Morgunblaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018 Washington. Ottawa. AFP | Ekki tókst að ná samkomulagi á milli Bandaríkjanna og Kanada í viðræð- um ríkjanna um breytingar á frí- verslunarsamningi Norður-Amer- íku, öðru nafni NAFTA. Stóðu viðræður yfir mestallan daginn þar til slitnaði upp úr þeim um kvöldið. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hafði verið bjartsýnn á að hægt yrði að landa góðri niðurstöðu í viðræðunum, en hann tók þó fram að Kanadamenn hefðu sett fram sín „rauðu strik“ sem yrði að virða. Bandaríkjamenn og Mexíkóar sömdu fyrr í vikunni um breytingar á samkomulaginu en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið mjög áfram um að því verði breytt. Tímamörkin í gær voru gefin þar sem Bandaríkjaþing þarf 90 daga til þess að staðfesta samkomulagið við Mexíkó en mexíkósk stjórnvöld vilja að það verði gengið í gildi fyrir 1. desember næstkomandi en þann dag tekur ný ríkisstjórn við völdum. Trudeau tók fram að fyrir sér væri „ekkert NAFTA-samkomulag betra en slæmt samkomulag“, en ljóst var að aðila greindi einkum á um kan- adíska tolla á mjólkurvörur. Viðræð- unum verður haldið áfram í næstu viku. Trump hefur afhent Banda- ríkjaþingi tilkynningu um að hann hyggist undirrita breytta útgáfu af fríverslunarsamningnum við Mexíkó fyrir lok nóvember. Bæði Trump og Andrés Manuel López Obrador, verðandi forseti Mexíkó, höfðu verið bjartsýnir á að samkomulag myndi nást milli Bandaríkjanna og Kanada. Chrystia Freeland, utanríkisráðherra Kan- ada, sagði að samningur sem geðj- aðist öllum þremur ríkjunum væri „innan seilingar“ en til að ná honum fram þyrftu ríkin að vera sveigjanleg í samningaviðræðunum. Flosnar upp úr viðræðum  Bandaríkjunum og Kanada mistókst að ná samkomulagi um NAFTA í gær AFP NAFTA Jared Kushner, ráðgjafi Trumps, mætir til viðræðnanna. Þessir bleiku kádiljákar settu svip sinn á útför sálar- söngkonunnar Arethu Franklin, sem fram fór í gær í Detroit. Múgur og margmenni sótti jarðarförina og voru þar margir af þekktustu tónlistarmönnum heims- ins, auk ýmissa fyrirmenna. Útförin stóð í um sex klukkutíma og fluttu Stevie Wonder, Ariana Grande og Jennifer Hudson tónlistaratriði meðal annarra. Þá fluttu Bill Clinton og Smokey Robinson eftirmæli. AFP Aretha Franklin var borin til hinstu hvílu í gær Margt stórstirnið vottaði virðingu sína Sádi-arabískur embættismaður gaf í skyn í gær að ríkisstjórn hans væri að undirbúa gerð skurðar til að skilja nágranna- ríkið Katar frá meginlandi Arabíuskaga. „Ég bíð í of- væni eftir upp- lýsingum um framkvæmd Salwaeyjuverkefnis- ins, mikils og sögulegs verkefnis sem mun breyta landslagi svæðis- ins,“ sagði Saud al Qahtani, ráð- gjafi krónprinsins Mohammeds bin Salman, á Twitter. Kalt er á milli stjórna Katar og Sádi-Arabíu. Sád- ar rufu stjórnarsamband við Katar í júní í fyrra og hafa sakað Katara um að styðja hryðjuverkamenn. Fimm fyrirtækjum hefur verið boð- ið að að taka verkefnið að sér. Valið verður tilkynnt í september. Hyggjast breyta Katar í eyju Eyja? Gervihnatt- armynd af Katar. KATAR, SÁDI-ARABÍA Ríkisstjórn Dani- els Ortega, for- seta Níkaragva, vísaði í gær sendinefnd Sam- einuðu þjóðanna, sem ætlað var að fylgjast með mannréttinda- málum í landinu, úr landi. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar var tekin í kjölfar þess að Sameinuðu þjóðirnar gagnrýndu ríkisstjórnina vegna þess hvernig hún hefði brotið á bak aftur mótmæli gegn sér með valdi. Meira en 300 manns hafa lát- ist í kjölfar mótmæla í landinu á síð- ustu mánuðum. Gagnrýndu Sameinuðu þjóðirnar einnig hvernig lögreglan hefði komið fram, en hún var sökuð um mannrán, fangelsanir án réttar- heimilda og pyndingar. Ortega sagði á móti að SÞ væru „tæki hryðjuverka og lyga“. Ortega vísar sendi- nefnd SÞ úr landi Daniel Ortega NÍKARAGVA Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins í viðræðunum um útgöngu Breta úr sambandinu, varaði við því í gær að þrætan um landamæri Írlands og Norður- Írlands gæti enn orðið til þess að koma í veg fyrir að samkomulag næðist. Sagði Barnier brýna þörf á því að finna lausn svo að landamærin myndu ekki lokast eftir að Bretar ganga úr sambandinu í maí á næsta ári, en hann lét ummæli sín falla eftir að hafa fundað í Brussel með Dom- inic Raab, ráðherra Brexit-mála. Fagnaði Barnier þar þeim árangri sem hefði náðst í öryggis- og varnar- málum á síðustu vikum en sagði jafn- framt að enn væru erfið viðfangsefni sem ætti eftir að ná sáttum um. Tillaga Evrópusambandsins felur í sér að Norður-Írland verði „til þrautavara“ áfram hluti af Evrópu- sambandinu, náist ekki samkomulag um annað, en markmið þess er að halda landamærunum opnum. Opin landamæri á milli Írlands og Norður-Írlands voru á sínum tíma mikilvægur þáttur í friðarferlinu í deilunum á milli lýðveldissinna og sambandssinna á Norður-Írlandi. Bretar hafa hins vegar lagt til að þrautavarinn verði frekar sá að allt landið verði „talið til“ Evrópusam- bandsins á vissum sviðum fram til ársloka 2021, þar sem óttast er að til- laga Evrópusambandsins myndi ein- ungis slíta N-Írland frá hinum lönd- unum í Stóra-Bretlandi. Sagði Raab eftir fund sinn við Barnier að hann væri enn „þrjóskur og bjartsýnn“ á að samkomulag næðist í tæka tíð fyr- ir útgönguna á næsta ári. Írsku landamærin Þrándur í Götu  ESB segir Brexit-samkomu- lag í hættu AFP Brexit Vel fór á með þeim Raab og Barnier eftir fundinn í gær. Evrópusambandið hyggst leggja til að aðildarríkin hætti þeim sið að breyta klukkunni tvisvar á ári. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að um 84% þeirra sem tóku þátt í net- könnun á vegum sambandsins sögð- ust andvígir breytingunum. Um 4,6 milljónir manna svöruðu könnun- inni. Samkvæmt framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leiddi könnunin í ljós að mikill meirihluti þeirra sem svöruðu henni liti á klukkubreyting- arnar sem óþægindi sem yllu svefn- og heilsufarsvandamálum, auk þess sem þær ykju líkurnar á umferðar- slysum. Violeta Bulc, yfirmaður sam- göngumála í framkvæmdastjórninni, sagði fjölmiðlum í gær að breytingin gæti tekið gildi annaðhvort árið 2020 eða 2021. Angela Merkel Þýska- landskanslari sagði að þetta yrði for- gangsmál hjá sér, en könnunin leiddi í ljós mikinn stuðning Þjóðverja við að afnema breytingarnar á klukk- unni. Munu hætta að breyta klukkunni  ESB fylgir niður- stöðu könnunar Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is GÓÐ HEYRN GLÆÐIR SAMSKIPTI! Með þeim heyrist talmál sérstaklega vel vegna þess að þau þekkja tal betur en önnur tæki. Tæknin sem þekkir tal Nýju ReSound LiNX 3D eru framúrskarandi heyrnartæki ReSound LiNX3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.