Morgunblaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018
Fyrstu fjárréttir haustsins verða í
dag. Fjöldi smærri rétta er um
helgina en einnig þekktar réttir
eins og Hlíðarrétt og Baldurs-
heimsrétt í Mývatnssveit sem báðar
verða á morgun, sunnudag.
Aðalréttahelgin verður þó eftir
viku. Þannig verður réttað víða á
Vestur- og Norðurlandi dagana 8.
og 9. september, eins og sést á
réttalista sem birtur er á vef
Bændablaðsins, bbl.is.
Tungnaréttir í Árnessýslu verða
8. september en Hrunaréttir,
Reykjaréttir og Skaftholtsréttir
viku síðar; föstudaginn 14. og laug-
ardaginn 15. september.
Helstu réttirnar í nágrenni
höfuðborgarsvæðisins verða 15. og
16. september.
Flestar stóðréttir eru undir lok
september eða í byrjun október. Sú
þekktasta, Laufskálarétt í Hjaltadal
í Skagafirði, verður laugardaginn
29. september með tilheyrandi sýn-
ingum og skemmtunum í héraði.
Ekki rekið of hratt
Matvælastofnun hefur sent frá
sér tilkynningu þar sem bændur
eru beðnir að huga að velferð dýr-
anna þegar farið er í smala-
mennskur á afréttum og sundur-
drátt í réttum. Nefnt er að þannig
skuli standa að smölun að féð
hlaupi sig ekki uppgefið. Einkum
þurfi að huga að því þegar notuð
eru vélknúin farartæki sem aldrei
þreytast og eru hraðskreiðari en
hestar og kindur.
Sérstaklega er vakin athygli á
þeim mikla atgangi sem stundum
verður þegar kindurnar eru reknar
inn í almenning í réttum og þær
dregnar í dilka. Mikilvægt sé að
fullorðna fólkið sé þeim yngri til
fyrirmyndar, fari vel að fénu og
geri börnum grein fyrir því að kind-
urnar eru ekki reiðskjótar.
helgi@mbl.is
Bændur hefja sundurdrátt
fjár í fyrstu réttum haustsins
Mast biður bændur og búalið að huga að velferð fjárins
Morgunblaðið/Eggert
Straumur Fyrstu smalamennskur eru afstaðnar og réttað verður á nokkr-
um stöðum í dag. Réttadagurinn er einn helsti hátíðisdagur sveitanna.
Ljósmynd/Linda Björk Árnadóttir
Stærsti stuðarinn Öryggi starfsmanna Vegagerðarinnar og vegfarenda
hefur aukist til muna eftir að þessi öfluga varnarbifreið var tekin í notkun.
Stærsti stuðarinn
hefur reynst vel
við vegagerð
Þjónustustöð Vegagerðarinnar í
Hafnarfirði tók í sumar í notkun
öryggispúðabíl sem kallaður hefur
verið stærsti stuðari á Íslandi.
Bíllinn hefur verið notaður við
stórframkvæmdir í sumar, til
dæmis á Hellisheiði, þar sem um-
fangsmiklar malbikunarfram-
kvæmdir hafa staðið yfir.
„Það hefur ekki verið keyrt á
bílinn og við vonum að sjálfsögðu
að svo verði ekki,“ segir G. Pétur
Matthíasson, upplýsingafulltrúi
Vegagerðarinnar.
Að sögn G. Péturs finna starfs-
menn sem eru að vinna út á veg-
unum mikinn mun að hafa bílinn til
varnar. „Bæði það að það fylgir því
öryggistilfinning að hafa púðann
til varnar og svo líka það að vera
með þessi sterku, skæru og stóru
ljós og ljósaör sem er aftan á bíln-
um, sem vísar vegfarendum til
hliðar.“
Ljósin virka þannig að umferðin
hægir meira á sér þegar þessi bíll
er úti heldur en að það séu bara
vinnusvæðamerki út í vegkanti.
Bílinn er gerður fyrir vegi þar
sem hámarkshraði er 90 km og svo
er Vegagerðin með tvo aðra púða-
bíla sem eru fyrir minni hraða, eða
60 km. Þeir eru einnig notaðir á
fáfarnari vegum. sisi@mbl.is
HEKLA
Höldur
frábæru verði. Þannig er ŠKODA. Komdu og prófaðu þá
nýjustu frá ŠKODA. Hlökkum til að sjá þig!
Nú er tækifærið til að fá sér nýjan bíl frá ŠKODA á einstöku
verði. Þegar styttist í veturinn er gott að vera á öruggum og
öflugum bíl sem er sparneytinn, tæknilega vel útbúinn og á
Besta Škodaverðið 3.750.000 kr.
Škoda Octavia Limo Ambition / 1.6 TDI / Dísil / Sjálfskiptur
Listaverð: 4.090.000 kr.
340.000 kr.
Afsláttur
· Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum
ŠKODA uppfyllir allar þínar óskir.
Besta Škodaverðið 4.580.000 kr.
Škoda Superb Limo Ambition / 2.0 TDI / Dísil / Sjálfskiptur
Listaverð: 5.060.000 kr.
480.000 kr.
Afsláttur
5
ár
a
áb
yr
gð
fy
lg
ir
fó
lk
sb
ílu
m
H
E
K
LU
að
up
pf
yl
ltu
m
ák
væ
ðu
m
áb
yr
gð
ar
sk
ilm
ál
a.
Þ
á
er
að
fin
na
á
w
w
w
.h
ek
la
.is
/a
by
rg
d