Morgunblaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018 Unnið er að gerð frumvarps að nýj- um heildarlögum um veiðigjöld. „Markmið mitt er að frumvarpið sem fram kemur í haust taki á þeim ágöll- um sem finna má í núverandi kerfi, og þá er stærsta atriðið í rauninni það að reyna að færa álagningu þess- ara gjalda sem næst okkur í tíma,“ segir Kristján Þór Júlíusson sjávar- útvegsráðherra, í samtali við 200 mílur sérblað Morgunblaðsins um sjávarútveg. Megum ekki drukkna í hugmyndafræði Í blaðinu er rætt við Lilju Rafn- eyju Magnúsdóttur, þingmann VG og formann atvinnuveganefndar þingsins: „Veiðigjöldin þarf að endurskoða með tilliti til þess að litlu og meðalstóru fyrirtækin geti lifað af. Við sem sitjum á Alþingi megum ekki drukkna í útópíu eða hug- myndafræði um hvað sé hægt að leggja á há veiðigjöld án tillits til ólíkrar afkomu, samfélags- og byggðarsjónarmiða,“ segir Lilja Rafney meðal annars. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrir- tækja í sjávarútvegi, segir ánægju- legt að sjá ný skip koma inn í ís- lenska fiskiskipaflotann og fá að fylgjast með þeirri uppbyggingu sem nú eigi sér stað í landvinnslu, eins og á Dalvík og Grundarfirði. Á sama tíma sé erfitt að horfa upp á ónýttar aflaheimildir í tegundum á borð við blálöngu, keilu og gulllax, sér í lagi þegar því valdi einna helst há veiðigjöld stjórnvalda. Gunnþór Ingvason, framkvæmda- stjóri Síldarvinnslunnar í Neskaup- stað, segir í samtali við 200 mílur að sú staðreynd sé öllum ljós að veiði- gjöld séu orðin mjög há. „Veiðigjöld eru orðin um 13% af aflaverðmæti ísfisktogara, eða næst- stærsti gjaldaliður á eftir launum. Þegar við erum farin að horfa upp á þrettán prósent af aflaverðmæti hverfa í veiðigjöld þá er það ansi hátt hlutfall. Þá er alveg sama hvort út- gerðin er stór, meðalstór eða lítil. Veiðigjöld þurfa að taka mið af af- komu tegunda og vera með þeim hætti að allir greiði sama gjald fyrir sama fiskinn,“ segir Gunnþór. Vilja róa á sunnudögum Fram kemur í blaðinu að nýtt kerfi strandveiða hafi gengið vel í sumar. Farið verður yfir reynsluna af þessu kerfi í haust og segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Lands- sambands smábátaeigenda, í samtali við Morgunblaðið, að sambandið vilji skoða að leyft verði að róa fimm daga í viku í stað fjögurra og sunnudögum verði þá bætt við. Tekið verði á göllum í gildandi kerfi  Frumvarp um veiðigjöld í smíðum  Eru um 13% af aflaverðmæti ísfisktogara  Nýtt fiskveiðiár M200 mílur Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2018/2019 sem hefst í dag og er aukning á milli ára um 18.800 þorskígildistonn. Það skip sem fær úthlutað mestu aflamarki er Sólberg ÓF, 12.005 þorsk- ígildistonnum. Togarar eru nú 42 og fjölgar um þrjá eftir árvissa fækkun undanfarin ár. Þeir eru þó 14 færri en við upphaf fiskveiðiárs- ins 2013/2014. Fimmtíu stærstu fyrirtækin fá úthlutað sem nemur um 86,1% af því aflamarki sem úthlutað er og er það 1,7 prósentustigum lægri tala en í fyrra, segir á heimasíðu Fiskistofu. HB Grandi fær mestu út- hlutað til sinna skipa, eða 8,9% af heildinni, næst kemur Samherji með 6,3% og þá Þorbjörn hf. með 5,5%. Þetta er sama röð og undanfarin ár. Mest fer til skipa með heimahöfn í Reykjavík, eða 11,7% af heild- inni samanborið við 12,3% í fyrra, Grindavík er í öðru sæti með 11,1% af heildinni samanborið við 10,8% á fyrra ári. Skip með heimahöfn í Vestmannaeyjum ráða fyrir 10,8% úthlutunarinnar, en 9,9% í fyrra. HB Grandi með hæst aflamark SÓLBERG ÓF 1 MEÐ MESTAN KVÓTA ÍSLENSKRA FISKISKIPA Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Stefán Einar Stefánsson hefur verið ráðinn fréttastjóri við- skipta á Morgun- blaðinu. Hann tekur við starfinu af Sigurði Nor- dal, sem hefur látið af störfum. Stefán hefur starfað á Morgunblaðinu frá ársbyrjun 2015 og hefur verið aðstoðarfréttastjóri viðskipta frá 2016. Stefán var formaður VR og Landssambands íslenskra versl- unarmanna á árunum 2011-2013. Hann hefur auk þess sinnt kennslu við Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands og Opna háskólann. Stefán er með meistaragráðu í viðskiptasið- fræði frá Háskóla Íslands og cand.theol.-próf frá sama skóla. Stefán Einar Stefánsson Ráðinn fréttastjóri viðskipta Mjólkurvörur sem sæta opinberri verðlagningu verðlagsnefndar bú- vara hækka í verði í dag um ná- lægt 5%. Mjólkurlítrinn hækkar um 6 krónur, í 132 krónur sem er 4,8% hækkun. Smásöluverð er frjálst þannig að endanlegt verð út úr búð getur breyst meira eða minna. Heildsöluverð á undan- rennu, rjóma og osti hækkar um nálægt 5% en smjör hækkar meira, eða um 15%. Grundvöllur verðlagningarinnar er hækkun mjólkurverðs til bænda og hækkun vinnslukostnaðar mjólkursamlaga. Lágmarksverð á mjólkurlítra sem afurðastöðvar eiga að greiða kúabændum hækk- ar um rúmar 3 krónur, í 90,48 krónur sem er 3,5% hækkun. Margrét Gísladóttir, fram- kvæmdastjóri Landssambands kúabænda, vekur athygli á því að verð mjólkurvara hafi ekki breyst í 20 mánuði. Hækkunin nú sé til að standa undir auknum kostnaði við búreksturinn, meðal annars vegna launahækkana annars staðar í samfélaginu. Þá hafi verð fyrir nautgripakjöt lækkað. helgi@mbl.is Mjólkurlítr- inn hækkar um 6 krónur  Hækka vegna auk- ins kostnaðar kúabúa Menningar- og fjölskylduhátíðin Ljósanótt er nú í full- um gangi, en hátíðin var formlega sett á fimmtudag- inn. Í gær gæddu þessir lögregluþjónar sér á kjötsúpu Skólamatar sem var á sínum stað við Smábátahöfnina. Gestir hátíðarinnar létu ekki veðrið á sig fá, en blautt var á svæðinu líkt og annars staðar á landinu. Um kvöldið hélt stuðið áfram á Heimatónleikum í gamla bænum og lauk dagskrá með Bryggjuballi við höfnina. Víkurfréttir/Hilmar Bragi Kjötsúpan hélt hita á gestum Ljósanætur Ljósanótt í Reykjanesbæ Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Ljósmæður boðuðu til félagsfundar síðdegis í gær þar sem úrskurður gerðardóms í kjaradeilu við ríkið var kynntur. Að sögn Katrínar Sifjar Sigurgeirsdóttur, formanns samn- inganefndar ljósmæðra, var mikill hiti í viðstöddum, en fundurinn var einnig aðgengilegur eftir rafrænum leiðum svo að ljósmæður um land allt gætu tekið þátt. „Maður fann bara fyrir mikilli reiði og sköpuðust þarna miklar umræður sem lituðust af vonbrigðum. Fyrstu viðbrögð eru reiði, þar sem ljósmæður bundu miklar vonir við að nú væri komið að því að við sæj- um réttláta með- ferð af hálfu ríkisins, en upp- lifunin er önnur.“ Að sögn Katr- ínar vakti m.a. mikla furðu með- al ljósmæðra að dómurinn kvæði á um að ljósmæðranemar fengju laun. „Það kom okkur á óvart að nemalaunin skyldu vera tekin inn í þetta, þetta er gríðarlega ánægju- legt og nokkuð sem hefði aldrei átt að vera tekið af á sínum tíma, en okkur fannst þetta ekki eiga heima þarna, þar sem þetta hefur ekki ver- ið til umræðu í þessari kjarabaráttu og nemar eru ekki einu sinni fé- lagsmenn í ljósmæðrafélaginu.“ Að sögn Katrínar eru næstu skref að undirbúa næstu lotu, en núver- andi samningur gildir út apríl og verða ljósmæður þá samningslausar aftur. „Þetta er sem betur fer skammtímasamningur enda lítið innihald í honum. Maður trúði ekki öðru en að gerðardómurinn yrði sanngjarn í sínum úrskurði en þar sem hann virðir kröfu okkar að vett- ugi erum við ekki að fara í jafn ró- lega og hógværa samningagerð og við áttum von á. Það verður því að vera meiri harka og við þurfum að beita öllum leiðum sem við mögu- lega getum til að halda lífi í stéttinni og halda þeim sem eftir eru, það verður verðugt verkefni. Ég hef hreinlega áhyggjur af þróun stétt- arinnar.“ Katrín Sif segir mikinn fólksflótta hafa átt sér stað í stéttinni á undan- förnum mánuðum sem sjái ekki fyrir endann á. „Það er verið að bjóða ljósmæðrum mjög vel í öðrum lönd- um og við fáum reglulega gylliboð frá t.d. Bretlandi og Svíþjóð þar sem vantar mikið ljósmæður.“ Boða hörku í næstu lotu  Niðurstöður gerðardóms voru kynntar fyrir ljósmæðrum á félagsfundi í gær  Ermar uppbrettar fyrir næstu lotu  Hefur áhyggjur af framtíð stéttarinnar Katrín Sif Sigurgeirsdóttir Erlend kona drukknaði í Stein- holtsá við Þórsmörk í gær. Tilkynnt var um bíl í ánni um miðjan dag í gær. Erlend hjón voru í bílnum og höfðu þau gert tilraun til að þvera ána en bíllinn setið fastur. Töluvert var af vatni í ánni. Náði maðurinn að koma sér úr bílnum og á þurrt en konan féll í ána. Var maðurinn blautur og kaldur þegar björgunar- sveitin kom á staðinn. Hjónin voru í kjölfarið flutt á slysadeild með þyrlu Landhelgisgæslunnar og var konan úrskurðuð látin þegar komið var á Landspítalann. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi. Kona drukknaði í Steinholtsá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um alvarlega líkamsárás um kvöldmatarleytið í gær við verslun Krónunnar í Grafarholti. Er lögreglu bar að kom í ljós að ráðist hafði verið á karlmann og hann stunginn. Var maðurinn fluttur á slysadeild en hann er ekki talinn í lífshættu. Þrír menn á tvítugs- og fertugsaldri voru handteknir vegna málsins og biðu þeir yfirheyrslu í gærkvöld. Er málið til rannsóknar hjá lögreglu. Maður stunginn í Grafarholti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.