Morgunblaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
S
pjall okkar Kóps snýst oft
um eitthvað sem er ofar-
lega á baugi í samfélag-
inu, um umhverfismál,
jafnrétti, húsnæðismál
og fleira af því tagi. Það verður að
segjast að ansi þægilegt er að
spjalla við Kóp um þessi mál, því ég
get á lævísan hátt látið hann túlka
ýmislegt sem ég myndi aldrei viðra
umbúðalaust,“ segir Páll Benedikts-
son fjölmiðlamaður.
Á dögunum kom út bókin Kóp-
ur, Mjási, Birna & ég sem Páll er
höfundur og útgefandi að. Þar segir
frá lífi og dögum með hundinum
Kópi sem þau Páll og Birna Bernd-
sen eiginkona hans eignuðust fyrir
nokkrum misserum. Margt breyttist
í fjölskyldulífinu með því, enda er
gjarnan sagt að hundurinn sé besti
vinur mannsins. Sú kennisetning er
líka einskonar leiðarstef í bókinni og
staðfestir að þó oft sé talað um
hundalíf undir neikvæðum for-
merkjum getur það líka verið alveg
ljómandi gott.
Súkkulaðibrúnn
og mátaður á staðnum
„Það stóð aldrei til að fá nýjan
hund inn á heimilið eftir að Perla,
fyrri hundurinn okkar, fór yfir í
Sumarlandið,“ segir Páll. „Birna var
samt alltaf að skima eftir nýjum.
Sagði ekkert annað í stöðunni; þeg-
ar börnin væru farin að heiman væri
ekkert lengur til að tala um á heim-
ilinu og ekkert annað að gera en
horfa á sjónvarpið. Við yrðum að
drösla okkur upp úr sófanum. Ég
maldaði í móinn og taldi upp ýmis
rök fyrir hve gott væri að vera frjáls
og hundlaus, við gætum til dæmis
ferðast um án þess að vera alltaf
upp á aðra komin með pössun.
Þyrftum ekki heldur að kýtast um
hvort ætti að fara út að viðra hund-
inn í öllum veðrum og þar fram eftir
götunum.“
Viðbárur hverskonar máttu sín
þó lítils, að sögn Páls. Birna gaf sig
ekki og fékk hann með til að skoða
fallegan súkkulaðibrúnan hvolp í
Breiðholtinu í Reykjavík. „Eftir að
hafa haldið á honum var ég mátaður
á staðnum og ekki aftur snúið. Kóp-
ur var einn sex hvolpa í gotinu og
Sigrún ræktandi hélt vakandi hendi
yfir öllum hvolpunum sínum, dreif
okkur eigendur hvolpanna á margs
konar hlýðninámskeið með þá og
stofnaði Facebook-hóp um allt til-
standið. Þar byrjaði ég að skrifa
létta pistla um hvað við Kópur vær-
um að bardúsa og smám saman vatt
það upp á sig og hugmyndin að bók-
inni kviknaði.“
Ljúfur labrador
Kópur er af tegundinni Labra-
dor retriever; veiðihundur sem sæk-
ir bráð. Labradorinn er þekktur fyr-
ir vinnusemi og að vera einstaklega
ljúfur, glaður og góður félagi og
ekki síst tryggur og hlýðinn. Kópur
á, að sögn Páls, vissulega enn nokk-
uð í land með að hlýða skilyrðislaust
enda enn mjög ungur, stekkur upp
um gesti og gangandi með molduga
þófa og hlýðir ekki alltaf.
„En ég held nú að hann eigi eft-
ir að þroskast og taka sönsum, til-
tekur Páll sem segir erfitt að lýsa
því fyrir fólki, sérstaklega því sem
ekki á gæludýr, hve náin tilfinn-
ingabönd geta orðið milli manns og
hunds.
„Þú annast um hann og hann á
um leið allt undir þér, rétt eins og
kornabarn. Stór þáttur er líka að
hundurinn elskar þig skilyrðislaust,
tekur alltaf fagnandi á móti þér á
hverju sem gengur. Það er ekki allt-
af þannig í mannheimum, er það?
Og eins og Birna segir, við höfum þá
stöðugt eitthvað að tala um á heim-
ilinu. Og í mínu tilfelli er það alla-
vega þannig að þú hefur eignast nýj-
an vin sem þér þykir óskaplega
vænt um og spjallar við um alla
heima og geima, og hann er alltaf
sammála þér. Slíkur vinur er ómet-
anlegur.“
Slíkur vinur er ómetanlegur
Hundalífið er gott. Frá
því segir Páll Benedikts-
son í bókinni Kópur,
Mjási, Birna &ég. Til-
finningatengsl myndast
við hundinn sem elskar
þig skilyrðislaust.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Félagar Það er ansi þægilegt að spjalla við Kóp, segir Páll Benediktsson en þeir voru saman á ferðinni í gær.
Bók Fallegar og skemmtilegar
sögur eru á 64 blaðsíðum.
Ljósanætursýning Listasafns Reykja-
nesbæjar í ár er ljósmyndasýningin
Eitt ár á Suðurnesjum. Sýningin er
afrakstur samkeppni sem safnið
stóð og var öllum Suðurnesjamönn-
um boðið að senda inn ljósmyndir,
teknar skv. ákveðnum reglum. Skil-
yrðin voru að myndirnar lýstu dag-
legu lífi og náttúru á Suðurnesjum á
einu ári, nánar tiltekið frá 17.júní í
fyrra til sama dags í ár.
Alls 60 ljósmyndarar sendu 350
ljósmyndir og eru þær allar til sýnis í
Listasal Duus Safnahúsa, ýmist út-
prentaðar eða á skjá. Sex ljósmyndir
sigruðu og fóru í hópinn Bestu
myndirnar en 30 aðrar fengu sér-
staka viðurkenningu sem góðar ljós-
myndir.
Samhliða þessu er í Duus-húsum
systursýningin Eitt ár í Færeyjum og
er hliðstæð sýning á myndum af
Suðurnesjum. Þar eru uppi myndir
sem eru afrakstur samkeppni sem
Norræna húsið í Færeyjum stóð fyrir
árin 2016-17 og var sumarsýning þar
í fyrra. Öllum Færeyingum var þá
boðið að senda ljósmyndir sem lýstu
daglegu lífi og náttúru í Færeyjum.
Færeysku vinningsmyndirnar tólf má
sjá útprentaðar í bíósal. Allar inn-
sendar myndir eru sýndar á skjá.
Margt áhugavert til sýnis á Ljósanótt í Reykjanesbæ
Suðurnesjamyndir á sýningu
Suðurnes Fjöldi góðra og áhugaverðra mynda barst í samkeppnina.
Páll Benediktsson var fréttamaður á RÚV í um tuttugu ár, en sneri sér að
nýjum viðfangsefnum fyrir um áratug. Árið 2015 sendi hann frá sér bók-
ina Loftklukkuna; æskuminningar úr Reykjavík. Þar segist hann hafa
komist upp á lagið með bókaskrif sem séu skemmtileg.
„Það er svo mikill hraði í fréttaskrifunum að þú ert varla búinn að snúa
þér við áður en næsta verkefni tekur við og fréttin er horfin út í buskann.
Ég líki þessu stundum við þegar ég var ungur í garðyrkju að ganga frá
lóðum fyrir fólk, að verki loknu varstu búinn að breyta moldarflagi í fal-
legan garð og sást árangurinn. Ég held að ég hafi sem fæst orð um nýju
Kópsbókina sem er allt öðruvísi en Loftklukkan. En Kópur er býsna
skemmtilegur félagi og ef til vill eigum við eftir að bralla meira saman.“
Kópsbókin og Loftklukkan
FRÉTTAMAÐUR GERÐIST RITHÖFUNDUR