Morgunblaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 244. DAGUR ÁRSINS 2018
Í LAUSASÖLU 1.108 KR. ÁSKRIFT 6.960 KR. HELGARÁSKRIFT 4.346 KR. PDF Á MBL.IS 6.173 KR. I-PAD ÁSKRIFT 6.173 KR.
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Eftirsóknarverðustu einhleypu …
2. Stjörnumerkin sem veita …
3. Borg og bankar skrúfa fyrir ný …
4. Leita vitnanna vegna banaslyss
Næstkomandi mánudagskvöld, 3.
september, klukkan sex , verður upp-
boð hjá Galleríi Fold á Rauðarárstíg
14. Þetta er í 111. skiptið sem Gallerí
Fold heldur uppboð. Verkin sem boð-
in verða upp eru sýnd daglega fram
að uppboði á opnunartíma gallerísins
og á myndlist.is.
Gallerí Fold heldur
uppboð í 111. skipti
Ingólfsvaka,
styrktartónleikar
sem haldnir eru til
að efla baráttuna
gegn sjálfsvígum,
verða haldnir frá
15.00 til 01.00 í
dag. Tónleikarnir
verða í Leiknis-
húsinu í Breið-
holti og er blásið til þeirra í samstarfi
við Pieta-samtökin. Meðal þeirra sem
fram koma eru Jóhann Alfreð og
Bergur Ebbi, Babies-flokkurinn, Teit-
ur Magnússon og hljómsveitin Quest.
Tónleikar gegn
sjálfsvígum
Útgáfuafmæli skáldsögunnar Allt
sundrast eftir nígeríska rithöfundinn
Chinua Achebe verður fagnað hér á
landi með málstofu í Veröld, húsi Vig-
dísar, klukkan eitt í dag. Bókin mark-
aði tímamót í bókmenntasögu Afríku,
en hún var gefin út árið
1958. Hún kom út í
íslenskri í þýð-
ingu Elísu
Bjargar Þor-
steinsdóttur
hjá Angústúru
fyrr á árinu.
Allt sundrast á
útgáfuafmæli
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 10-15 og rigning með köflum en talsverð rigning við
Breiðafjörð. Þurrt og bjart á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 8 til 15 stig.
Á sunnudag Suðvestan 3-8 m/s en strekkingur syðst um kvöldið. Skúrir um vestanvert
landið, en bjartviðri austantil. Hiti 7 til 12 stig.
Á mánudag Vaxandi suðlæg átt og þykknar upp, 8-13 m/s um kvöldið og rigning en
hægari og úrkomulítið á Norður- og Austurlandi. Hiti 8 til 13 stig.
„Það er frábært að vera með þátt-
tökurétt í þessari keppni og fá tæki-
færi aftur. Það þéttir líka hópinn og
gefur þessu lit að fá svona ferð. Núna
skiptir öllu máli að ná í góð úrslit
gegn þessu sterka liði,“ segir Halldór
Jóhann Sigfússon, þjálfari karlaliðs
FH í handbolta sem mætir í dag Du-
brava í Zagreb í Króatíu í fyrri leik lið-
anna í 1. umferð EHF-bikarsins. »4
Evrópuleikir gefa lífinu
lit í handboltanum
„Leikurinn verður klárlega
erfiður. Við spiluðum frá-
bærlega úti og þó að við
hefðum þannig séð verið
ánægð með eitt stig þar
fengum við þrjú og áttum
þau fyllilega skilið. Ég held
að þær þýsku komi snar-
brjálaðar út á völlinn,“
sagði landsliðsfyrirliðinn
Sara Björk Gunnarsdóttir
meðal annars á blaða-
mannafundi í gær. »3
Þær þýsku koma
snarbrjálaðar
Fylkismenn eiga alla möguleika á að
halda sæti sínu í Pepsi-deild karla í
fótbolta eftir að þeir lögðu Keflvík-
inga í fyrsta leik nítjándu umferðar í
gærkvöld. Fylkir er kominn með 22
stig og er sex stigum fyrir ofan fall-
sæti deildarinnar eftir
þennan sigur. »2
Fylkir á alla möguleika á
að forðast fallið
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Þríburarnir Natalía Jenný, Thea Ólafía og Anna
Margrét hafa ekki aðeins leikið saman með sigur-
sælum liðum í aldursflokki sínum í Grindavík
heldur eiga þær að baki 23 sameiginlega leiki í
U15 og U16 ára landsliðum Íslands í körfubolta og
hafa sett stefnuna á U18 ára liðið. Þær eiga sér
þann draum að fá skólastyrki og leika erlendis og
starfa síðan við körfubolta eftir að keppnisferl-
inum lýkur.
„Ég man ekki mikið eftir mér þegar við vorum
sex ára en þá lét mamma okkur í íþróttir,“ segir
Natalía og systur hennar taka undir það. Anna
bætir við að mamma þeirra, Janja Lucic, sem á
ættir að rekja til Króatíu, hafi ekki viljað sjá þær
hanga heima allan daginn og Thea segir að ekkert
annað hafi komið til greina en íþróttir. „Þetta er
bara íþróttabær,“ áréttar Natalía.
Skemmtun og vinskapur
Systurnar verða 16 ára 12. september næst-
komandi. Þær byrjuðu að æfa körfubolta og fót-
bolta en hættu í fótboltanum í sumarbyrjun. Þær
spiluðu fyrsta landsleikinn með U15 ára landslið-
inu í Kaupmannahöfn í fyrrasumar, voru með U16
ára liðinu á Norðurlandamótinu í Finnlandi fyrr í
sumar og komu í vikunni frá Evrópumótinu í
Svartfjallalandi.
Jón Á. Gíslason, pabbi þeirra, segist hafa gutlað
í körfu í mörg ár og stelpurnar segjast vera fegn-
ar að hafa lagt rækt við körfuboltann. „Þetta er
svo skemmtilegt, hreyfingin og vinskapurinn,“
segir Natalía og hinar taka í sama streng. Þær
segjast hafa tekið stefnuna á landsliðið fyrir um
þremur til fjórum árum og þegar kallið hafi komið
hafi allar varnir brostið. „Ég grét af gleði,“ rifjar
Anna upp. „Þetta var mjög spennandi,“ segir
Thea. „Ég hoppaði af ánægju,“ botnar Natalía.
„Það var engu líkt að fá að vita að við værum á
meðal tólf bestu í okkar árgangi á Íslandi.“
Stelpurnar spila mismunandi stöður og eru því
ekki beint í samkeppni hver við aðra. Segja samt
að mikil keppni sé á milli þeirra. Þegar spurt er
hver sé best stendur ekki á samhljóma svarinu:
„Ég.“ Anna segist reyndar ekki geta borið sig
saman við hinar þar sem þær spili ekki sömu
stöðu og niðurstaðan er sú að þær séu allar bestar
hver í sinni stöðu.
Jafnt og þétt fara þær út fyrir þægindaramm-
ann og segja það gott og uppbyggjandi. Þær hófu
nám í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í vikunni, taka
strætó klukkan 7.25 á morgnana til Keflavíkur og
koma heim um klukkan fjögur á daginn. Undan-
farin tvö ár hafa þær þjálfað ung börn í íþróttum
en annars gengur lífið út á námið, æfingar og
leiki. „Mig langar til þess að vera læknir,“ segir
Natalía. „Ég vil vera sjúkraþjálfari hjá körfu-
boltaliði eftir að ég hætti að spila,“ segir Anna.
„Eftir að ég hætti að spila langar mig til þess að
vera körfuboltaþjálfari,“ segir Thea.
Þríburar saman í landsliði
Natalía Jenný, Thea Ólafía og Anna Margrét í sviðsljósi körfuboltans
Morgunblaðið/RAX
Í Grindavík Þríburarnir Natalía, Thea og Anna eru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar og búa sig undir komandi keppni í vetur með þrotlausum æfingum.
Landsliðskonur Þríburarnir Natalía Jenný,
Anna Margrét og Thea Ólafía Lucic Jónsdætur.