Morgunblaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018 Nú þegar sumri hallar og verið er að malbika yfir verstu vegarskemmdir vetrarins er gott til þess að vita að það styttist í að ný sam- gönguáætlun stjórn- valda líti dagsins ljós. Í þeirri áætlun munu birtast fyrir- ætlanir samgöngu- ráðherra um að uppfæra vegakerf- ið að þeirri umferð sem um það fer, en eins og allir vita hefur ver- ið misbrestur á því mörg síðustu ár. Það er eins og að bera í bakka- fullan lækinn að benda á þá brýnu þörf sem við blasir um nauðsyn á endurbótum á vegakerfi landsins. Allt of víða má sjá holur, sprungur og lægðir á þjóðvegunum, örmjóa vegi, einbreiðar brýr og slæma vegarkafla. Umferðarþunginn eykst ár frá ári svo talið er í tug- um prósenta og margir vegir sem voru fáfarnir fyrir fáum árum eru það ekki lengur. Ekki þarf heldur að minna á að samsetning vegfarenda hefur tekið verulegum breytingum. Nú er varla unnt að aka bæjarleið án þess að þurfa að nauðhemla nokkrum sinnum þar sem einhver erlendur ferðalangurinn hefur stöðvað bifreið sína úti í kanti og að sjálfsögðu svolítið inn á þröng- um veginum og er að dást að íslenska hest- inum, nú eða bara náttúrunni, sem við kannski aldrei tókum eftir. Allt of langt mál er að telja upp alla þá vegarkafla sem nauð- synlegt er að laga án tafar, gera tvíbreiða eða endurnýja. Áætl- að hefur verið að það kosti tugi milljarða að ráðast í brýnustu vegaframkvæmdir á þeim þremur leiðum sem liggja út úr höfuð- borginni. Þessari uppsöfnuðu þörf fyrir aðgerðir í vegamálum þjóðarinnar hefur ekki verið mætt. Þó lagðir séu rúmir fimm milljarðar ári í þrjú ár til að kítta í stærstu holur vegakerfisins dugir það skammt þegar við blasir að milljarðatuga framkvæmdir eru ekki aðeins brýnar, heldur bráðnauðsynlegar. Það er auðvitað sjálfsagt að bú- ast við því af þjóð sem lifir nú orð- ið að stórum hluta á ferðalögum ferðamanna um landið, að í nýrri samgönguáætlun munum við sjá fyrirætlanir um að kippa þessu ófremdarástandi í liðinn. Þar verð- ur að vera áætlun um að gera tví- breiða vegi út úr höfuðborginni til flugstöðvarinnar, á Selfoss og í Borgarnes. En þá er ekki allt upp talið, því nauðsynlegt er að ganga strax í að byggja nýja brú yfir Ölfusá norð- an við Selfoss. Núverandi ástand veldur ekki bara daglegum töfum við gömlu brúna, heldur skerðir öryggi íbúa verulega, þar sem lög- regla og hjálparlið kemst ekki hindrunarlaust leiðar sinnar á mestu álagstímum. Ljónið á veginum er kostnaður- inn og þar koma ýmis efni til skoðunar. Bent hefur verið á að nýta þær álögur á bifreiðaeig- endur sem hafa árum saman gengið til annarra hluta en til end- urbóta á vegakerfinu. Veggjöld voru mikið í umræðunni fyrir réttu ári síðan en var stungið ofan í skúffu sem sumir segja að nauð- synlegt sé að opna að nýju. Hvernig sem þessu verður hátt- að er ekki í boði að gera ekki neitt, eins og segir í auglýsing- unni. Vegfarendur vænta þess að vegakerfið verði uppfært til nú- tímans. Samgöngubætur og ný Ölfusárbrú Eftir Karl Gauta Hjaltason »Hvernig sem þessu verður háttað er ekki í boði að gera ekki neitt. Vegfarendur vænta þess að vega- kerfið verði uppfært til nútímans. Karl Gauti Hjaltason Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. kgauti@althingi.is Það er eins og sumum finnist það gáfumerki að agnúast út í þjóð- sönginn, eins og hann hafi gert þjóðinni eitthvað illt. Sr. Matthías var innblásið skáld og þessi lofsöngur er bæði hátíðleg- ur og upphafinn og hreyfir við fólki í gleði og sorg. Hvað er hægt að biðja um meira? Að lagið sé erfitt gerir ekk- ert til. Við höfum góða kóra til að flytja hann af kunnáttu og list. Áheyrendur geta svo tekið undir ef þeir passa sig á að hafa ekki of hátt. Þjóðsöngvar nágrannalanda okk- ar eru ekki allir stórbrotnir, mest land- og náttúrulýsingar og lof- gjörðir til „besta lands í heimi“, en lögin svona allt í lagi. Okkar lag er stórbrotið og vold- ugt, en það er þjóðsöngur Rúss- lands líka, sem ég hlustaði dolfall- inn á kl. 12 á miðnætti, þær nætur sem ég dvaldi á Hótel National í Moskvu 1965, en þá voru reyndar Sovétríkin enn við lýði, en þeir voru ekkert að skipta um lag þegar þeir hoppuðu yfir í gamla Rúss- land. Tryggari en þeir Íslendingar sem henda vilja þjóðsöngnum fyrir eitthvað annað. Sunnlendingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Þjóðsöngurinn enn og aftur Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sími 555 2992 og 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð Óblönduð – meiri virkni Selaolía Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni bætta líðan og heilsu. Guðfinna Sigurgeirsdóttir. „Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“ H a u ku r 0 1 .1 6 Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is • Rótgróið iðnfyrtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á vörum úr plasti. Ársvelta á bilinu 250-300 mkr. • Ein þekktasta hárvöruheildverslun landsins með mjög þekkt merki fyrir fagaðila. Góð velta og afkoma. • Fyrirtæki sem sérhæfir sig í greiðslulausnum á afmörkuðu en þekktu sviði leitar eftir auknu hlutafé. Spennandi fjárfestingakostur með miklum möguleikum á arðsemi, gangi áætlanir eftir. • Mjög gott fyrirtæki sem sérhæfir sig í lagningu á þakdúk sem það flytur sjálft inn. Veltan á bilinu 150-200 mkr. og afkoman mjög góð. Eigendur tilbúnir að vinna áfram eins og þörf krefur. • Bakarí með nokkra útsölustaði á höfuðborgarsvæðinu. Gefur ýmsa möguleika til þróunar. • Þekkt herrafataverslun með góð merki. Veltan hefur verið stöðug undanfarin ár og afkoma ágæt. Veltan árið 2017 var um 90 mkr. og EBITDA mjög góð eða um 20 mkr. Félagið er skuldlétt. • Spennandi hótelverkefni á góðum stað í Reykjavík. • Skypark, trampólíngarðurinn var opnaður á síðasta ári og hefur fengið góðar viðtökur. Hann er um 900 fermetrar að stærð í leiguhúsnæði, vel hannaður og flottur á allan hátt. Mikil tækifæri felast í að taka til í rekstri og markaðssetja betur. • Einn vinsælasti og þekktasti veitingastaður landsins sem staðsettur er í miðbæ Reykjavíkur. Mikill og vaxandi hagnaður. Langur leigusamningur. Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Þórarinn Arnar Sævarsson fasteignaráðgjafi, thorarinn@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hæstaréttarlögmaður, sigurdur@kontakt.is Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.