Skin, þau eiga lag í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár
og fleiri verkefni eru á döfinni.
Guðni Einarsson
gudnieinarsson@dv.is
Bjarki, Johann Stone, sem gerði remix við lagið, Svala
og Pétur Eggerz, sem gerði myndbandið við lagið.