Morgunblaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það hefursennilegaekki farið fram hjá þeim, sem þurfa að kom- ast leiðar sinnar í Reykjavík á anna- tíma, hvað umferðin hefur þyngst undanfarna daga. Fyrir þá, sem ekki þekkja til, eru ljósmyndir af umferðar- hnútum við Fossvog og Ár- túnsbrekku ágætur vitnis- burður um ástandið. Í frétt með myndunum seg- ir að samkvæmt spá Vega- gerðarinnar mun umferð á höfuðborgarsvæðinu aukast um 3% það sem eftir er af árinu miðað við sama tíma í fyrra. Ár frá ári hefur umferðin þyngst á höfuðborgarsvæðinu þeir, sem ekki þurfa nauðsyn- lega að vera á ferðinni þegar mest lætur, veigra sér við að fara af stað. Það er vitaskuld eðlilegt að eftir því sem fleiri eru á ferð- inni taki lengri tíma að kom- ast leiðar sinnar. Það er hins vegar ekki eðlilegt að nánast ekkert skuli hafa verið brugð- ist við þessum vanda svo ár- um skiptir þótt ljóst hafi verið í hvað stefndi. Þess í stað hefur verið ein- blínt á óraunhæfar lausnir. Þegar borgarbúar svara ekki kallinu um að fara að hjóla eða taka frekar strætó en að nota einkabílinn er höfðinu stungið í sandinn og þrá- ast við frekar en að horfast í augu við staðreyndir og reyna að greiða fyrir umferðinni. Gatnakerfið þolir ákveðinn umferðarþunga og þegar hon- um er náð byrja tafirnar. Við hvern bíl, sem bætist við um- fram þessi þolmörk verður ástandið óbærilegra. Möguleikum til að greiða fyrir umferð hefur beinlínis verið hafnað, jafnvel þótt ráð- stöfunarfé til framkvæmd- anna hafi verið tiltækt, með þeim rökum að göturnar myndu fyllast hvort sem er. Götur hafa frekar verið þrengdar, en að gera þær greiðfærari. Ísland er oft borið saman við útlönd og iðulega til að benda á hvers menn fari á mis með því að búa hér en ekki þar. Aldrei hefur þó talist eft- irsóknarvert að taka upp þær umferðarstöppur og teppur, sem iðulega fylgja stórborg- arlífi í útlöndum og gera að verkum að ein til tvær klukkustundir bætast við vinnudaginn. Það virðist þó vera keppi- kefli núverandi meirihluta í borginni og er ekki laust við að tilhugsunin um að það gæti hæglega tekist veki hroll. Umferðin þyngist í höfuðborginni án þess að neitt sé að gert} Teppur og stöppur Netglæpirverða stöð- ugt algengari eins og margir þekkja og glæpastarf- semi á netinu er án landamæra. Í vikunni var greint frá könnun lögreglu á umfangi slíkra brota. Rúmur fimmtungur þátttakenda í þolendakönn- uninni kvaðst hafa orðið fyrir tilraun til netbrots árið 2016 og kæmi ekki á óvart ef sú tala hefði hækkað. 1,5% svar- enda höfðu tapað fé. Kvaðst einn þeirra hafa tapað rúm- lega einni milljón króna. Netglæpir eru margvís- legir. Flestir urðu fyrir því að reynt var að svíkja af þeim fé í gegnum net eða síma. Þá komu tilraunir til að nota kreditkortanúmer með ólög- mætum hætti og tilraunir til fjárkúgunar, ýmist með tölvuvírusum eða dreifingu mynda. Í frétt Morgunblaðsins um rannsóknina segir að þar komi fram að umhverfi nets- ins bjóði upp á aukna mögu- leika til að villa á sér heimildir og blekkja og það hafi brotamenn nýtt sér. Mikil netnotkun á Ís- landi auki jafn- framt líkur á brotum á netinu. „Líklegt má ætla að brota- menn muni halda áfram að reyna að finna nýjar leiðir til að nýta upplýsingatækni til að svíkja og kúga fé af fólki,“ segir í niðurstöðum rann- sóknarinnar. „Það er því mikilvægt að fylgst sé vel með þróun í þessum mála- flokki. Þá er ekki síður mikil- vægt að forvarnir gegn þess- um tegundum brota nái til notenda, að notendur séu upplýstir jafnóðum um nýjar aðferðir brotamanna við að ná peningum af einstaklingum í gegnum net og síma.“ Við þetta má bæta að net- notendur gera rétt í því að hafa ávallt varann á þegar þeir fara um netið því að það er veiðarfæri og það getur verið hættulegt að lenda í möskvum þess. Netið er veiðarfæri og það getur verið hættulegt að lenda í möskvum þess} Svik og kúgun á netinu S kólastarf er nú hafið eftir sumarleyfi. Fjölmargir nemendur stigu sín fyrstu skref í grunnskóla og hófu nám í fyrsta bekk. Nokkrir nýir nemendur sem voru að taka þetta stóra skref voru teknir tali í Íslandi í dag á Stöð tvö í vikunni. Spenningurinn leyndi sér ekki, bros á hverju andliti og tilhlökkun fyrir nýjum verkefnum. Það sem mér fannst þó áhugaverð- ast var það hverju börnin voru spenntust fyrir að byrja læra í skólanum. Smíði, heimilisfræði og að læra að hekla var það sem börnin nefndu sérstaklega (saga og danska er kannski ekki það sem börnin nefna fyrst við 6 ára aldur.) Þetta leiddi þó hugann að því hvernig iðnnámi er gert undir höfði í grunnskólagöngu barnanna okkar. Fjöldi barna telur iðngreinar bæði áhugaverðar og skemmtilegar. Að grunn- skólagöngu lokinni er það þó bóknámið sem dregur þau að sér. Það er meðal annars vegna þess að við höfum ýtt undir bóknámið en vanrækt iðnnámið um langa hríð. Hér á landi er mikil eftirspurn eftir iðnmenntuðu fólki, en við eigum langt í land hvað varðar ásókn í iðnnám. Við þurfum að gera iðnnámi hærra undir höfði strax á fyrstu ár- um skólagöngunnar og leggja meiri áherslu á hagnýtni verklegra greina. Í lögum um grunnskóla er kveðið á um leggja skuli áherslu á jafnvægi milli bóklegs og verklegs náms innan grunnskólanna. Einhvern veginn virðist þó vera að þar, líkt og annars staðar í kerfinu, sé megináherslan á bóklega námið. Það eru engar skyndilausnir sem virka til að efla iðnnám í landinu, heldur þarf að skoða öll stig samfélagsins og kerfisins. Þar skiptir grunnskólinn höfuðmáli, hvernig við leggjum áherslu á nám yngstu nemenda og hvernig sú þróun er fram að útskrift nemenda í 10. bekk. Þegar tæknin tekur stöðugum framförum og það verður enn meiri áskorun fyrir atvinnulífið að halda samkeppnishæfni sinni verður at- vinnulífið að eiga kost á fleiri iðn- og tækni- menntuðum einstaklingum. Iðnnám er ein grunnstoð afkastamikils og öflugs atvinnulífs og ekki síst þegar horft er fram á þær breytingar sem nú þegar eru hafnar og framundan eru á vinnumarkaði. Skortur á iðnmenntuðu fólki er orðinn hamlandi fyrir starfsemi fjölda fyrir- tækja þar sem þörfin er mikil fyrir fleira fag- menntað fólk. Að efla iðn-, verk- og starfsnám er í þágu fjöl- breyttara og öflugara samfélags sem á þess kost að takast á við nýjar áskoranir. Við þurfum að þora að taka stór skref til að breyta áherslum kerfisins okkar og gera iðnnemum og iðnnámi jafn hátt undir höfði og bóknámi. Það er búið að tala um þetta í mörg ár án þess að gera áþreifanlegar breyt- ingar. Á meðan hefur atvinnulífið þróast hratt og úrelt áhersla á mikilvægi bóknáms umfram aðra menntun situr eftir. aslaugs@althingi.is Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Skemmtilegast í smíði Höfumdur er formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálfstæðisflokksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen um 980. Bærinn óx hratt og þar bjuggu um hríð á miðöldum um tíu þúsund manns, álíka margir og í London á tíma Engilsaxa. The Local hefur eftir Maju Krzewinska við Stokkhólmshá- skóla, sem einnig tók þátt í rann- sókninni, að niðurstöðurnar birti aðra sýn á víkingaaldartímann en menn séu vanir. „Við hugsum yfir- leitt um víkingana sem menn á far- aldsfæti og í kennslubókum skól- anna eru landakort með örvum sem sýna útrás þeirra um veröld víða, jafnvel til Tyrklands og Am- eríku,“ segir hún. Sjaldgæfara sé að hugsa um komu fólks úr öðrum heimshlutum til Norðurlanda. Hnattvæðing og fjölmenning, tvö helstu tískuhugtök í umræðum um samfélagsmál um þessar mundir, eiga ekkert síður við þegar sjónum er beint að fortíðinni en samtím- anum. Þetta má heita inntakið í nýrri bók danska fornleifafræð- ingsins Jeanette Varberg Menne- sket har altid vandret (Mannfólkið hefur alltaf verið á ferðinni) sem sagt var frá hér í blaðinu í fyrra- vor. Smám saman eru fræðimenn að átta sig á því að þjóðfélög fyrri tíðar voru fjölbreyttari að sam- setningu að því er uppruna fólks varðar en áður var talið. Nýjar rannsóknaraðferðir, ekki síst með athugunum á strontíum-ísótópum í beinum, hafa auðveldað vísinda- mönnum að rekja uppruna forn- manna. Suðupottur ólíkra þjóðerna í Sigtúnum Vísindi Með því að athuga bein og tennur fornmanna er hægt að rekja upp- runa þeirra. Stuðst er við DNA-sýni og strontíum ísótópa-greiningar. SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Um það bil helmingur íbúaí hinum fornu Sigtúnumí Svíþjóð, sögufrægribyggð á miðöldum var ekki hreinræktaðir Svíar, þ.e. fólk fætt og uppalið á heimavelli, held- ur af margvíslegum uppruna. Þetta hefur ný rannsókn á jarðneskum leifum fólks á staðnum, sem uppi var á 10. til 12. öld, leitt í ljós. Rannsóknin byggist á DNA-sýnum sem tekin voru úr beinum og strontíum-greiningu á tönnum. Vísindamennirnir greina frá nið- urstöðunum í grein sem birt er í opnum aðgangi á vef tímaritsins Current Biology. Niðurstaðan þykir mörgum áhugaverð vegna lífseigra hug- mynda um þjóðernislega einsleitni norrænna manna til forna. Snorri Sturluson og íslenskir samtímamenn hans á 13. öld þekktu vel til Sigtuna. „Óðinn tók sér bústað við Löginn þar sem nú eru kallaðar fornu Sigtúnir og gerði þar mikið hof og blót eftir siðvenju Ásanna. Hann eignaðist þar lönd svo vítt sem hann lét heita Sigtúnir,“ segir í Ynglinga sögu. Eftir að Svíar tóku kristni voru margar kirkjur og klaustur í Sigt- una og biskupssetur sem síðar var flutt til Uppsala Rannsóknin tók til beinaleifa 38 manna. Sýnt var fram á að rétt um helmingur þeirra hefði alist upp á svæðinu í grennd við Löginn (Mälaren) í Svíþjóð, en hinn helm- ingurinn hafði komið frá fjar- lægum svæðum eins og Úkraínu, Litháen, norðurhluta Þýskalands, Bretlandseyjum og svæðum í Mið- Evrópu og að auki frá Noregi, Danmörku og öðrum landshlutum í Svíþjóð. Sigtuna hefur því til forna verið suðupottur ólíkra þjóðerna. Einn vísindamannanna, Anders Göther- ström prófessor í sameinda- fornleifafræði við Stokkhólmshá- skóla, segir í viðtali við sænska netmiðilinn The Local að á miðöld- um hafi bærinn að þessu leyti líkst Sjanghæ og London nútímans. Einna merkilegast þykir honum að sumir íbúanna voru af annarri kyn- slóð innflytjenda. Það var Ólafur skotkonungur sem stofnaði til byggðar í Sigtuna Fyrir rúmum tveimur árum brast á mikið fjölmiðlafár þegar því var haldið fram að fundnar væru nýjar minjar um veru nor- rænna manna á Nýfundnalandi, á suðvesturströndinni þar sem heitir Point Rosee. Sem kunn- ugt er hafa slíkar minjar fundist á L’Anse aux Meadows, nyrsta odda Nýfundnalands, og stað- festa þær að sínu leyti frásagnir íslenskra miðaldaheimila um fund Ameríku. Nú hafa rannsakendur skilað lokaskýrslum um rannsókn sína á vettvangi og reynist ekkert hafa verið hæft í þessu. Engin ummerki um víkingabyggð eru á Point Rosee. Ekki byggð víkinga POINT ROSEE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.