Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2019, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2019, Blaðsíða 9
4. janúar 2019 FRÉTTIR 9 ÓSVARAÐAR SPURNINGAR VARÐANDI BRAGGAMÁLIÐ 1 Enn hafa ekki fengist svör frá Reykjavíkurborg, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir DV til þess að fá þau, um hvað ná- kvæmlega yfir 70 milljónir fóru í vegna uppgerðar á minjum. Á sínum tíma þegar málið var í há- mæli sagði Bjarni Brynjólfsson, upplýsingarstjóri Reykjavíkur- borgar, það hafa verið t.d. mjög dýrt að gera upp gólfið ásamt því að arinn hafi verið gerður upp. Einnig hafi burðarbitar verið not- aðir. Þegar reikningar eru skoð- aðir þá kemur í ljós að uppgerð á gólfi braggans kostaði rúmar þrjár milljónir króna og hlýtur þá listinn yfir þá hluti sem var gerð- ur upp að vera langur. 2 Í samtali við DV sagði Dag-ur B. Eggertsson, borgar- stjóri Reykjavíkurborgar, að Innri endurskoðun borgarinnar hafi skoðað tölvupóstssamskipti á milli hans og Hrólfs Jónssonar, fyrrverandi skrifstofustjóra skrif- stofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar. Í samtali við Innri endurskoðun borgarinnar segir hann að svo hafi ekki verið gert. Strax og skýrslan kom út bað DV um viðtal við borgarstjóra, enn hefur þeirri beiðni ekki ver- ið svarað. DV sendi beiðni um að fá allan tölvupóst um samskipti Dags B. Eggertssonar og Hrólfs Jónssonar vegna Nauthólsvegar 100. Var svarið frá borginni á þá leið að enginn tölvupóstur væri til. Í Kastljósviðtali sagði borg- arstjóri að til væri einhver tölvu- póstur á milli hans og Hrólfs vegna Nauthólsvegar 100. 3 Ekki hefur verið útskýrt hvers vegna næsti yfirmaður Hrólfs Jónssonar, Stefán Eiríksson borg- arritari, hafi ekki verið upp- lýstur um málið. Innri endur- skoðun bendir á í skýrslu sinni að bein samskiptaleið hafi verið að milli Hrólfs og Dags B. Egg- ertssonar vegna ýmissa mála hjá borginni en þeir segja báð- ir að engin samskipti hafi verið um framkvæmdir á bragganum, þrátt fyrir að þeir séu að vinna í sama skrifstofurými. 4 Árið 2015 skilaði Innri endurskoðun Reykjavíkur- borgar frá sér svartri skýrslu vegna starfsemi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar. Kom þar fram að margar brotalamir væru í starfsemi skrifstofunnar og að mikið vantaði upp á ferla. Kom Innri endurskoðun borgarinnar með 30 tillögur um hvernig væri hægt að bæta starfsemi skrifstof- unnar. Í skýrslunni um bragga- málið er tekið sérstaklega fram að ef tillögur úr skýrslunni 2015 hefðu verið framkvæmdar hefði braggamálið aldrei getað átt sér stað. Borgin hefur ekki enn svar- að af hverju ekki var farið eftir tillögum Innri endurskoðunar á þeim tíma. 6 verkefni Reykjavíkurborgar sem hafa verið í fjölmiðlum sem hafa farið fram úr upp- runalegum áætlunum n 1. Bragginn við Nauthólsveg - 267 milljónir fram úr áætlun - Framkvæmdum ekki lokið n 2. Mathöllin við Hlemm - 208 milljónir - Framkvæmdum ekki lokið n 3. Aðalstræti 10 - 270 milljónir n 4. Vitinn við Sæbraut - 75 millj- ónir - Framkvæmdum ekki lokið n 5. Gröndalshúsið - 198 millj- ónir n 6. Fjölbýlishús í Írabakka - 330 milljónir Samtals: 1.348 milljónir Ráin er alhliða veitingahús í hjarta Reykjanesbæjar Hafnargata 19a - Keflavík Sími 421 4601- rain@rain.is Við skemmtum okkur vel Allar helgar lifandi tónlist, dansað fram á nótt MATSÖLUSTAÐUR SKEMMTISTAÐUR RÁÐSTAFNUR ÁRSHÁTÍÐIR VEISLUR 6 5 4 3 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.