Morgunblaðið - 01.09.2018, Qupperneq 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018
höfðingjans eins og skógardís og
áttu þau saman margan ham-
ingjudag.
Við Margrét kveðjum Inga
Tryggvason með virðingu og
þökk.
Guðni Ágústsson.
Ingi Tryggvason hefur nú lok-
ið langri og gifturíkri ævi. Hann
var ótrúlega ern framundir það
síðasta. Þegar ég heimsótti hann
í júlí á öldrunardeildina á Sjúkra-
húsinu á Húsavík var hann enn á
leið að skipuleggja landrækt og
vildi helst fara með mig að „skoða
skógræktina“ á Narfastöðum.
Það varð ekki enda var þetta
draumsýn þess manns sem hugs-
aði um landið sem lifandi afl sem
aldrei vék úr huga hans.
Ingi og Unnur móðir mín voru
bekkjarsystkini í Kennaraskól-
anum fyrir miðja síðustu öld. Þau
héldu alltaf góðu sambandi og
hittust með samnemendum, en
þegar bæði höfðu misst maka
sína tóku þau upp sambúð.
Það var mikil gæfa fyrir bæði
og þau áttu næstum 30 góð ár
saman, ferðuðust um landið og
heiminn vítt og breitt, áttu stóran
vinahóp að ekki sé minnst á fjöl-
skyldur beggja, sem tóku þessari
sambúð afar vel. Þau undu sér vel
á Narfastöðum á sumrin, en
lengst af bjuggu þau í Lönguhlíð-
inni að vetrinum en síðustu árin á
Sléttuveginum. Ingi var einstak-
ur framkvæmdamaður og féll
aldrei verk úr hendi. Mörg sumur
á Narfastöðum, þar sem hann
breytti fjárhúsum í myndarlega
ferðaþjónustu, eru ógleymanleg-
ur tími, ekki síst okkur systrum,
sem tókum virkan þátt í upp-
byggingunni þar með mömmu og
Inga. Þau voru bæði vel hagmælt
og skiptust gjarnan á vísum,
óteljandi eru stökurnar í gesta-
bókum og bréfum þeirra.
Ingi var góður Íslendingur
sem unni landi sínu og þjóð, afar
fróður og verkhagur, metnaðar-
fullur og vandvirkur. Hann var
líka heimsborgari, ferðaðist um
flestar heimsálfur með sína góðu
tungumálakunnáttu og þekkingu
á menningu og sögu annarra
þjóða.
Ógleymanlegt er ferðalag okk-
ar systkina með mömmu og Inga
þvert yfir Atlantshafið þegar
mamma var níræð, en Ingi tæp-
lega 92ja ára. Ingi var elstur far-
þega skemmtiferðaskipsins og
hrókur alls fagnaðar. Heimferðin
er mér sérstaklega ofarlega í
huga, þegar við höfðum öll átt
góða daga í New Orleans við dun-
andi jasstónlist og góðan mat, og
haldið var heim í flugi. Mér tókst
að týna þeim báðum, Inga og
mömmu, þegar við biðum flugs í
Denver. Mamma hvarf að kaupa
jólagjafir en Ingi þurfti að ganga
út fyrir flugstöðina að skoða
fjallahringinn og athuga með
veðráttuna.
Þannig voru þau allt fram und-
ir það síðasta, forvitin, lífsglöð og
virkir þátttakendur í samfélaginu
og öllu sem gerðist í kringum
þau. Fyrir allt þetta ber að
þakka, innilega vináttu og um-
hyggju Inga og marga ógleym-
anlega daga bæði norður í
Reykjadalnum og annars staðar í
veröldinni.
Nú lýkur þessum góðu ævi-
dögum og mikill höfðingi er horf-
inn inn í skóginn sinn græna, þar
sem honum leið alltaf best.
Við Stefán og fjölskyldan
þökkum Inga fyrir óteljandi góð-
ar stundir og sendum sonum
hans og fjölskyldum þeirra inni-
legar samúðarkveðjur.
Þórunn Sigurðardóttir.
Það er sjónarsviptir að Inga
Tryggvasyni sem nú er látinn í
hárri elli. Alla ævi var hann ötull
athafnamaður og frumkvöðull.
Hann unni átthögum sínum, trúði
á framtíð þeirra og tók virkan
þátt í framþróun og uppbyggingu
á heimaslóð. Á ferli sínum var
hann kennari, bóndi, félagsmála-
maður, sparisjóðsstjóri, alþingis-
maður, formaður Stéttarsam-
bands og framkvæmdastjóri. Á
þeim aldri sem aðrir flestir setj-
ast um kyrrt hóf hann myndar-
legan feril sem ferðamálafrömuð-
ur og skógræktarmaður á
Narfastöðum í Reykjadal.
Það var mikil gæfa móður okk-
ar, Unni Kolbeinsdóttur, að leiðir
þeirra Inga lágu aftur saman eft-
ir að bæði voru orðin ekkjufólk.
Þau höfðu á unga aldri verið
skólasystkin í Kennaraskólanum.
Fyrir tæpum þremur áratugum
hittust þau aftur og tóku saman.
Þau ferðuðust lengi víða, tóku
mikinn þátt í hvers konar fé-
lagslífi með fólki á sama aldurs-
skeiði, meðal annars kennurum,
og áttu saman ánægjulegt og
myndarlegt gestrisniheimili,
bæði í höfuðborginni og á Narfa-
stöðum.
Þau voru samtaka, tóku gott
tillit hvort til hins og veittu hvort
öðru félagsskap og vináttu sem
jafningjar. Þetta var Inga ekki
fullþakkað.
Ingi var sjóður fróðleiks og
lífsreynslu og ákaflega áhuga-
mikill um menningu, þjóðþrif og
framfarir.
Að loknu kennaraprófi hafði
hann ungur sótt sér viðbótar-
menntun erlendis, en metnaður
hans var allur í heimahögum. Al-
veg til síðustu daga var hugur
hans fullur af hugmyndum og til-
lögum um verkefni og fram-
kvæmd, ólgandi af dugnaði og
vinnugleði. Hann hélt fast í þær
hugsjónir sem hann hafði tileink-
að sér ungur maður um sveita-
menningu og myndarskap, um
reisn og framför alls landsins og
allrar þjóðarinnar. Trúin á landið
og þjóðina vék aldrei frá honum
og honum var ævinlega umhugað
um ræktun lands og lýðs. Skóg-
ræktarbrekkurnar á Narfastöð-
um eru minnisvarði um þennan
ungmennafélaga.
Margar skemmtilegar fróð-
leiksstundir með Inga lifa í end-
urminningunni. Hann var hlýr
maður, yfirvegaður, viðræðugóð-
ur og ræðinn. Hann var bæði
námfús á nýmæli og veitull á frá-
sögur, reynslu og þekkingu frá
langri tíðindasamri ævi. Í minn-
ingunni lifa stundir frá breyting-
unum miklu sem hann gekkst
fyrir á Narfastöðum og vann við
eigin höndum, og líka frá skíða-
göngu upp um allar hlíðar og út-
haga á björtum vetrardegi. Ingi
var ótrúlega sterkseigur maður
og mátti miklu yngi maður hafa
sig allan við, hvort sem var verk
eða leikur með Inga.
Nú er kveðjustund að sinni.
En fyrst og fremst er að þakka
Inga vináttu hans, hlýhug og góð-
vild. Við sem erum fjölskylda
Unnar sendum Þorsteini, Stein-
grími, Unnsteini og öðrum af-
komendum og vandafólki Inga
innilegar samúðarkveðjur. Ingi á
góða heimvon, Guði falinn.
Jón Sigurðsson.
Öldungur hefur kvatt. Orðið
var mál að hvílast eftir langan
dag. Margs er að minnast frá lið-
inni tíð. Fyrstu kynni mín af Inga
eru mér í fersku minni.
Þá var ég nemandi hans í
Laugaskóla. Landafræðitímarnir
þóttu mér oft fyrirkvíðanlegir.
Aldrei fékk ég þó ákúrur fyrir lé-
lega frammistöðu þó oft væri
ástæða til. Dönskutímarnir voru
öðruvísi, þá fékk ég oft viður-
kenningarorð. Honum virtist
tamara að láta í ljós velþóknun en
aðfinnslur.
Löngu síðar kynntist ég kost-
um hans við allt aðrar aðstæður.
Eflaust hefur hann haft sína galla
eins og annað fólk, en ég kynntist
þeim aldrei.
Ég þekkti bara gamla góða
Inga sem alltaf var hægt að tala
við um hvað sem var. Manninn
sem tók öllu sem að höndum bar
með sérstöku jafnaðargeði og yf-
irvegun.
Það var einstakt að fylgjast
með starfsorku hans og fram-
kvæmdaáhuga löngu eftir að
hann var kominn á þann aldur
sem flestir eru sestir í helgan
stein. Eftir að hann var kominn á
sjúkrahúsið heimsótti ég hann af
og til. Í nokkur síðustu skiptin
tók ég eftir að því að eitthvað var
farið að skolast til í kolli gamla
mannsins.
Hugurinn var þó alltaf heima á
Narfastöðum og hann á leiðinni
heim að stækka skógræktargirð-
inguna.
Í okkar síðasta samtali barst
talið að skógræktinni eins og
venjulega. Þá gat ég sagt honum
að nú væri stafalogn, rigning og
14 stiga hiti. „Já, það er nú ekki
amalegt fyrir skóginn,“ sagði
hann.
Áfram mun sól og regn næra
skóginn hans Inga sem verður
um ókomna tíð minnisvarði um
einstakan mann.
Ég kveð frænda minn og vin
með þökk fyrir allt og allt og
votta fjölskyldu hans samúð
mína.
Sigrún Baldursdóttir,
Sílalæk.
Löngu og farsælu ævistarfi
Inga Tryggvasonar fv. alþingis-
manns er nú lokið. Á 97 árum
hefur margt breyst í íslensku
samfélagi og Ingi kom svo sann-
arlega víða við og lagði gjörva
hönd á plóg. Hann fæddist inn í
stóra fjölskyldu sem setti svip
sinn og hafði áhrif á þjóðlífið,
bæði í heimabyggð í Reykjadaln-
um svo og á landsvísu og svo
sannarlega tók Ingi þátt í þeirri
þróun.
Ingi var skólamaður, stundaði
kennslu um árabil og tók þátt í
stefnumótun skólamála. Hann
var bóndi og byggði upp stórbýli
á þess tíma mælikvarða á Kárhóli
í Reykjadal. Síðar varð hann for-
ystumaður og gegndi fjölda trún-
aðarstarfa innan bændahreyfing-
arinnar og var m.a. formaður
Stéttarsambands bænda í nokk-
ur ár. Hann gerðist ferðaþjón-
ustubóndi á þeim aldri sem ýmsir
aðrir voru að ljúka sínum starfs-
ferli og rak þá starfsemi af stór-
hug í mörg ár að Narfastöðum í
sömu sveit. Segir sagan að þá
hafi hann brugðið sér í meirapróf
og keypt fólksflutningabíl til að
geta ekið gestum sínum um ná-
grennið, fögur héruð Þingeyjar-
sýslna, sem skarta öllum helstu
náttúruperlum Íslands. Sonur
hans, Unnsteinn, hefur nú tekið
við þeim kyndli og rekur ferða-
þjónustuna af miklum myndar-
brag. Þá tók Ingi virkan þátt í
uppbyggingu Ferðaþjónustu
bænda og var þar í forystuhlut-
verki um árabil. Hann var skóg-
arbóndi og mikill áhugamaður
um náttúruvernd. Hann var
áhugasamur um uppbyggingu
sparisjóðanna í landinu, spari-
sjóðsstjóri og stjórnarmaður í
Sparisjóði Reykdæla/Þingeyinga
um 30 ára skeið. Já, sporin hans
Inga liggja víða og hann hafði svo
sannarlega áhrif á samtíð sína.
En það var á vettvangi stjórn-
málanna sem leiðir okkar lágu
saman. Ingi var alþingismaður
fyrir Framsóknarflokkinn kjör-
tímabilið 1974 – 78 og var þá bú-
inn að vera varaþingmaður kjör-
tímabilið á undan. Ég átti á
þessum tíma sæti í bæjarstjórn
Húsavíkur fyrir Framsóknar-
flokkinn og áttum við Ingi gott
samstarf á þessum árum. Eftir
kosningar 1978 varð Ingi aftur
varaþingmaður en við óvæntar
kosningar til Alþingis í desember
1979 ákvað hann að draga sig í
hlé á þessum vettvangi og snúa
sér að öðrum verkefnum enda
áhugamálin mörg eins og að
framan greinir og ævistarfinu
hvergi nærri lokið. Hann gegndi
margvíslegum trúnaðarstöfum
og sat í fjölmörgum nefndum á
vegum Framsóknarflokksins og
áttum við þar gott og farsælt
samstarf.
Framsóknarflokkurinn og
framsóknarmenn, bæði í héraði
og um land allt, þakka Inga fyrir
hans störf í þágu lands og þjóðar
og votta fjölskyldu hans og
vandamönnum dýpstu samúð.
Um leið og ég þakka Inga vin-
áttu og traust samstarf sendi ég
fjölskyldunni innilegar samúðar-
kveðjur.
Guðmundur Bjarnason.
Þegar öflugir athafnamenn
kveðja staldra samferðamenn-
irnir við og horfa um öxl.
Ingi Tryggvason var fæddur á
Laugabóli í Reykjadal 1921 og
var fyrst og fremst Reykdæling-
ur þau 97 ár sem honum voru
gefin, þó að starfsvettvangur
krefðist á stundum annarrar bú-
setu.
Fyrstu kynni mín af Inga
voru þegar ég fékk sparisjóðs-
bók nr. 35 í Sparisjóði Reykdæla
árið 1952. Ingi var þá stjórnar-
maður og fyrsti féhirðir nýstofn-
aðs Sparisjóðs Reykdæla og því
starfi sinnti hann til ársins 1979.
Farsælt starf Inga og eftir-
manna hans hjá sparisjóðnum
efldu sparisjóðinn þannig að
sjóðurinn varð kjölfesta við sam-
einingu sparisjóða í Suður-Þing-
eyjarsýslu í lok síðustu aldar.
Í Laugaskóla nam ég tungu-
mál og fleiri fræði hjá Inga og bý
enn að þeim fræðum. Laugaskóli
var honum ætíð hugleikinn,
hann kenndi þar í um 20 ár og
átti sinn þátt í að skólinn starfar
enn.
Við Ingi unnum lengi saman í
Framsóknarfélagi Reykdæla og
þar valdist Ingi til forystu og var
þingmaður Norðurlandskjör-
dæmis eystra 1974-1978. Ingi sat
í miðstjórn Framsóknarflokks-
ins, mætti gjarnan á miðstjórn-
arfundi og var þar með skýrustu
og tillögubestu ræðumönnum
fram á þessa öld.
Málefnum bænda sinnti Ingi
af sama krafti og öðrum málum
sem hann gaf sig að, einnig þar
valdist hann fljótt til forystu og
var formaður Stéttarsambands
bænda frá 1981-1987.
Ingi varð fljótt virkur þátttak-
andi í starfi Veiðifélags Reykja-
dalsár og Eyvindarlækjar og
nýtti bændadaga til laxveiði.
Hann var einnig boðinn og búinn
til aðstoðar við ræktunarstarf
Reykjadalsár og síðasta verk
hans á því sviði var för hans 2011
ásamt formanni veiðifélagsins á
tveimur vélfákum frá Narfastöð-
um vestur í Seljadal með 5.000
laxaseiði sem sleppt var í Selja-
dalsá. Meðalaldur þátttakenda í
þeirri för var 79 ár.
Starfslok og eftirlaun eru
gjarnan miðuð við 67 ára aldur.
Það hentaði Inga ekki. Árið 1988
hóf hann uppbyggingu ferða-
þjónustu á Narfastöðum og hef-
ur ásamt syni sínum og tengda-
dóttur búið þar góða aðstöðu til
gistingar og veitinga fyrir allt að
100 næturgesti. Einnig á þessu
sviði reyndist Ingi forgöngu-
maður og sat hann um árabil í
stjórn Ferðaþjónustu bænda.
Jafnframt uppbyggingu
ferðaþjónustunnar hóf Ingi
skógrækt á Narfastöðum sem
raunar kom heimamönnum ekki
á óvart því faðir hans, Tryggvi
Sigtryggsson á Laugabóli, var
frumkvöðull skógræktar í
Reykjadal. Nú hefur skógi verið
plantað í tugi hektara af landi
Narfastaða. Mun skógurinn sem
þar vex minna á eljusemi Inga
um ókomin ár.
Annað dæmi um áhuga Inga á
að fegra og bæta sitt umhverfi er
lítil tjörn sem hann lét gera aust-
an þjóðvegar í landi Narfastaða,
ábúendum og vegfarendum til
yndisauka.
Segja má að einkunnarorð
HSÞ „Ræktun lýðs og lands“
lýsi vel starfsferli Inga Tryggva-
sonar. Eru honum að leiðarlok-
um færðar þakkir fyrir farsælt
ævistarf um leið og aðstandend-
um er vottuð samúð við fráfall
dáðadrengs.
Ari Teitsson.
Það var brakandi þurrkur í
upphafi ágústmánaðar 1984 og
heyskapur gekk vel í Reykjadal
en þrátt fyrir sól og blíðu hvíldi
skuggi yfir sveitinni. Við Ingi sát-
um í stofunni á Kárhóli og felld-
um tár. Það var hljótt á Narfa-
stöðum, hann spurði og ég sagði
frá. Ég lýsti atburðum á meðan
ég barðist við tárin, Ingi hlustaði
og hélt andlitinu, að mestu. Við
þekktumst lítið, höfðum hist í ör-
fá skipti, talað í síma og við
Tryggvi heimsótt þau á heimili
þeirra Önnu. Við höfðum einnig
farið út að borða, Anna, ég og
feðgarnir. Það var þá sem hann
sagði mér frá því að Tryggvi
hefði verið kominn með alskegg
15 ára, við hlógum. Og sagði mér
sögur af því hve ungur strák-
urinn hafði verið þegar hann fór
að gera við vélarnar á Kárhóli og
að það hefði verið hvimleitt fyrir
pabba hans, þegar drengurinn
hunsaði skólabækurnar á vorin
og fór þess í stað að smyrja tækin
og undirbúa vorverkin. Stoltið í
svipnum leyndi sér ekki þó að
sonur hans gerði ekki mikið úr
þessu. Rúmu ári síðar sátum við
á þessari erfiðu stundu, hann
áhrifamaður á mörgum sviðum,
kennari til margra ára, spari-
sjóðsstjóri, foringi bænda, póli-
tíkus, alþingismaður og höfuð
fjölskyldunnar, ég var kornung
og hafði ráðið mig sem kaupa-
konu í sauðburð hjá syni hans á
einu kaldasta vori þar nyrðra,
syni sem nú var fallinn frá. Við
Ingi áttum eftir að tengjast fjöl-
skylduböndum, við vissum það
ekki á þessari stundu en Anna
Birta Tryggvadóttir varð síðar
sólskinsbarn og gleðigjafi afa
síns, þeirra samband var ein-
stakt. Hún eignaðist síðan dótt-
ur, Álfheiði Míu sem varð mjög
hænd að langafa sínum. „Komdu
sæl heillin!“ Þannig ávarpaði
hann mig og í símtölum okkar
veturinn áður þá töluðum við um
búskapinn, veður og verkefnin
sem voru efst á baugi. Hann vildi
fylgjast með, hafði áhuga á öllu
sem fram fór en faðir og sonur
ræddu oft málin. Við fráfall
Tryggva tók Ingi við stjórnar-
taumum á Narfastöðum og varð
frumkvöðull í ferðaþjónustu þeg-
ar hann breytti útihúsunum og
innréttaði sem gistirými. Þar rak
hann bændagistingu með yngsta
syni sínum og tengdadóttur með-
an heilsan leyfði. Ingi vildi sýna
mér skóglendið þar sem hann
hafði gróðursett ógrynni plantna
undanfarin 30 ár, ég var í stuttri
heimsókn hjá honum og Unni
fyrir þremur árum og við fórum í
ökuferð frá Narfastöðum í áttina
að Stafni og síðan niður að
Reykjadalsá. Ég var undrandi,
ég sá ekki heim að Hallbjarnar-
stöðum, svæðið var allt þakið
lerkitrjám.
Ég hrósaði honum í hástert og
spurði forviða hvort hann hefði
hugmynd um hvað hann væri bú-
inn að gróðursetja mikið síðan að
hann gerðist skógarbóndi. Tja,
svaraði hann, ætli það séu ekki
rúmlega þrjú hundruð þúsund
plöntur. Ég sló á lær, nánast ein
planta á hvern Íslending. O, hann
sagðist nú ekki hafa verið ein-
samall við gróðursetninguna.
Hann hafði áður farið með okkur
Önnu Birtu gangandi yfir heið-
ina, yfir í Narfastaðasel, á þeirri
leið hafði hann plantað nokkrum
tegundum. Gróðursetning var
hans hjartans mál, hann var í ess-
inu sínu.
Ég þakka löng og trygg kynni
og votta Tryggvabörnum, Inga-
sonum, tengdadætrum og barna-
börnum samúð mína.
Ingibjörg Ingadóttir.
Við þökkum auðsýnda samúð og vinarhug
við andlát og útför elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
LILJU RANDVERSDÓTTUR,
sem lést 22. ágúst og var jarðsunginn frá
Akureyrarkirkju 31. ágúst.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á Öldrunarheimilinu
Hlíð á Akureyri fyrir góða umönnun og vingjarnlegt viðmót.
Gunnar Karlsson
Randver Karlsson Guðrún Kristjánsdóttir
Hólmgeir Karlsson
Ingvar Karlsson Ingibjörg Smáradóttir
Hans L. Karlsson Guðbjörg Valdórsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna andláts föður
okkar tengdaföður afa og langafa,
ÓLAFS RAGNARS MAGNÚSSONAR
prentara.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Sóltúns fyrir einstaka umönnun, vináttu og hýju.
Valgerður G. Ólafsdóttir
Margrét Ólafsdóttir Már Viðar Másson
Pála Kristín Ólafsdóttir Kristján Björn Ólafsson
Kristinn Axel Ólafsson
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim
sem sýnt hafa okkur samúð og umhyggju
vegna fráfalls
ÁGÚSTS ÖNUNDARSONAR.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki
Alvogen fyrir veittan stuðning.
Ester Ösp Guðjónsdóttir Hrefna Ýr Ágústsdóttir
Harpa Ágústsdóttir Sigurður Harðarson
Önundur Jónsson Gróa Stefánsdóttir
Hrönn Önundardóttir Ólafur Atli Sigurðsson
Marinó Önundarson Herdís Bragadóttir
Stefán Björnsson Önundars. Erna Rut Steinsdóttir
Agnes Eir Önundardóttir Einar Grímsson
Guðjón Kjartansson Dagbjört Hjaltadóttir
Sölvi Mar Guðjónsson
og aðrir vandamenn