Morgunblaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Hreyfing er að komast á uppbygg- ingu á lóðinni Vatnsstígur 4 í Reykjavík. Þar stendur hús með byrgða glugga sem hefur verið lýti á borginni um margra ára skeið. Húsið komst í fréttirnar á sínum tíma vegna þess að hústökufólk hafði þar aðsetur. Fólkið var fjarlægt með lögregluvaldi. Síðar kviknaði í húsinu í tvígang og skemmdist það talsvert. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hefur nýr eigandi hússins lagt fram fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi og er hún í vinnslu hjá skipulagsfulltrúa borg- arinnar. Deiliskipulagstillagan verð- ur væntanlega auglýst í framhaldinu en nýtt deiliskipulag er forsenda frekari uppbyggingar á lóðinni Vatnsstígur 4. Húsið Vatnsstígur 4 var byggt ár- ið 1901 og er 360 fermetrar. Öll hús og mannvirki sem eru 100 ára eða eldri eru friðuð svo framtíð hússins mun væntanlega koma til kasta Minjastofnunar Íslands. Borgin kaupir og selur Á fundi borgarráðs 24. febrúar sl. var lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar borgarinnar, þar sem óskað var eftir að ráðið sam- þykkti kaup og sölu á Vatnsstíg 4, með fyrirvara um nýtt skipulag. Það var samþykkt en borgarráðs- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins. Óskað var eftir að borgarráð samþykki að kaupa Vatnsstíg 4 af Íbúðarlánasjóði og selja Leiguíbúðum ehf., sömu eign með fyrirvara um að nýtt skipulag verði unnið í samráði við Reykjavík- urborg. Fram kemur í greinargerð að frá árinu 2015 hafi verið í gangi við- ræður Reykjavíkurborgar við Íbúða- lánasjóð um framtíð hússins að Vatnsstíg 4 sem brann árið 2009. Húsið hefur verið í eigu Íbúðar- lánasjóðs frá árinu 2011. Sjóðurinn eignaðist húsið á nauðungaruppboði. Íbúðalánasjóður hafi fallist á að selja Reykjavíkurborg húsið með þeim forsendum að notkun húsnæðis á svæðinu verði að meginstefnu í formi íbúðarhúsnæðis og að ákveðinn hluti verði nýttur fyrir tekjulægri ein- staklinga. Kaupandinn, Leiguíbúðir ehf., Laugavegi 39, sé eigandi á nokkrum öðrum húsum á reitnum og hafi hug á frekari uppbyggingu í samráði við Reykjavíkurborg og með þeim skil- yrðum sem Íbúðalánasjóður setur. Kaupverð er 130 milljónir króna og verður eign seld á sama verði til Leiguíbúða ehf. að viðbættum kostn- aði sem gæti fallið á Reykjavíkur- borg. Það var á fyrri hluta árs 2009 sem hópur hústökufólks kom sér fyrir í húsinu. Hústökufólkið sagðist hafa tekið til í húsinu og skapað félagslegt rými, en m.a. var þar búð þar sem allt var ókeypis, bókasafn og sameig- inlegt eldhús. Eigandi hússins var ekki sáttur við það að fólk hefði lagt það undir sig og leitaði liðsinnis lög- reglunnar. Lögreglan réðist inn í húsið snemma morguns 15. apríl. Á milli fjörutíu og fimmtíu lögreglumenn í óeirðabúningum tóku þátt í aðgerð- inni. Alls voru 22 handteknir en eng- inn slasaðist. Húsið laskaðist hins- vegar talsvert þar sem lögreglan braut glugga og gluggaumbúnað og ruddi sér leið á loftið þar sem hús- tökufólkið var. Fólkið hlóð virki við húsið Hafði fólkið búist til varnar, m.a. með því að hlaða virki fyrir utan hús- ið. Nokkru síðar komu smiðir á vett- vang og hófu að byrgja fyrir dyr og glugga. Það var svo í lok júlí 2009 að eldur kom upp á Vatnsstíg 4 en kveikt var í húsinu. Ekki tók langan tíma að slökkva eldinn sem logaði á efri hæð og í risi. Töluverðar skemmdir urðu á húsinu. Aftur var kveikt í húsinu í ágúst. Morgunblaðið/Júlíus Innrás Milli 40 og 50 lögreglumenn í óeirðabúningum tóku þátt í aðgerðum á Vatnsstíg í apríl 2009. Hústökufólkið var fjarlægt úr húsinu og 22 voru handteknir á staðnum. Morgunblaðið/sisi Vatnsstígur 4 Húsið hefur staðið mannlaust og með byrgða glugga í tæpan áratug. Ástand þess hefur óneitanlega verið lýti á miðborginni. Nú hillir undir að uppbygging hefjist á lóðum við Vatnsstíg. Huga að uppbyggingu við Vatnsstíg  Nýtt deiliskipulag fyrir Vatnsstíg 4 er í vinnslu  Húsið komst í fréttirnar fyrir tæpum áratug þegar hústökufólk tók það yfir  Húsið hefur verið mannlaust og með byrgða glugga í langan tíma Reykjavíkurborg hefur auglýst til sölu byggingarrétt á alls 42 lóðum í Úlfarsárdal. Um er að ræða 19 einbýlishúsalóð- ir við Gerðarbrunn, Friggjarbrunn, Sifjarbrunn og Urðarbrunn. Fimm tvíbýlishúsalóðir við Gefjunarbrunn og Iðunnarbrunn. 10 raðhúsalóðir við Silfratjörn og Jarpstjörn. Og loks átta fjölbýlishúsalóðir við Skyggnis- braut, Rökkvatjörn, Gæfutjörn og Jarpstjörn. Skilafrestur tilboða rennur út kl. 12.00 miðvikudaginn 19. september n.k. Tilboð verða opnuð í heyranda hljóði í Tjarnarsal Ráðhúss Reykja- víkur sama dag. Hæstbjóðandi eða umbjóðandi hans verður að vera á staðnum og staðfesta tilboð sitt og ganga frá tilboðstryggingu að upp- hæð 100.000 krónur. Fyrr á árinu voru auglýstar lóðir í Úlfarsárdal. Tilboð í byggingarrétt í Úlfarsárdal voru opnuð 8. maí að við- stöddum bjóðendum, sem staðfestu eða féllu frá boði sínu. Boð bárust í byggingarrétt á öllum lóðum nema 5. Á útboðsfundinum staðfestu bjóð- endur tilboð í byggingarrétt fyrir 177 íbúðir af þeim 255 íbúðum sem boðnar voru eða tæp 70%. Heildar- upphæð staðfestra tilboða var 755 milljónir króna fyrir utan gatnagerð- argjöld sem áætluð eru um 300 millj- ónir. Ekki voru staðfest tilboð í byggingarrétt í Úlfarsárdal fyrir 78 íbúðir og munaði þar mest um 46 íbúðir í fjölbýli. sisi@mbl.is Úlfarsárdalur Mikil uppbygging hefur verið í hverfinu á allra síðustu árum. Auglýsa 42 lóðir til sölu í Úlfarsárdal Ferðaskrifstofa Guðmundar Jón Sími 520 5200 – ferdir.i Vesturvör 34, 200 Kópavogur, outgoing@gjtravel.is Skotland Aðventuferð til Edinborgar Edinborg er höfuðborg Skotlands og næststærsta borg landsins og þykir einstaklega fögur. Jólamarkaðurinn hefur verið staðsettur við rætur Kastalahæðarinnar í hjarta Edinborgar í mörg ár. Þar geta gestir upplifað ævintýralega stemningu þar sem þeir rölta á milli sölubása listamanna sem bjóða fallega handverksmuni og þeirra sem bjóða kræsing­ ar sem kitla bragðlaukana. Einnig er tilvalið að líta í stórverslanir á Princes street, ganga á milli vertshúsa og verslana á „ Royal Mile“ skoða Edinborgarkastala eða bara slappa af og njóta þess að horfa á mannlífið. Ekki er hægt annað en komast í jólaskap. ass Verð 98.500 Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, gisting í tveggja­ manna herbergi, morgunverður og akstur samkvæmt lýsingu. Aukagjald fyrir einsmanns herbergi 43.500,­ Sementsstrompurinn við Sements- verksmiðju ríkisins á Akranesi verður felldur, gangi tillaga skipu- lags og umhverfisráðs bæjar- stjórnar Akraness eftir. Bæjar- stjórnin samþykkti í gær samhljóða tillögu þess efnis. Deiliskipulagsbreytingin verður send til Skipulagsstofnunar til yfir- ferðar og óskað heimildar til að auglýsa breytingartillöguna í B- deild stjórnartíðinda. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá var í vor gerð ráðgefandi skoðanakönnun meðal íbúa Akra- ness varðandi framtíð strompsins og vildu alls 94,6 prósent þeirra sem tóku þátt í kosningunni láta fella hann. Samtals voru 1.095 íbú- ar fylgjandi því að strompurinn yrði felldur en 63 voru því mót- fallnir, eða 5,4 prósent. Niðurrif á reit Sementsverk- smiðjunnar, sem var reist á árunum 1956 til 1958, stendur yfir. Niður- rifinu á að ljúka 1. október næst- komandi. Samþykkt að rífa strompinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.