Morgunblaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018 ✝ Guðrún Sigríð-ur Pétursdóttir fæddist á Vakurs- stöðum í Vopnafirði 17. nóvember 1923. Hún lést á hjúkr- unardeild Sunda- búðar á Vopnafirði 23. ágúst 2018. Foreldrar henn- ar voru Pétur Ólafs- son, f. á Gnýs- stöðum í Vopnafirði 4. nóvember 1879, d. 21. maí 1939, og Elísabet Sigurborg Sig- urðardóttir , f. á Vakursstöðum í Vopnafirði 14. desember 1881, d. 7. júní 1956. Systkini Guðrúnar eru: 1) Sigurveig, f. 8. maí 1911, d. 5. nóvember 2003. 2) Sigurður Vigfús, f. 24. júlí 1912, d. 20. október 1990. 3) Ólafur, f. 10. nóvember 1913, d. 4. apríl 2003. 4) Halldór, f. 10. desember 1914, d. 25. janúar 1974. 5) Sigríður, f. arsdóttir Kjerúlf, f. 28. febrúar 2004, og Jökull Þór Hilmarsson Kjerúlf, f. 16. janúar 2007. 2) El- ísabet Þorgerður, f. 27. maí 1957. Eiginmaður hennar er Aðal- steinn Aðalsteinsson, f. 25. nóv- ember 1955. Dóttir þeirra er Lilja Rós Aðalsteinsdóttir, f. 24. júlí 1982. Maki hennar er Óskar Stefánsson, f. 1. nóvember 1983. Börn þeirra eru Aðalsteinn Óm- ar Liljuson, f. 28. nóvember 2009, og Anna Margrét Óskarsdóttir, f. 2. janúar 2014. Guðrún ólst upp á Vakursstöð- um. Sem ung kona vann hún við barnagæslu að Laugum í Reykja- dal og sótti þar einnig hús- mæðraskóla veturinn 1946-1947. Guðrún og Einar hófu sinn bú- skap að Miðbraut 5 á Vopnafirði, í húsi nefndu Byrgi sem þau hjónin voru kennd við. Þar bjuggu þau til ársins 1999 þegar þau fluttu á dvalarheimilið Sundabúð. Guðrún var húsmóðir en vann einnig ýmis verkakonu- og þjónustustörf á Vopnafirði. Útför Guðrúnar fer fram frá Vopnafjarðarkirkju í dag, 1. september 2018, og hefst athöfn- in klukkan 14. 10. desember 1914, d. 6. janúar 2015. 6) Jón, f. 18. maí 1919, d. 7. júlí 1997. Guðrún giftist 18. nóvember 1950 Ein- ari Hjálmari Jóns- syni, f. á Vopnafirði 4. desember 1916, d. 18. nóvember 2014. Foreldrar hans voru Jón Gíslason, f. 8. ágúst 1865, d. 17. september 1948, og Þórunn Anna Sigfúsdóttir, f. 1. ágúst 1885, d. 28. október 1979. Börn Guðrúnar og Einars eru: 1) Jón Pétur, f. 16. apríl 1950. Eigin- kona hans er Aðalbjörg Kjerúlf, f. 24. nóvember 1950. Dóttir þeirra er Una Björk Kjerúlf, f. 5. apríl 1975. Börn hennar og fyrr- verandi maka, Hilmars Þórs Guðmundssonar Norðfjörð, f. 24. maí 1972, eru Auður Ísold Hilm- Nú hefur fengið hvíldina öldruð vinkona mín og nágranni frá barn- æsku úr Vesturárdalnum og áfram í þorpinu. Það var frænd- semi og mikill vinskapur á milli Ytri-Hlíðar og Vakursstaða. Gleymist ekki gestrisnin og mót- tökurnar á Vakursstaðaheimilinu sem hélst eftir að systkinin fluttu í þorpið og hún gift Einari Jónssyni og búsett á Miðbraut eins og ég. Við höfum átt glaðar og góðar stundir saman við blóm og margt fleira. Þau hjónin fluttu svo í Sundabúð í leiguíbúð, þar fór vel um þau. Allt sem áður, snyrti- mennskan og hlýjar móttökur. Þau voru einstaklega samhent, ógleymanlegt og fallegt að sjá þau sitja saman í hjólastólunum hlið við hlið með teppi yfir sér þegar mað- ur leit inn. Vildi að ég ætti mynd á filmu en ég geymi hana í huga mér. Gleðin í augum hennar þegar ég kom fyrir jólin með smábox af gyð- ingakökum eða eitthvað sem minnti á hennar siði. Hún bakaði alltaf svo fallegt og gott brauð. Hún fór í Húsmæðraskólann á Laugum í Reykjadal. Allt lék í höndum hennar, gerði þar fallega handavinnu sem prýddi heimilið. Á legudeildinni var hún síðustu árin. Alltaf jafn róleg, glöð og sátt. Oft sat hún í stólnum og heklaði þvottastykki eða borðklúta. Þó að minnið sviki stundum gat hún spurt um börnin mín og blómin, sem hún elskaði. Ég færði henni alltaf smá smakk af berjum sem henni fannst gott að smakka. Ekki gleymdi hún að þakka fyrir kom- una og allt gamalt og gott. Síðasta ferð mín í heimsókn til hennar var nokkrum dögum fyrir andlátið, svo við kvöddumst þá. Ég er þakklát fyrir að hafa átt samleið og vinskap þessarar góðu konu . Blessuð sé minning hennar. Lofa þig sól þér lítur jörð lífið þér færi þakkar gjörð blessi þitt nafn um eilíf ár Einn samur Guð og faðir hár. (Sigurbjörn Einarsson.) Hinsta kveðja frá Sveini og Valgerði. Guðrún Sigríður Pétursdóttir ✝ Lilja Guð-mundsdóttir fæddist á Böðmóðs- stöðum 19. júlí 1928 ásamt Fjólu tví- burasystur sinni. Lilja lést á hjúkr- unarheimilinu Lundi á Hellu 17. ágúst 2018. Foreldrar henn- ar voru Karólína Árnadóttir, f. 1897, d. 1981, og Guðmundur Ingimar Njálsson, f. 1894, d. 1971. Þau bjuggu lengst af á Böðmóðs- stöðum í Laugardal. Systkini Lilju eru: Guð- brandur, f. 1919, d. 1919, Guð- björn f. 1920, d. 1999, Ólafía f. 1921, d. 2011, Aðalheiður, f. 1922, Kristrún, f. 1924, d. 1994, Jóna Sigríður, f. 1925, d. 2017, stjúpbörn og sjö barnabörn. Ingimundur og Lilja hófu bú- skap í Vinaminni á Flúðum í Hrunamannahreppi en árið 1954 fluttust þau að Böðmóðs- stöðum. Þau stofnuðu síðan ný- býlið Leyni út úr landi Böðmóðs- staða þar sem þau bjuggu allt til ársins 1979 er þau fluttu að Ár- nesi í Gnúpverjahreppi. Þar dvöldu þau í eitt ár en að því loknu fluttu þau að Selfossi þar sem þau bjuggu upp frá því. Lilja vann við bústörf auk heimilisstarfa þann tíma sem þau bjuggu í Leyni, sá um hús- vörslu félagsheimilisins í Árnesi árið sem þau voru þar. Eftir að þau fluttu að Selfossi vann hún meðal annars hjá framleiðslu- fyrirtækinu Framtaki, á sambýli fyrir þroskahamlaða og síðustu starfsárin við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Lilja var mjög söngelsk ásamt því að vera mikil prjóna- og hannyrðakona og eft- ir hana liggja mörg slík verk. Útför Lilju fór fram frá Sel- fosskirkju 24. ágúst 2018 í kyrr- þey að hennar ósk. Valgerður, f. 1927, Fjóla, f. 1928, d. 2011, Njáll, f. 1929, d. 2004, Ragnheið- ur, f. 1931, Árni, f. 1932, Guðrún, f. 1933, d. 1974, Her- dís, f. 1934, d. 2018, og Hörður, f. 1936. Hinn 20. október 1951 giftist Lilja Ingimundi Ein- arssyni frá Laugum í Hrunamannahrepp, f. 3. júlí 1914, d. 4. júlí 2007. Börn þeirra eru Guðrún, f. 1952, hún á fjög- ur börn, tvö stjúpbörn og ellefu barnabörn, Svanheiður, f. 1953, hún á þrjú börn, fimm stjúpbörn og 22 barnabörn, Guðmundur Óli, f. 1956, hann á fjögur börn, eitt stjúpbarn og tvö barnabörn, og Fjóla, f. 1959, hún á þrjú Föstudaginn 24. ágúst kvaddi ég móður mína hinstu kveðju á fögrum sumardegi. Við mamma vorum samferða í tæp sextíu og fimm ár og því óneitanlega margs að minnast. Hugurinn leitar aftur til barnsáranna þegar mamma sat með okkur, barnahópinn sinn, segjandi okkur einhverja af óvið- jafnanlegu sögunum sem hún spann upp og heilluðu okkur í hvert sinn sem hún sagði þær enda gæddi hún hverja söguper- sónu lífi í hverri frásögn. Eins minnist ég þess þegar við, öll Leynisfjölskyldan, söfnuðumst saman til að hlýða á framhalds- sögu í útvarpinu sem gekk fyrir rafhlöðu, kveikt var á einu kerti á meðan því þá var rafmagnið enn ókomið á bæinn. Ótal myndir af foreldrum mínum koma upp, not- andi hvert tækifæri sem gafst til að syngja saman, alltaf raddað og hvert lag æft aftur og aftur þar til þau voru sátt við samhljóminn. Ást þeirra á tónlist og söng náði að smita okkur öll sem þau gáfu líf og hefur það borist áfram til þeirra sem bæst hafa í hópinn gegn um árin. Hefur því æði oft verið glatt á hjalla þegar hópurinn kemur sam- an og allir taka þátt. Margt gæti ég áfram upp talið en tel að ljóðið sem hann Úlfur læknir samdi segi það svo miklu betur en ég. Ég veit ekki hvort þú hefur huga þinn við það fest að fegursta gjöf sem þú gefur er gjöfin sem varla sést. Ástúð í andartaki, augað sem glaðlega hlær, hlýja í handartaki, hjarta sem örar slær. Allt sem þú hugsar í hljóði heiminum breytir til. Gef þú úr sálarsjóði sakleysi, fegurð og yl. (Úlfur Ragnarsson) Guð geymi þig, mamma mín, takk fyrir allt, Svanheiður. Lilja Guðmundsdóttir Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Jón G. Bjarnason, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES HELGI GÍSLASON frá Grímsgerði, lést þriðjudaginn 21. ágúst. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 7. september klukkan 13.30. Gísli Bogi Jóhannesson Ásta Bára Pétursdóttir Eyþór Holm Johannesson Þóra Guðný Birgisdóttir Sigurður Holm Jóhannesson Ágústa G. Sigurðardóttir Hinrik Holm Jóhannesson Valborg S. Karlsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ADOLF JAKOB BERNDSEN, Bankastræti 9, Skagaströnd, lést á Dvalarheimilinu Sæborg á Skagaströnd mánudaginn 27. ágúst. Útför hans fer fram frá Hólaneskirkju föstudaginn 7. september klukkan 14. Hjördís Sigurðardóttir Adolf Hjörvar Berndsen Dagný Marín Sigmarsdóttir Guðrún Björg Berndsen Lúðvík Jóhann Ásgeirsson Steinunn Berndsen Gísli Snorrason Hendrik Berndsen Bára Björnsdóttir Sigurður Berndsen Harpa Vigfúsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HILTRUD HILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR, sem lést á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi þriðjudaginn 28. ágúst, verður jarðsungin frá Akraneskirkju þriðjudaginn 4. september klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Rauða krossinn. Guðmundur Guðmundsson börn, tengdabörn barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGÞÓR B. SIGURÐSSON, Klapparstíg 35, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn 23. ágúst. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 3. september klukkan 15. Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á styrktar-og líknarsjóð Oddfellowa. Kolbrún Ágústsdóttir G. Birna Sigþórsdóttir Bylgja B. Sigþórsdóttir Sigurður Már Sigþórsson tengdadóttir, barnabörn og barnabarnabörn Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför kærrar frænku okkar, RÓSU J. GUÐMUNDSDÓTTUR. Innilegar þakkir til starfsfólks Reynihlíðar fyrir góða umönnun. Rósa María Tryggvadóttir Anna Helga Tryggvadóttir Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF ÍSLEIKSDÓTTIR, andaðist í Brákarhlíð, Borgarnesi, sunnudaginn 26. ágúst. Útförin fer fram í kyrrþey, að ósk hinnar látnu, þriðjudaginn 4. september frá Borgarneskirkju. Guðrún E. Daníelsdóttir Jón Kristinn Jakobsson Daníel Andri Jónsson Ólöf Kristín Jónsdóttir Guðmundur B. Kristbjörnsson Jón Anton Guðmundsson Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR INGI BENEDIKTSSON, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju fimmtudaginn 6. september klukkan 15. Svala Guðmundsdóttir Ólafur Sigurðsson Linda Sólveigar- Guðmundsdóttir og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GRÉTA PÁLSDÓTTIR, Sunnubraut 26, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi aðfaranótt fimmtudagsins 30. ágúst. Arnar Arinbjarnar Arnfríður Tómasdóttir Halldór Arinbjarnar Karin Palsson Guðrún Arinbjarnar barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.