Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2019, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2019, Blaðsíða 38
38 MATUR 1. febrúar 2019 Fyrir hafragrautsperrana @aronmola Leikarinn Aron Mola hefur slegið í gegn í Ófærð en á sögu sinni á Instagram hefur hann líka slegið í gegn með reglu- legum innslögum um hafra- grautinn sinn. Aron fer vel yfir hvernig hann býr til hafragraut og er duglegur að brydda upp á nýjungum í þeim efnum. q 20% afsláttur! www.igf.isFlokkaðu HÉR af flokkunarílátum út febrúar Sælkerastjörnur á samfélagsmiðlum n Margrét Gnarr hefur verið vegan um langt skeið n Sólrún Diego svarar erfiðustu spurningu dagsins Á hrifavaldar eru úti um allt, en það er einstaklega gam- an að fylgjast með nokkrum þeirra þar sem þeir eru jafn- framt miklir matgæðingar. Hér eru nokkrar sælkerastjörnur sem gefa góð ráð í eldhúsinu, heimsækja spennandi veitingastaði og töfra fram dýrindis máltíðir. Grænkeri Gnarr @margretgnarr Líkamsræktargúrúinn Mar- grét Gnarr hefur verið vegan um langt skeið. Hún leyfir fylgjendum sínum að fylgj- ast með því sem hún borðar en mælir einnig með góð- um veitingastöðum fyrir veganista. Pítsudrottningin @sunnevaeinarsd Samfélagsmiðlastjarnan Sunn- eva Einarsdóttir elskar pítsu og segist borða flatbökur í hverri einustu viku. Instagram-sagan hennar er þó ekki aðeins full af pítsu heldur alls kyns góð- gæti sem hún fær sér, til dæmis hafragraut með frosnum hind- berjum sem hún gæðir sér á eftir æfingar. Hið fullkomna líf @tanjayr Fegurðardrottningin og bisness- konan Tanja Ýr virðist lifa hinu fullkomna lífi. Hún fer reglulega út að borða og leyfir fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast vel með því sem hún lætur ofan í sig. Hún ferðast einnig mjög reglulega og lumar á góðum matarráðum í útlöndum. Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is Sérréttur fitnessprinsessu @barabeautymakeup Fitnessprinsessan Bára Jóns- dóttir kunni ekkert að elda áður en hún byrjaði í fitness fyrir nokkru. Nú er hún hins vegar orðin ansi góð í einföld- um réttum og leyfir Insta- grömmurum að fylgjast vel með eldamennskunni. Hennar sérréttur? Próteinpönnukökur. Súrdeigskóngurinn @johanneshaukur Stórleikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson er afar lunkinn í eldhúsinu. Það er gaman að fylgjast með ævintýrum hans á Facebook, en að undanförnu hefur hann verið að fullkomna listina að búa til súrdeigsbrauð, með misgóðum árangri. Hráfæðiskökur og hollusta @ingibjorgegils Fyrirsætan Ingibjörg Egilsdóttir er dugleg að leika sér í eldhús- inu og birtir girnilegar myndir af afrakstrinum á sögu sinni á Instagram. Allt er þetta í hollari kantinum, til dæmis hráfæð- iskökur sem láta mann fá vatn í munninn og litríkir veganréttir. Ekki bara edik @solrundiego Sólrún Diego er ekki bara þrifnaðardrottning heldur er hún líka mjög dugleg að gefa uppskriftir í sögu sinni á Instagram. Þá birtir hún einnig vikumatseðil fjöl- skyldunnar til að veita öðrum innblástur. Sushi-sjúk @birgittalif Athafnakonan Birgitta Líf Björnsdóttir er mjög dugleg að gera vel við sig í mat og drykk og unun að fylgjast með henn- ar glæsta glamúrlífi. Hún borð- ar mikið af sushi, drekkur mik- ið af Nocco og er greinilega mikil smekkmanneskja þegar kemur að lystisemdum lífsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.