Morgunblaðið - 01.09.2018, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018
Fyrirtæki með mikla möguleika
Gamalgróin og vel þekkt raftækjaverslun á besta stað í Reykjavík er til sölu.
Mikill eigin innflutningur á ýmis konar rafmagnsvörum sem gefur
töluverða möguleika á veltuaukningu bæði í verslun og heildverslun.
Tilvalið fyrirtæki fyrir hugmyndaríkt fólk eða samhenta fjölskyldu.
Hrefna gerði sig heimakomna í höfninni á Ólafsvík í
gær og virtist sem hún væri í æti í höfninni. Hún synti
fram og til baka á milli hafnargarða, út í hafnarmynnið
og til baka inn á milli báta. Hrefnan var spræk og lék
listir sínar fyrir bæjarbúa. Að sögn Péturs Bogasonar
hafnarvarðar er það mjög fátítt ef ekki einstakt að svo
stór hvalur komi inn í höfnina í Ólafsvík. Minni hvalir
hafi hins vegar komið þar við og í nýliðnum mánuði
voru grindhvalir reknir út úr Kolgrafafirði og stuggað
var við hópi grindhvala í innsiglingunni í Rifshöfn. Þá
sáust um 40 grindhvalir í Pollinum á Akureyri nýlega.
Fréttir af ferðum og hremmingum hvala hafa verið
algengar í sumar. Nefna má að ekki er langt síðan tvær
andarnefjur festust uppi í fjöru í Engey.
Ekki er óalgengt að hvalir syndi eða þá reki á land á
Snæfellsnesi. Nefna má að í vetur rak norðsnjáldra,
sem er sjaldgæfur við landið, á land við Rif og annan
slíkan rak á svipuðum slóðum fyrir tæpum 20 árum.
Hrefna í æti í Ólafsvíkurhöfn
Morgunblaðið/Alfons
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Þetta er ekki að skila neinu og það
má í raun segja að í gangi sé mikil
afturför því á sama tíma hefur fólki
fjölgað á höfuðborgarsvæðinu, með-
al annars barnafólki, en maður
myndi nú einmitt halda að það væri
sá hópur sem myndi nýta sér þessa
þjónustu,“ segir Vigdís Hauksdóttir,
oddviti Miðflokksins, í samtali við
Morgunblaðið og vísar í máli sínu til
stöðu Strætó bs. og bókunar Mið-
flokksins sem lögð var fram á fundi
borgarráðs síðastliðinn fimmtudag.
Þar segir Miðflokkurinn það vera
áhyggjuefni að rekstrartekjur
Strætó bs. séu lægri en áætlun
gerði ráð fyrir og að fargjöld hafi
ekki skilað sér í samræmi við þá
áætlun sem lagt var upp með. „Það
má túlka sem svo að farþegum gæti
verið að fækka og þar með for-
sendur samningsins við ríkið
brostnar,“ segir í bókun, en árið
2012 skrifuðu fulltrúar Vegagerðar-
innar og Samtaka sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu undir sam-
komulag um 10 ára tilraunaverkefni
um eflingu almenningssamgangna á
höfuðborgarsvæðinu. Kostar samn-
ingurinn ríkið 10 milljarða króna á
tímabilinu.
„Ég skil ekki af hverju ríkið er
ekki búið að segja upp þessum
samningi – fjölgun notenda var for-
senda hans á sínum tíma. Við blasir
algjör forsendubrestur því Strætó
hefur ekki tekist ætlunarverk sitt.“
Vildu 11% en ná ekki einu
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti
Sjálfstæðisflokksins, tekur í svip-
aðan streng. Hann segir innleiðingu
á breytingum á leiðakerfi Strætó
hafa skilað innan við 1% í auknum
tekjum af fargjöldum, en gert var
ráð fyrir 11% aukningu. „Strætó fór
af stað með breytingu á leiðakerfi
sem átti að skila 11% aukningu, en
nær ekki einu einasta prósenti,“
segir hann og bendir á að á sama
tíma séu rekstrarútgjöld Strætó bs.
að aukast um 12 prósent.
„Það er alveg ljóst að markmiðið
um hlutdeild almenningssamgangna
á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki
náðst síðustu ár. Það var stefnt að
því að fara úr 4% í 8% en það hefur
ekkert farið upp,“ segir Eyþór.
Þá telur hann brýnt að borgin
hafi fleiri en einn fulltrúa í stjórn
Strætó.
Ekki í anda
þess sem lagt
var upp með
Borgarfulltrúar minnihlutans segja
rekstrartekjur Strætó bs. áhyggjuefni
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Vagnar Áætlanir um samgöngur í
borginni hafa ekki gengið eftir.
Samgöngusamningur
» Skrifað var undir 10 ára til-
raunasamning árið 2012 sem
efla átti almenningssam-
göngur í borginni.
» Kostar hann ríkið 10 millj-
arða króna en fulltrúar minni-
hlutans segja hann engu skila.
Vigdís
Hauksdóttir
Eyþór Laxdal
Arnalds
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, for-
maður skipulags- og samgönguráðs
Reykjavíkur, segir komið nóg af hót-
elum í miðborginni.
„Á síðasta kjörtímabili var sam-
þykkt aðalskipulagsbreyting sem
setur þak á fjölgun hótel- og gisti-
rýma í miðbænum. Það eru engin
áform um að breyta því,“ segir Sig-
urborg Ósk.
Íbúum hefur fækkað
Haft var eftir Hjalta Gylfasyni,
framkvæmdastjóra Mannverks, í
Morgunblaðinu í gær að vegna
breyttrar afstöðu borgarinnar til
hótelverkefna hefði fyrirtækið
endurskoðað tvö hótelverkefni. Nú
væri í staðinn horft til íbúða.
Spurð um tilefni þessarar endur-
skoðunar segir Sigurborg Ósk ekki
hægt að koma fyrir fleiri hótelum á
vissu svæði í miðborginni. „Miðbær-
inn er eina hverfi borgarinnar þar
sem íbúum hefur fækkað þrátt fyrir
að íbúðum hafi fjölgað. Það er ákveð-
ið viðvörunarljós sem við vorum að
bregðast við. Svo er það líka hitt að
íbúarnir hafa kallað eftir þessu. Það
hefur verið mikill þrýstingur á slíkar
aðgerðir og því eðlilegt að bregðast
við því.“
Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi
Samfylkingar, var formaður um-
hverfis- og skipulagsráðs á árunum
2014 til 2018.
Skorður við hótelbyggingum
Hann rifjar upp að í aðalskipulagi
borgarinnar 2014 hafi verið settar
verulegar skorður við því að byggja
hótel eða stærri gististaði í skil-
greindum íbúðarhverfum.
Árið 2015 hafi svo verið samþykkt-
ur kvóti um að hótelherbergi mættu
ekki fara yfir 23% byggðra fermetra
í Kvosinni. Sambærilegur kvóti hafi
svo verið samþykktur á Laugavegi
og Hverfisgötu í fyrra. Þá hafi verið
samþykktar breytingar á aðalskipu-
lagi í janúar sl. um að í miðborginni
mætti ekki lengur breyta íbúðarhús-
næði eða skrifstofuhúsnæði í hótel.
Loks hafi borgin, eftir lagasetn-
ingu á Alþingi um skammtímaleigu,
ákveðið að framlengja ekki tíma-
bundin starfsleyfi fyrir gistingu í
íbúðargötum. Því hafi fjöldi íbúða
farið úr slíkri leigu.
Segja komið nóg af
hótelum í miðbænum
Formaður skipulagsráðs vísar til þrýstings frá íbúum
Sigurborg Ósk
Haraldsdóttir
Hjálmar
Sveinsson
Hlemmur mathöll, Reykjavíkurborg og Strætó BS tóku
í gær höndum saman til að halda upp á 40 ára afmæli
Hlemms. Gamaldags strætisvögnum var lagt við Mat-
höllina og vagnstjórinn klæddist gömlum einkennis-
búningi SVR þegar vagninum var ekið á staðinn. Dag-
ur B. Eggertsson borgarstjóri flutti ávarp og Unnur
María Bergsveinsdóttir sagnfræðingur fór með erindi
um sögu svæðisins.
Morgunblaðið/Eggert
Haldið upp á 40 ára afmæli Hlemms