Morgunblaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018
Rafmagnsstaflarar
Lyftigeta: 1000 kg
Lyftihæð: 2,4 m og 3 m
Verð: 589.000 kr. m/vsk
Rafmagnstjakkar
Lyftigeta: 1500 kg
Verð: 282.897 kr. m/vsk
atjakkar
a: 2500 kg
kr. m/vsk
Rými ehf. | Urðarhvarf 4 | 203 Kópavogi | s. 511 1100 | www.rymi.is | rymi@rymi.is
Brett
Lyftiget
Verð: 43.179
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Páll L. Sigurjónsson, forstjóri Kea-
hótela, segir horfur á nokkuð góðu
rekstrarári hjá félaginu en þó aðeins
lakara en í fyrra. Keahótel ehf. tóku
við þremur
hótelum í sumar;
Hótel Kötlu við
Vík í Mýrdal og
Sand hótel og Ex-
eter-hótel í mið-
borg Reykja-
víkur.
Páll segir hrað-
an vöxt reyna á
innviði félagsins
sem séu sterkir.
„Við tókum við
þremur hótelum yfir háannatímann í
sumar. Næsta misserið ætlum við að
einblína á að ná góðum tökum á því
sem við erum með. Það er skýr
stefna hjá fyrirtækinu að styrkja
það og stækka í náinni framtíð,“
segir Páll.
Hann segir aðspurður bæði horft
til þess að hefja rekstur í nýbygg-
ingum og taka yfir hótel í rekstri.
Mörg verkefni verða
ekki að veruleika
Exeter-hótel var opnað formlega
á fimmtudaginn var. Það er fjögurra
stjarna hótel með 106 herbergjum.
Páll kveðst aðspurður ekki eiga
von á að mörg hótel í þeim gæða-
flokki verði byggð í miðborginni á
næstu árum. Þá telur hann að það
muni hægja á uppbyggingu hótela í
jaðri miðbæjarins.
„Það hefur sýnt sig að það hefur
hægt mikið á vextinum í nýbygg-
ingum. Það hafa svo mörg verkefni
verið kynnt fyrir okkur sem hafa
ekki orðið að veruleika og verða ekki
að veruleika. Mörg verkefnin hafa
verið óraunhæf. Þau hafa einfald-
lega verið of dýr og við höfum ekki
treyst okkur til að standa undir þeim
breytingum á húsnæði, eða nýbygg-
ingum. Þetta er mest í borginni,“
segir Páll sem spáir frekari sam-
þjöppun á hótelmarkaði.
„Það er vaxandi krafa um meiri
fagmennsku í ferðaþjónustunni. Þeir
sem eru tilbúnir með innviðina
standa betur en aðrir. Þegar upp-
byggingin er hröð og gestirnir eru
nánast í biðröðum, sama hvort það
er gisting, veitingastaður eða af-
þreying, er ekki sama krafa um gæði
og fagmennsku. Það er að breytast,“
segir Páll um stöðuna á markaði.
Keahótelin áforma
að opna fleiri hótel
Forstjórinn segir til skoðunar að kaupa hótel í rekstri
Páll L.
Sigurjónsson
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Nýjasta hótelið Ein af svítunum á Exeter-hótelinu á Tryggvagötu.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Stofnfundurinn fór fram á Grand hót-
eli á fimmtudag. Samtökin voru stofn-
uð og mynduð níu manna stjórn. Fé-
lagsmenn hafa
samtals á þriðja
tug gististaða og á
fjórða þúsund
hótelherbergi,“
segir Steinþór
Jónsson, hótel-
stjóri á Hótel
Keflavík og
stjórnarmaður í
nýjum hagsmuna-
samtökum hótela.
Samtökin heita
Fyrirtæki í hótel- og gistiþjónustu
(FHG).
Formaður samtakanna er Kristófer
Oliversson, eigandi CenterHotels-
keðjunnar.
Steinþór segir markmiðið að fá sem
flesta gististaði í samtökin.
„Flest okkar eru í Samtökum ferða-
þjónustunnar, SAF, og verðum þar
áfram. Það eru margar greinar innan
SAF og samtökin eru að stækka. Við
þær aðstæður er mikilvægt að rödd
okkar hóteleigenda og eigenda gisti-
staða heyrist betur.“
Ekki svigrúm fyrir meiri skatta
„Við tökum fyrir fjölmörg mál sem
tengjast rekstri hótela og gististaða.
Fyrst ber auðvitað að nefna skatta og
skyldur sem eru lögð á greinina. Þá er-
um við að tala um virðisaukaskatt,
gistináttaskatt og fasteignagjöld. Hug-
myndir um að breyta þessum gjöldum
hafa verið til umræðu,“ segir Steinþór.
Hann segir aðspurður að félags-
menn FHG telji hótelgeirann skatt-
lagðan meira en aðrar greinar. Með
hliðsjón af afkomu fyrirtækjanna,
einkum gististaða úti á landi, sé ekki
svigrúm fyrir hækkanir. Rekstraraf-
koma hótela úti á landi eftir afskriftir,
fjármagnsliði og skatta (EBITDA) sé
neikvæð og hagnaður hótela á suð-
vesturhorninu aðeins 6% á sama mæli-
kvarða.
Óraunhæfar hugmyndir
„Við erum sátt við núverandi virðis-
aukaskatt á gistingu. Við teljum hug-
myndir um hækkun skattsins hins
vegar vera óraunhæfar. Nú er jafn-
framt rætt um breytingar á gistinátta-
gjaldi, sem við viljum fella niður. Þær
hugmyndir ganga út á að færa þetta til
sveitarfélaga og breyta bæði upphæð-
um og hvernig skatturinn er inn-
heimtur. Það eru að verða miklar
breytingar í þjóðfélaginu. Leiga íbúða
til ferðamanna í gegnum Airbnb er til
dæmis orðin umfangsmeiri en hótel-
rekstur, samkvæmt síðustu tölum.
Samt eigum við að bera allar byrðar.
Við viljum að rödd okkar fái að heyr-
ast,“ segir Steinþór.
Hann segir mikilvægt að allar tölur
séu uppi á borðinu varðandi afkomu
greinarinnar. Nýju samtökin, FHG,
muni vinna að slíkri gagnasöfnun á
næstunni.
Ný hagsmuna-
samtök hótela
Beita sér m.a. gegn skattahækkunum
Steinþór
Jónsson