Morgunblaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018 Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Mér fannst þegar ég kom þarna inn að tíminn hefði staðið í stað,“ segir Bára Kristinsdóttir ljósmyndari um gamalt nælonhúðunarverkstæði sem hún myndaði á árunum 2013 til 2016. Bára stendur nú fyrir sýningunni Allt eitthvað sögulegt þar sem hún sýnir afrakstur þriggja ára vinnu. Sýningin er í Sverrissal Hafnar- borgar og stendur til 21. október. „Það var þannig að ég átti erindi á þetta verkstæði til þess að fá verk unnið. Þá sögðu þeir mér það að þeir væru bara varla þarna vegna þess að þeir væru að fara að hætta. Þá fór ég að spá í það að þetta væri nú svolítið sérstakt og að ég ætti nú að fá að mynda þarna. Þá spurði ég Elías, eigandann, að því hvort ég mætti koma og þá sagði hann eins og hans var von að vísa svolítið hryssings- lega við mig: „Þú getur alveg mynd- að allt hér en þú mátt ekki mynda mig.“ Ég tók hann á orðinu.“ Eftir þetta mætti Bára reglulega í kaffi á verkstæðið. „Elías var skemmtilegur karl. Ég sat og drakk með honum kaffi dag eftir dag og hlustaði á sögurnar hans. Svo ákvað ég að gamni mínu að taka myndbönd af honum þegar ég var í kaffi. Hann vissi ekkert af því fyrst en svo sagði ég honum nátt- úrulega frá því. Hann sætti sig við það, leyfði mér að taka myndbönd og fór að segja mér sögur á mynd- bandi.“ Myndbandið er aðgengilegt á heimasíðu Báru, www.baraljos.is. Elías hét fullu nafni Elías Guð- mundsson en hann lést í fyrra. „Það var mjög gaman að tala við hann og ég sakna hans. Það er svo- lítið leiðinlegt að hann skyldi ekki sjá bókina en hann sá myndbandið þegar það var sýnt 2014. Hann hló alltaf þegar ég sagði að það myndi koma út bók, honum fannst þetta al- veg fáránlegt,“ segir Bára en hún gaf út sína fyrstu bók á dögunum sem er samnefnd sýningunni og inniheldur verk sem einnig eru sýnd á sýningunni í Hafnarborg. „Ég fékk Jón Kalman Stefánsson til þess að skrifa texta í bókina. Hann skrifar textann út frá sinni upplifun af myndböndunum, öllum upptökunum og myndunum. Hann hitti aldrei Elías en ég vildi líka hafa þetta þannig svo þetta væri ekki bein heimild heldur frekar þessi upplifun sem maður verður fyrir þegar maður kemur inn á einhvern svona stað og hittir svona menn eins og Elías og Baldvin,“ segir Bára en Baldvin var eini starfsmaður verk- stæðisins, Nælonhúðunar ehf., sem var eftir þegar Bára fór að venja komur sínar þangað. „Þetta er gríðarlega stórt verk- stæði og hafði verið mannmargt á sínum tíma. Svo hafði tíminn bara tekið sinn toll og þeirra vara var ekki jafn eftirsótt og áður.“ Bára segir að það að ganga inn í verksmiðjuna hafi verið eins og að ganga inn í horfinn heim. „Það var engin tölva þarna, þú gast ekki borgað fyrir neitt með kreditkorti, þeir voru svo mikið í gamla tímanum og myndirnar sýna það. Allar vélarnar voru að auki svo- lítið eins og þær væru mennskar. Maður fann svo mikið fyrir því, þessu handverki.“ Bára talar um Elías með vott af söknuði. „Hann Elías var mikill kattavinur. Var alltaf með einhverja villiketti hjá sér og segir sögur af því í myndbandinu. Það er mjög gaman af því að hlusta á það, hann var mjög fyndinn, karlinn.“ Einstakur kattavinur Hún bendir blaðamanni á mynd af einstaklega fallegri læðu. „Hann kallaði hana Kímelínusína. Hann var allur í því að snúa orðum við. Alls staðar sem kisa hafði verið að brölta og kannski lagt sig daginn áður eða vikuna áður þá settu þeir Baldvin púða daginn eftir svo hún gæti nú lagst á eitthvað mjúkt.“ Elías segir í myndbandinu að kattaástin hafi gengið í ættir. „Það er svo merkilegt með þessa kattaást að hún er landlæg í móðurættinni minni. Afi hann var alveg haldinn af kattarást, ég myndi næstum því segja heltekinn. Hann var voðalega góður við ketti, afi.“ Eins og áður sagði fékk Bára ekki strax að mynda Elías. Aðra sögu er að segja um Baldvin. „Baldvin er einstaklega skemmtilegur karakter. Hann tók strax vel á móti mér, ég fékk að mynda hann og það kjaftaði á honum hver tuska.“ Bára sýnir í bók sinni hvernig verkstæðið tæmist og treginn yfir því er áþreifanlegur. „Á þessum tíma sem þeir eru að gera sér grein fyrir því að þetta sé allt að vera búið þá fannst mér vera svolítið þungt yfir þeim, þeir voru svolítið daprir, báðir.“ Eftir að verksmiðjunni var lokað endanlega hélt Bára áfram að mynda. „Þegar verksmiðjan hætti og allt var tekið þaðan sátu eftir för- in á veggjunum, ummerki um það líf sem var.“ Ljósmynd/Bára Kristinsdóttir Verkfæri Ein ljósmynda sýningarinnar. Bára tók samskonar mynd eftir að verkstæðinu var lokað, þá af tómum vegg. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Ljósmyndari Bára hefur tvisvar áður fest horfinn veruleika á filmu. Horfinn heimur festur á filmu  Innsýn í líf tveggja eldri manna á nælonhúðunarverkstæði  Tók myndir yfir þriggja ára tímabil Kvikmyndirnar sem tilnefndar eru til Lux-verðlaunanna, kvikmynda- verðlauna Evrópuþingsins, verða sýndar á Alþjóðlegri kvikmynda- hátíð í Reykjavík, RIFF, sem hefst 27. september og lýkur 7. október. Tilkynnt verður um verðlauna- hafann 14. nóvember og er kvik- mynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, ein þriggja mynda sem keppa um titilinn besta kvik- mynd ársins í Evrópu. Hinar tvær verða sýndar á hátíðinni, þýsk- austurríska kvikmyndin Styx eftir leikstjórann Wolfgang Fischer og The other side of everything, serb- nesk-, katarísk-frönsk framleiðsla eftir leikstjórann Milu Turajlic. Styx Fischer fjallar um konu sem fer á skútu yfir Atlantshafið og lendir í stormi. Þegar lægir rekur hana að fiskibáti sem er fullur af flóttamönnum. Hin myndin fjallar um serbneska konu sem fer í gegn- um flókna fjölskyldusögu sína og harmi þrungna sögu lands síns í gegnum móður sína, skv. tilkynn- ingu frá RIFF. Kvikmyndirnar þrjár fjalla því allar um konur sem takast á við ólíkar áskoranir. Kvikmyndir tilnefndar til Lux á RIFF Í stríði Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverkið í Kona fer í stríð. Sönghóparnir Út í vorið og 3 klass- ískar halda söngtónleika í Háteigs- kirkju á morgun kl. 16. Sönghóparnir hafa ekki sungið saman frá því í Flat- ey á Skjálfanda árið 2001 og því tími til kominn að þeir stilli saman strengi sína, eða öllu heldur raddbönd. Þeir sem koma fram eru Björk Jónsdóttir, Jóhanna V. Þórhallsdóttir, Signý Sæ- mundsdóttir, Ásgeir Böðvarsson, Bjarni Jónatansson, Einar Clausen, Gunnar Hrafnsson, Halldór Torfason og Þorvaldur Friðriksson. Út í vorið og 3 klassískar syngja saman Listakona Jóhanna V. Þórhallsdóttir. ICQC 2018-20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.