Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2019, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2019, Page 9
4. janúar 2019 FRÉTTIR 9 ÓSVARAÐAR SPURNINGAR VARÐANDI BRAGGAMÁLIÐ 1 Enn hafa ekki fengist svör frá Reykjavíkurborg, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir DV til þess að fá þau, um hvað ná- kvæmlega yfir 70 milljónir fóru í vegna uppgerðar á minjum. Á sínum tíma þegar málið var í há- mæli sagði Bjarni Brynjólfsson, upplýsingarstjóri Reykjavíkur- borgar, það hafa verið t.d. mjög dýrt að gera upp gólfið ásamt því að arinn hafi verið gerður upp. Einnig hafi burðarbitar verið not- aðir. Þegar reikningar eru skoð- aðir þá kemur í ljós að uppgerð á gólfi braggans kostaði rúmar þrjár milljónir króna og hlýtur þá listinn yfir þá hluti sem var gerð- ur upp að vera langur. 2 Í samtali við DV sagði Dag-ur B. Eggertsson, borgar- stjóri Reykjavíkurborgar, að Innri endurskoðun borgarinnar hafi skoðað tölvupóstssamskipti á milli hans og Hrólfs Jónssonar, fyrrverandi skrifstofustjóra skrif- stofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar. Í samtali við Innri endurskoðun borgarinnar segir hann að svo hafi ekki verið gert. Strax og skýrslan kom út bað DV um viðtal við borgarstjóra, enn hefur þeirri beiðni ekki ver- ið svarað. DV sendi beiðni um að fá allan tölvupóst um samskipti Dags B. Eggertssonar og Hrólfs Jónssonar vegna Nauthólsvegar 100. Var svarið frá borginni á þá leið að enginn tölvupóstur væri til. Í Kastljósviðtali sagði borg- arstjóri að til væri einhver tölvu- póstur á milli hans og Hrólfs vegna Nauthólsvegar 100. 3 Ekki hefur verið útskýrt hvers vegna næsti yfirmaður Hrólfs Jónssonar, Stefán Eiríksson borg- arritari, hafi ekki verið upp- lýstur um málið. Innri endur- skoðun bendir á í skýrslu sinni að bein samskiptaleið hafi verið að milli Hrólfs og Dags B. Egg- ertssonar vegna ýmissa mála hjá borginni en þeir segja báð- ir að engin samskipti hafi verið um framkvæmdir á bragganum, þrátt fyrir að þeir séu að vinna í sama skrifstofurými. 4 Árið 2015 skilaði Innri endurskoðun Reykjavíkur- borgar frá sér svartri skýrslu vegna starfsemi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar. Kom þar fram að margar brotalamir væru í starfsemi skrifstofunnar og að mikið vantaði upp á ferla. Kom Innri endurskoðun borgarinnar með 30 tillögur um hvernig væri hægt að bæta starfsemi skrifstof- unnar. Í skýrslunni um bragga- málið er tekið sérstaklega fram að ef tillögur úr skýrslunni 2015 hefðu verið framkvæmdar hefði braggamálið aldrei getað átt sér stað. Borgin hefur ekki enn svar- að af hverju ekki var farið eftir tillögum Innri endurskoðunar á þeim tíma. 6 verkefni Reykjavíkurborgar sem hafa verið í fjölmiðlum sem hafa farið fram úr upp- runalegum áætlunum n 1. Bragginn við Nauthólsveg - 267 milljónir fram úr áætlun - Framkvæmdum ekki lokið n 2. Mathöllin við Hlemm - 208 milljónir - Framkvæmdum ekki lokið n 3. Aðalstræti 10 - 270 milljónir n 4. Vitinn við Sæbraut - 75 millj- ónir - Framkvæmdum ekki lokið n 5. Gröndalshúsið - 198 millj- ónir n 6. Fjölbýlishús í Írabakka - 330 milljónir Samtals: 1.348 milljónir Ráin er alhliða veitingahús í hjarta Reykjanesbæjar Hafnargata 19a - Keflavík Sími 421 4601- rain@rain.is Við skemmtum okkur vel Allar helgar lifandi tónlist, dansað fram á nótt MATSÖLUSTAÐUR SKEMMTISTAÐUR RÁÐSTAFNUR ÁRSHÁTÍÐIR VEISLUR 6 5 4 3 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.