Morgunblaðið - 01.09.2018, Qupperneq 43
DÆGRADVÖL 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Fyrir fólkið í kringum þig skiptir
álit þitt máli. Ekki láta ótta þinn við höfn-
un halda aftur af þér. Þér eru allir vegir
færir.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú hefur mikla þörf fyrir að bregða
út af vananum. Síðan færðu heljarinnar
hrós fyrir eitthvað sem þér finnst ekki
mikið mál.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú ert mjög hænd/ur að vissri
manneskju, en sambandið hefur breyst.
Tekjur maka þíns gætu aukist eða þú
fengið gjöf eða einhvers konar fyr-
irgreiðslu.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Nú er lag til að söðla um og taka
upp nýja háttu. Þú nærð ekki upp í nefið á
þér af hneykslun vegna nýs ástarsam-
bands góðs vinar.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Vertu þolinmóð/ur við fjölskyldu-
meðlimi í dag því einhverjir eru heldur
geðillir. Hikaðu ekki við að deila reynslu
þinni með öðrum.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú flækist inn í mál sem á eftir að
valda þér miklu hugarangri. Láttu slag
standa því þú munt hugsanlega hagnast á
aðgerðum þínum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það getur stundum verið erfitt að spá
í fyrirætlanir annarra. Nýjabrumið er farið
að falla af ástarsambandi. Taktu annan pól
í hæðina.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Kynntu þér vandlega alla
málavexti áður en þú kveður upp úr um
skoðun þína. Gefðu kærustu/kærasta
reisupassann og ekki hika við það.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það er jafn mikilvægt að íhuga
hvernig þú getur dregið úr eyðslunni eins
og að auka tekjurnar. Þú trúir á æðri mátt.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Á þessu og næsta ári hefurðu
einstakt tækifæri til að fegra heimili þitt
og bæta heimilisaðstæður þínar. Illgresi
verður að rífa upp með rótum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú hefur verið að vinna vel
undanfarið. Leggðu þig fram um að koma
öðrum kurteislega í skilning um hvað fyrir
þér vakir.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú býrð yfir mikilli orku í dag og
getur framkvæmt það sem þú vilt. Hlust-
aðu samt á aðra því betur sjá augu en
auga.
Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson:
Kenndur við lyst á Akureyri.
Eru kenndir við menntir fleiri.
Sagður er hann sættir granna.
Samastaður fyrstu manna.
„Svona lítur lausnin út í þetta
sinn,“ svarar Harpa á Hjarðarfelli:
Lystigarður finnst á Akureyri.
Átt er við stúdentagarð.
Garður boðar sættir granna meiri.
Garður þessi Eden varð.
Guðrún Bjarnadóttir svarar:
Í Lystigarði akureyskar ættir.
Einnig Garður var í Kaupinhöfn.
Víst er traustur garður granna sættir.
Úr garði skilningstrés við þekkjum nöfn.
Helgi R. Einarsson leysir gátuna
þannig:
Tengist menntalífi og lyst
og landamerki varðar.
Þarna Eva var í vist.
Víða finnast garðar.
„Hér er svo lausnin handa Guð-
mundi gátusmið,“ skrifar Helgi
Seljan:
Á Akureyri Lystigarðinn líta má
og líka Garð mun nýta Háskólinn.
Grannasætti ljómandi áður innt var frá
Ásgarð ég í gömlum sögnum finn.
Þessi er skýring Guðmundar:
Lystigarður á Akureyri.
Eru hér menntagarðar fleiri.
Löngum sætti garður granna
Garður bústaður fyrstu manna.
Þá er limra:
Er Magnús í Miklagarði
bað Möggu frá Svignaskarði,
hún svaraði: „nei,
og svei, þér grey“,
og kauða á kjaftinn barði.
Að lokum er ný gáta eftir Guð-
mund:
Morgunsólar geislaglóð
gleður fram úr máta,
snjallt í hugann læðist ljóð
og laugardagsins gáta:
Hallir og hús það prýðir.
Heyrast það tala lýðir.
Rekin í réttarsal víða.
Ræða í áheyrn lýða.
Að lokum staka eftir Sigurð
Breiðfjörð sem ekki þarfnast skýr-
inga:
Kaldur vetur mæðir mig,
mold og keldur frjósa,
það er betra að bæla sig
við brjóstin á þér, Rósa.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Sé hér guð í garði
Í klípu
SKRÖGGUR VARÐ VEGAN.
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ERT ÞÚ NÁUNGINN SEM ER AÐ SELJA
GARÐKLIPPUR?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... litli nornasveimurinn
þinn.
ÞÚ ÆTTIR AÐ BORÐA
MEIRA GRÆNMETI
HVAÐ?
MEIRA EN ÉG
BORÐA NÚNA?…
MEIRA EN ALLS
EKKI NEITT?
ÉG HEFÐI FREKAR VILJAÐ AÐ ÞÚ
HEFÐIR KOMIÐ ÓVÆNT HEIM MEÐ
KÖTT! ÉG HÉLT AÐ
KÖTTUR
MYNDI
KLÓRA
HÚS GÖGNIN!
JÁ, EN KETTIR BRENNA EKKI
HÚSGÖGNIN!
IKEA-vörulistanum var dreift inn áheimili landsins í vikunni. Bækl-
ingurinn kom reyndar ekki inn á
heimili Víkverja vegna þess að hann
afþakkar fjölpóst og hefur ekki sett
upp miða sem IKEA býður upp á
sem segja til um að bæklingar frá
IKEA séu eini fjölpósturinn sem er
velkominn á heimilið. En fyrst börn-
in á heimilinu fá ekki sína Toys R’Us
bæklinga er ekki sanngjarnt að Vík-
verji fái sinn dótabækling, eða hand-
bók heimilinna eins og hægt væri að
kalla hann því húsgögn frá sænska
framleiðandanum prýða áreiðanlega
flest ef ekki öll heimili landsins.
x x x
Víkverji mun líklegast sækjabæklinginn í næstu ferð en ann-
ars skoðar hann bæklinga frá þess-
ari verslun og öðrum í PDF-útgáfum
á netinu, sem er mjög þægilegt.
Annars getur verið gott að missa af
öllum tilboðunum, þannig eyðir mað-
ur bara minna.
x x x
Eitt af því sem safnast gjarnan uppá heimilum er dót. Dótið má ekki
verða það mikið að það hindri börnin
í að leika sér. Of mikið dót getur
valdið ákveðnum valkvíða og líka því
að börnin hreinlega finni ekki það
dót sem þau langar til að leika sér
með.
x x x
Foreldrar geta líka safnað ákveð-inni tegund af dóti í kassa og
skipt því út fyrir eitthvað annað að
nokkrum mánuðum liðnum. Þannig
verða kubbarnir eða lestirnar nýjar
og spennandi þegar það er tekið
fram aftur en þetta virkar sér-
staklega vel fyrir yngri krakka.
x x x
Dót bætist gjarnan við á afmælumog þess vegna er sniðugt eins og
oft er gert í bekkjarafmælum að
gefa pening, þannig safnast í góða
gjöf að vali afmælisbarnsins eftir
eitt afmæli eða hægt er að nota pen-
ingana upp í stærri kaup eins og á
hjóli eða einhverri græju. Börn hafa
gott af því að safna sér fyrir hlutum
sjálf og öðlast einhverja tilfinningu
fyrir peningum og verðgildi.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Allir vegir Drottins eru elska og trú-
festi fyrir þá sem halda sáttmála hans
og boð.
(Sálmarnir 25.10)
BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS
OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16
S T A K I R S T Ó L A R
PALOMA ARMSTÓLL
kr. 77.400
F r á bær t ú rv a l a f
s t ö k um s t ó l um