Morgunblaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018 Bragð af vináttu • Hágæðagæludýrafóður framleitt í Þýskalandi • Bragðgott og auðmeltanlegt • Án viðbættra litar-, bragð- og rotvarnarefna Útsölustaðir: Byko, Dýraland, Gæludýr.is, 4 loppur, Multitask, Launafl, Vélaval, Landstólpi. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Pólska skipasmíðastöðin Crist hefur tilkynnt Vegagerðinni að hún muni ekki afhenda nýja Vestmanna- eyjaferju fyrr en í nóvember og hef- ur nefnt 15. nóvember í því sam- bandi. Vegagerðin vonast til þess að sú tímasetning standi. Fólk sem þekkir til framvindu verksins telur hins vegar vel sloppið ef skipið fæst afhent á árinu en það gæti hugsan- lega dregist lengur. Upphaflega var stefnt að afhendingu í lok júlí en drátturinn er bæði vegna breytinga sem verkkaupi hefur óskað eftir og tafa hjá skipasmíðastöðinni. Skipið verður ekki tekið í notkun fyrr en einhvern tímann í desember, í fyrsta lagi, og slæmt veður á þeim tíma getur valdið erfiðleikum við sigl- ingar í Landeyjahöfn. Búið að kaupa landtengingar Vegagerðin hafði áhuga á að fá skipið afhent snemma að vori til þess að skipstjórnarmenn og aðrir úr áhöfn gætu lært á það við góðar veðuraðstæður að sumri til. Útboðið dróst þar sem fjármögnun var ekki klár. Þegar samið var um smíðina átti að afhenda skipið úti í Póllandi í lok júlímánaðar. Ákveðið var að ráðast í breytingar á skipinu. Að sögn Sigurðar Áss Grétarssonar, framkvæmdastjóra siglingasviðs Vegagerðarinnar, var það gert til að gera það betra til sigl- inga til Þorlákshafnar, á kostnað siglinga til Landeyjahafnar. Einnig að lengja það til að halda djúpristu. Þá ákvað samgönguráðherra að gera breytingar þannig að unnt yrði að knýja skipið alfarið með rafmagni í siglingum til Landeyja. Skilatíma var frestað til 22. september, vegna þessara breytinga. Mikinn búnað þarf í skipið og í landi til að hægt sé að nota rafmagn. Skrifað hefur verið undir samning um landtengibúnað. Afl hans er 2,5 MW en til samanburðar má geta þess að afl nýjustu virkjunar Lands- virkjunar, Búrfellsstöðvar II, er 100 MW. Búnaðurinn er sjálfvirkur og á að tengjast við ferjuna á nokkrum sekúndum og hleðslan á aðeins að taka 30 mínútur. Tenglar verða bæði á stjórnborð- og bakborðshlið Herjólfs og kló á landtengiturnum í Vestmannaeyjum og Landeyjahöfn. Búnaðurinn kostar 225 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Enn langt í fyrstu ferð Síðan hefur skipasmíðastöðin lent í seinkunum, óskaði fyrst eftir fram- lengingu skilafrests til 15. október og tilkynnti síðar einhliða seinkun til 15. nóvember. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins er fólk sem þekkir til verksins ekki sannfært um að sú áætlun gangi eftir. Sigurður segir að miðað við gang verksins sé ekki útilokað að tímasetningin standist. Forsvarsmenn skipa- smíðastöðvarinnar virðist sann- færðir um það sjálfir. Siglingin til Íslands tekur að minnsta kosti viku. Sigurður segir ekki óalgengt að laga þurfi atriði sem komi upp á siglingunni. Síðan þurfi rekstraraðilinn, félag á vegum Vestmannaeyjabæjar, að undirbúa reksturinn, meðal annars með papp- írsvinnu, björgunaræfingum og upp- setningu ýmiss búnaðar. Ljóst er af þessu að komið verður eitthvað fram í desember þegar siglingar geta hafist. Styttist í uppsagnir Eimskip rekur gamla Herjólf þar til ný ferja hefur siglingar en samn- ingurinn við ríkið rennur endanlega út um áramót. Fyrirtækið hefur sagt upp starfsmönnum sem hafa 4 og 6 mánaða uppsagnarfrest en hefur beð- ið með uppsagnir þorra starfsfólksins sem hefur þriggja mánaða uppsagn- arfrest. Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri Herjólfs, segir að þær uppsagnir verði að óbreyttu til- kynntar undir lok þessa mánaðar þannig að starfsfólkið hætti um ára- mót. Gunnlaugur segir að félagið hafi lengi annast þessar siglingar og vilji skila verkefninu af sér með sóma. Ef frekari dráttur verði á því að nýja ferjan komist í gagnið sé Eimskip reiðubúið að ræða framlengingu samninga, að höfðu samráði við starfsfólkið. Vegagerðin hefur einn- ig þann kost að fela rekstrarfélagi Vestmannaeyjabæjar að taka við rekstri gamla Herjólfs, þegar samn- ingur Eimskips rennur út. Eftir að breyta höfninni Landeyjahöfn hefur venjulega verið alveg eða að mestu lokuð fyrir Vestmannaeyjaferjuna frá því í lok nóvember eða byrjun desember og fram í mars eða apríl. Eftir er að koma í ljós hvernig nýju ferjunni vegnar í vetur. Til stendur að gera breytingar á Landeyjahöfn til að gera siglingar nýju ferjunnar örugg- ari, meðal annars með stækkun snúningspláss í höfninni og land- föstum dýpkunarbúnaði. Skrifað var undir samninga við Ístak í gær en ljóst er að endurbæturnar verða ekki tilbúnar fyrr en næsta haust. Samningsupphæð er 743 milljónir. Sigurður segir að þótt stjórnhæfni nýja skipsins sé betri en gamla Herjólfs og það ristri grynnra verði frátafir frá siglingum í Landeyja- höfn væntanlega nokkrar í vetur, meiri en gert sé ráð fyrir í framtíð- inni. Ferjan muni alltaf geta siglt til Landeyjahafnar, þegar veður er gott. Hún eigi að vera gott sjóskip og geti siglt til Þorlákshafnar þegar Landeyjahöfn lokast. Óvíst hvort skilatími stenst  Skipasmíðastöðin segist afhenda nýja Herjólf 15. nóvember, fjórum mánuðum eftir áætluð verklok Ljósmynd/Crist Í smíðum Unnið er að fullu við smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju í skipasmíðastöð Crist SA í Póllandi. Skipið verður rafknúið og þarf öflugan tækjabúnað. Flókið Greinilega eru mörg handtök eftir í salarkynnum skipsins. „Hlaupið verður haldið. Við gáfum það út fyrir fyrsta hlaupið að það yrði haldið þótt við yrðum bara tveir,“ segir Sigmar Þröstur Óskars- son, annar af forsvarsmönn- um Vestmannaeyjahlaupsins sem haldið verður í dag. Óvissa var í gær um hvort hluti af skráðum keppendum kæmist vegna þess að útlit var fyrir að Herjólfur myndi þurfa að sigla til Þorláks- hafnar, að minnsta kosti fyrri ferð dagsins. Herjólfur sigldi til Þorláks- hafnar í gær vegna öldugangs við Landeyjahöfn og Gunn- laugur Grettisson, rekstrar- stjóri Herjólfs, sagði í gær að útlitið fyrir daginn í dag (laugardag) væri ekki gott. Verði það raunin að Herjólfur sigli til Þorlákshafnar í dag missa þeir hlauparar sem treysta blint á að komast fram og til baka sama daginn af viðburðinum. Sigmar segir að 250 þátt- takendur séu skráðir í hlaup- ið. Þar af hafi 150 verið með frímiða með Herjólfi í dag (laugardag). Hann segir að er- lendir þátttakendur séu þegar komnir til liðs við heimamenn sem taka þátt og einhverjir af þeim sem ætlað höfðu með laugardagsferðum Herjólfs hafi náð að breyta bókun og ætlað með seinni ferð skips- ins í gær. Fleiri viðburðir eru í Eyjum um helgina, meðal annars ár- gangamót nemenda. Gunn- laugur taldi að flestir þeirra dveldu í fleiri daga og kæmu sér tímanlega til Eyja. helgi@mbl.is Hlauparar í vandræðum að komast SIGLT Í ÞORLÁKSHÖFN Gamli Herjólfur á siglingu. Ljósmynd/Óskar Pétur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.