Morgunblaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018 VÖNDUÐ JEPPADEKK Á FRÁBÆRU VERÐI STÆRÐ 315/70R17 49.600,- kr. STÆRÐ 285/70R17 46.900,- kr. ARCTIC TRUCKS | KLETTHÁLSI 3 | 110 REYKJAVÍK | 540 4900 WWW.ARCTICTRUCKS.IS ÞÚ FÆRÐ JEPPADEKKIN HJÁ OKKUR! Áveiðislóð í sumar, þarsem ég taldi mig verautan þjónustusvæðis,hringdi síminn. Sam- bandið var slæmt en eftir nokkra snúninga komst ég að því að verið var að safna fyrir góðu málefni sem ég hefði verið svo vinsam- legur að styrkja mörg undanfarin ár... Ég reyndi að víkja mér und- an en símamaðurinn herti sóknina og ég þurfti að láta mér detta í hug afsakanir – en kunni ekki við að segjast vera í veiðitúr og reyna um leið að sannfæra hann um að ég ætti ekki fyrir styrkn- um til félagsins. Loks gafst vinurinn upp og breytti um umræðuefni: Þar sem ég væri íslenskufræðingur vildi hann bera upp við mig hvort ekki væri ráð að einfalda tungumálið og hætta að sambeygja orð eftir kyni og tölu; sjálfur hefði hann alist upp erlendis og eftir að hann fluttist hingað hefði hann átt í mesta basli með að ná öllum þessum beygingum við ein- földustu hluti eins og að biðja um eina, tvær og þrjár flöskur, einn, tvo eða þrjá bjóra (þetta var áður en vísindagreinin um eitr- unaráhrif bjórs birtist), og eitt, tvö eða þrjú vatnsglös og hvort ég gæti ekki breytt þessu þannig að ein mynd yrði notuð af þessum töluorðum – eins og tíðk- aðist víða erlendis þar sem tungumál hefðu mjög þróast til einföldunar. Slík breyting yrði bæði honum og öllum nýbúum hér á landi til hagsbóta. Nú tók við ræða hjá mér um eðli málbreytinga; það væri hvorki á mínu valdi, né nokkurs annars, að fyrirskipa slíka breytingu. Á meðan leið veiði- tíminn en maðurinn lét sér ekki segjast, spurði hvort íslenskufræðingarnir réðu þessu ekki, við sem værum með „þrír ráðherrar“ úr okkar röðum og með fagleg ítök í forsetanum. Ég klóraði mér satt að segja aðeins í hausn- um yfir þessu og reyndi nokkrum sinnum að útskýra að vissulega þróuðust tungumál í ýmsar áttir en það gerðist á þeirra eigin forsendum og án þess að þau lytu öðru boðvaldi en hinu beina lýðræði okkar allra sem töluðum tungumálið á hverjum degi. Eftir að ég kom til byggða varð ég hugsi yfir þessari hugmynd minni um hið beina lýðræði. Kannski gæti boðvald ríkisins haft meiri áhrif en ég hélt – í ljósi sögu sem ég heyrði af ástandi bókmenntakennslu í einum framhaldsskólanna. Sagt var að þar nægði að taka fjóra áfanga í íslensku og að fólk gæti sloppið með tvo áfanga í bókmenntum: einn um bók- menntir síðara alda, þar sem kvæði Jónasar um Gunnarshólma væri óskilj- anlegt ungum lesendum sem aldrei hefðu heyrt á helstu persónur Njálu minnst, og annan um verk Halldórs Laxness – sem nemendur nenntu svo ekki að lesa þannig að kennarinn bjargaði sér með því að sýna þeim bara myndirnar sem hefðu verið gerðar eftir sögum Halldórs. Ef ríkið treystir sér til að bjóða ungu fólki upp á að fara svona bókmenntalega óinnréttað út í samfélagið hlýtur að vera lítið mál að einfalda sambeygingar og kynja- notkun svo enginn verði svikin um að geta beðið um „einn kók“ í næstu sjoppu. „Einn kók“ – og málið er dautt Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is Bara eitt málfræðikyn! Það er ekki á valdi íslenskufræðinga að fyrirskipa að bara ein mynd af töluorðum verði notuð. Það eru mikil þjóðfélagsleg umbrot á Vestur-löndum. Eftir rúma viku fara fram þing-kosningar í Svíþjóð og flest bendir til aðSvíþjóðardemókratar, sem eru flokkur langt til hægri, muni bæta við sig verulegu fylgi og hugsanlega verða annar stærsti flokkur Svíþjóðar. Í Þýzkalandi hefur framgangur Valkosts fyrir Þýzkaland (AfD) verið svo mikill að bæði Kristilegir demókratar og vinstri flokkarnir eru byrjaðir að bregðast við og þá gjarnan á þann veg, að færa sig nær þeim flokki í stefnumálum og málflutningi. Í Danmörku hefur orðið nánast grundvallar breyting á afstöðu danskra jafnaðarmanna til innflytjenda eftir að nýr leiðtogi tók við á þeim vígstöðvum. Og þannig mætti lengi telja. Hvað er að gerast í lýðræðisríkjum Vesturlanda? Í brezku vefriti, UnHerd.com, birtist nú grein eftir mann að nafni Henry Olsen, þar sem þeirri skoðun er lýst að hin hefðbundna skipting í stjórnmálum á Vesturlöndum á milli hægri og vinstri sé úrelt og í raun hrunin. Greinarhöfundur segir að í nær öllum þessum löndum hafi fylgi flokka, sem skil- greina sig á þennan hefðbundna hátt farið minnkandi en kjósendur í þess stað leitað á ný mið, til flokka sem segja megi að blandi saman í stefnuskrám sínum áherzluatriðum frá bæði hægri og vinstri. Þetta eru ekki nýjar kenningar. Þær hafa komið fram með ýmsum hætti á undanförnum árum en Henry Olsen telur að hin nýja skipting sé á milli þeirra, sem eru inni og hinna, sem eru úti. Í bók minni um Uppreisnarmenn frjálshyggjunnar í Sjálfstæðisflokknum, sem út kom fyrir síðustu jól viðra ég áþekkar skoðanir. Þar segir (á bls 122): „Í raun hefur orðið til á Íslandi, eins og í nálægum löndum, eins konar pólitísk yfirstétt eða „elíta“, sem hægt er að finna í öllum flokkum. Hún finnur til inn- byrðis tengsla, þegar henni finnst sameiginlegum hagsmunum ógnað. Kannski mætti kalla þennan hóp „hina nýju stétt“ með tilvísun í bók Milovan Djilas, sem á sínum tíma var varaforseti Júgóslavíu í tíð Títós. Bókin er lýsing á ráðandi stéttum embættismanna og starfsmanna kommúnistaflokka á þeim tíma. Það er ekki endilega mikill eðlismunur á þeim og elítum Vesturlanda nú á dögum.“ Og jafnframt segir (á bls 123): „Það er hægt að færa sterk rök fyrir því að skipt- ingin í stjórnmálum á Íslandi sé ekki lengur á milli hægri og vinstri eða á milli einstakra flokka heldur sé hún á milli þeirra fámennu samfélagshópa sem eru inni í valdahringnum og samanstanda af stjórnmála- mönnum, embættismönnum, sérfræðingum innan há- skólasamfélagsins og vissum hópum í viðskipta- og atvinnulífi og jafnvel í fjölmiðlum. Utan við þann hring stendur þorri þjóðarinnar.“ Þessi tilraun til að skilgreina þær breytingar, sem eru að verða í okkar samfélagi er mjög áþekk þeirri mynd, sem fyrrnefndur Henry Olsen dregur upp í hinu brezka vefriti UnHerd. Fyrr í þessari viku komu formenn þeirra tveggja stjórnmálaflokka sem öðrum fremur kenna sig við fé- lagshyggju fram í Kastljósi, þau Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og ræddu stöðu kjara- mála. Af máli þeirra var ekki hægt að greina, að þau gerðu sér nokkra grein fyrir því að slíkar breytingar væru að verða í okkar samfélagi. En þau eru ekki ein um það. Segja má að forystumenn flokka jafnaðarmanna um alla Evrópu standi frammi fyrir sama vanda. Yfirleitt standa flokkar þeirra höllum fæti og eru að missa fylgi. Þó er ljóst að Mette Frederiksen, formað- ur sósíaldemókrata í Danmörku er að reyna að snúa dæminu við og gerir það með því að nálgast sjónarmið Danska Þjóðarflokksins í málefnum innflytjenda. Í Þýzkalandi er á ferð á vinstri kant- inum kona að nafni Sahra Wagenknecht, sem verið hefur í forystusveit Die Linke, sem er flokk- ur lengst til vinstri. Hún virðist vera að reyna að leggja grundvöll að eins konar „samfylkingu“ vinstri manna þar í landi með myndun einhvers konar regnhlífarsamtaka, sem fólki úr öllum vinstri flokkum er boðin aðild að og nefnist Aufstehen. Markmiðið virð- ist vera að ná aftur kjósendum, sem hafa horfið til AfD og þá m.a. með stefnumörkun, sem snýr að takmörkun á fjölda innflytjenda. Nú má vel vera að þessum flokkum takist að ná ein- hverri viðspyrnu með þrengri pólitík gagnvart innflytj- endum en sá þáttur er aðeins hluti af vandanum. Fyrir skömmu birtist í Guardian grein eftir mann að nafni Andrew Brown, sem bersýnilega hefur búið lengi í Sví- þjóð. Hann fullyrðir að Svíþjóðardemókratar blómstri vegna þess að „elítan hafi misst tengslin við fólkið“. Að hlusta á Katrínu og Loga í Kastljósi og fylgjast með orðahnippingum forsætisráðherra og ASÍ síðustu daga vekur spurningu um hvort hið sama hafi gerzt hér. Þessi vandamál hafa brunnið meira á hefðbundnum vinstri flokkum en þeim sem standa til hægri. Þó er það svo að í eina tíð var danski Íhaldsflokkurinn áhrifa- mikill flokkur þar í landi. Hann er nánast horfinn af sjónarsviðinu og danski Þjóðarflokkurinn kominn í hans stað. Skoðanakannanir í Svíþjóð undanfarnar vikur benda til þess að Svíþjóðardemókratar gætu rutt „Móder- ötum“ til hliðar, sem leiðandi flokki á hægri kanti þar. Það er enginn óhultur – jafnvel ekki Valhöll! Hvað er að gerast í stjórnmálum Vesturlanda? Um elítur og „hina nýju stétt“ Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Eftir bankahrunið reyndu ýmsirþeir, sem höfðu að eigin dómi lítt notið sín áður, að gera sér mat úr því, ekki síst með því að níða niður landa sína erlendis. Í þessum hópi, sem ég hef kallað hrunmang- ara hefur mjög borið á prófess- orunum Þorvaldi Gylfasyni og Stef- áni Ólafssyni. Ég sé ekki betur en þeim hafi nýlega bæst nokkur liðs- auki. Hann er prófessor Gylfi Zoëga, sem skipulagði tveggja daga alþjóðlega ráðstefnu nú á fimmtudag og föstudag um fjár- málakreppuna 2007-9 og banka- hrunið á Íslandi, þar sem þeir Þor- valdur og Stefán töluðu báðir. Var ráðstefnan lokuð öðrum en sér- völdu fólki úr Háskólanum og Seðlabankanum. Hrunmangarafélagið á það hins vegar sameiginlegt með Hörmang- arafélaginu á átjándu öld, að það selur skemmda vöru. Í skrifum þeirra Þorvaldar og Stefáns á er- lendri grund morar allt í villum. Til dæmis kveður Þorvaldur Fram- sóknarflokkinn hafa fengið þing- meirihluta 1927 og Stefán segir Ís- lendinga hafa losnað undan ný- lenduáþján Dana 1945. Sumt er þó beinar rangfærslur frekar en meinlausar villur. Þor- valdur segir Seðlabankann til dæmis ekki hafa beitt sér gegn gjaldeyrislánum til einstaklinga þvert á gögn, sem sýna, að bankinn varaði margsinnis og sterklega við þeim. Og Stefán kveður Rannsókn- arnefnd Alþingis um bankahrunið hafa komist að þeirri niðurstöðu að seðlabankastjórarnir þrír hafi sýnt af sér alvarlega vanrækslu þótt í skýrslu nefndarinnar sé aðeins tal- að um vanrækslu. Raunar má geta þess að Rann- sóknarnefndin talaði (sjá 8. bindi skýrslu hennar, 21. kafla) um van- rækslu í skilningi laga nr. 142/2008, en þau voru lögin, sem samþykkt voru um nefndina eftir bankahrun- ið. Það hefur hingað til verið talin ein mikilvægasta regla réttarrík- isins að lög séu ekki afturvirk. En þeir sem kynnu að telja á sér brot- ið með þessari afturvirkni eiga væntanlega engra kosta völ því að Rannsóknarnefndin lét samþykkja sérstök lög um það 2009 að hún nyti friðhelgi gegn málshöfðunum. Fleiri loka dyrum en Hrunmang- arafélagið. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Leynifundur hjá Hrunmangarafélaginu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.