Morgunblaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018
Einstakur möguleiki á að fá einkafund með talsmanni EBK, Anders Ingemann Jensen, um
uppsetningu á EBK sumarhúsum á Íslandi. Á fundinum verður farið yfir byggingarferlið, kost-
naðaráætlanir og allt það sem viðkemur því, að fá nýtt EBK sumarhús byggt á íslandi.
Föstudaginn 7. sept. og laugardaginn 8. sept. 2018 – Báða dagana frá kl. 10-17
Fundarstaður og stund: Stepp ehf., Ármúla 32, 108 Reykjavík
Nauðsynlegt er að panta fundartíma gegnum netfangið aj@ebk.dk, í síma +45 4020 3238 eða
á vefnum ebk-hus.is. Anders talar dönsku og ensku.
Komið og upplifið hið stórkostlega SØHOLM hús
Viðines 9, 311 Borgarnes
Frekari upplýsingar um staðsetningu er hægt að nálgast í síma +45 696-9899
Við viljum vekja athygli á, að EBK er að reisa hús við hliðina á húsinu í Víðinesi.
Bókið fund með EBK í Reykjavík, sérsniðin að ykkar óskum
OPIÐ HÚS Sunnudaginn 9. september kl. 13-16
EBK HUSE A/S, Skovsøvej 15, DK-4200 Slagelse
Anders Ingemann Jensen, Sími +45 4020 3238, Netfang: aj@ebk.dk
18
33
1
Hefur þú hug á að byggja nýtt sumarhús?
WWW.EBK-HUS.IS
DÖNSK HÖNNUN
OG ARKITEKTÚR
Dagana 11. 14. septembernk. mun Garrí Kasparovtefla sýningareinvígi viðVenselin Topalov í St. Lo-
uis í Bandaríkjunum. Keppnisformið
er Fischer random, einnig nefnt Skák
960. Búlgarinn var andstæðingurinn í
síðustu opinberu kappskák Kaspar-
ovs, sem tefld var í Linares á Spáni
snemma árs 2005. Kasparov tapaði
og fyrir vikið urðu þeir efstir og jafn-
ir í mótinu. Talið er líklegt að Garrí
vilji gera upp þann gamla reikning!
Kasparov hefur ekki áður teflt
„Fischer-random“ opinberlega en fór
vinsamlegum orðum um þetta af-
brigði skákarinnar í viðtali fyrir fjór-
tán árum. Bobby Fischer var hissa á
þeim ummælum í viðtali við Pál
Magnússon á Stöð 2 stuttu síðar, þá
staddur í japanskri dýflissu, en þegar
hann var hann upplýstur um að
Kasparov hefði lagt til að ein upp-
hafsstaða af 960 mögulegum yrði val-
in fyrir tiltekið tímabil staðhæfði
hann að Kasparov vildi eyðileggja
keppnisformið!
Kasparov hefur ekki gert neinar
slíkar kröfur. Í öðrum einvígum teflir
Nakamura við Svidler, So við Giri,
Nakamura við Svidler, Shankland við
Vachier-Lagrave og Aronjan við
Dominguez. Tefldar verða sex at-
skákir, 25 10 og 14 hraðskákir, 5 3 –
Bronstein.
Maraþonskákir heimsmeistar-
ans í St. Louis. Þrír efstir
Magnús Carlsen vann Nakamura í
lokaumferð stórmótsins í St. Louis í
97 leikjum. Hinn sigur hans tók 88
leiki! Hann komst upp við hlið Fabi-
ano Caruana og Levon Aronjan. Þeir
hlutu allir 5 ½ vinning af níu mögu-
legum.
Armeninn Aronjan virðist hafa náð
að rífa sig upp úr nokkurri lægð og
vann fallegan sigur í síðustu umferð:
Levon Aronjan – Alexander
Grischuk
Drottningarpeðs-byrjun
1. d4 Rf6 2. Rf3 d6 3. g3 Rbd7
4.Bg2 e5 5. c4 c6 6. Rc3 e4
Þetta er einhverskonar bræðingur
úr nokkrum byrjunum.
7. Rh4 d5 8. O-O Bb4 9. cxd5 cxd5
10. f3 Bxc3 11. bxc3 O-O 12.Ba3 He8
13. Rf5 Rb6 14. Rd6 Rc4!? 15. Rxc4?
Einkennileg ráðstöfun því að hvít-
ur gat hirt hrókinn á e8. Eftir 16.
Rxe8 Dxe8 17. Bc1 hefur svartur
vissulega einhverjar bætur en varla
nægar.
15. ... dxc4 16. fxe4 Rxe4 17. Dc2
Dd5
Kasparov teflir
„Fischer-random“
í St. Louis
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Vinkonur Soffía Berndsen og Anna Katarina Thoroddsen takast í hendur
við upphaf skákar þeirra á EM ungmenna Riga.
18. Hxf7!?
Vogun vinnur, vogun tapar.
18. ... Kxf7 19. Hf1+ Bf5
Alls ekki 19. ... Kg8 vegna 20. Bxe4
og eftir uppskipti á e4 kemur mát á
f8.
20. g4 g6 21. Dc1 Kg7 22. gxf5
gxf5 23.Bxe4 fxe4 24. Df4 h6 25.
Dc7 Kh8?
25. ... Kg6! var best.
26.Bd6 Hg8 27. Kf2 Hg6 28. Be5
Kg8 29. Ke3 Hd8?
Tapleikurinn. Svartur getur haldið
jafnvægi með 29. ...He8.
30. De7 b5
31. h4!
Kóngsstaða hvíts er furðu trygg á
e3 og framrás h-peðsins gerir út um
taflið.
31. ... a5 32. h5 Hg5 33. Hf6! Hxe5
34. Hg6+
– og Grischuk gafst upp.
Bættu flest ætlaðan árangur
Vignir Vatnar Stefánsson náði
ekki að fylgja eftir góðri byrjun í
16 ára flokknum á EM ungmenna
sem lauk í Riga sl. þriðjudag. Vign-
ir hlaut 5 ½ vinning af níu mögu-
legum og hafnaði í 21. sæti af 113
keppendum og hækkaði um 10 elo-
stig. Arnar Milutin tefldi í fyrsta
sinn á þessu móti, hlaut 3 vinninga
einnig í 16 ára flokknum. Gunnar
Erik Guðmundsson sem var á fyrra
ári í flokki keppenda 12 ára og
yngri hlaut 4 ½ vinning af níu
mögulegum og hækkaði hann um
47 elo-stig. Anna Katarina Thor-
oddsen og Soffía Berndsen tefldu í
flokki stúlkna 10 ára og yngri,
Anna hlaut 3 ½ vinning af níu og
Soffía 3 vinninga.
Um daginn kom ég
sem oftar á forn-
bókasölu í Reykjavík.
Það er alltaf sem
ósýnilegur segull dragi
mig að gluggum slíkra
verslana, þegar maður
reikar eftir atvikum
hugsunarlítið, ellegar
steðjar að öðrum kosti
með annríkisfasi um
göturnar innan um
húsin, fólkið og bílana.
Og það er alltaf mjög ánægjulegt að
ganga inn undir þak þvílíkrar búð-
ar, engu líkara en að stigið sé inn í
aðra veröld, fjarskylda þeirri sem
ræður ríkjum fyrir utan, með ein-
stöku andrúmslofti, sérstakri lykt
og dularfullri birtu, þar sem tíminn
stendur næstum kyrr, eða maður
hverfur aftur í tímann; fortíðin horf-
ir á mann kyrrlátu augnaráði ofan
úr hillunum, að sama skapi fús til að
taka upp kynni þar sem hún er
fjarri því að vera uppáþrengjandi.
Úti í horni situr eigandinn, rósemin
og heimspekilegur hugsanagang-
urinn uppmálaður, og kíkir snöggt á
gestinn upp yfir hálfgleraugun, má
ekki meira en svo vera að þessu,
sæll og niðursokkinn í lestur ein-
hverrar gamallar gersemi, sem
samt er sígild, innihaldandi efni,
sem er nýrra og á brýnna erindi við
lesandann en nokkurn tíma frétta-
lesturinn í útvarpinu í morgun ell-
egar nýprentað dagblaðið í dag.
Fréttirnar eru hvort sem er einlægt
þær sömu, eða að minnsta kosti af-
skaplega líkar hver annarri frá degi
til dags, ár frá ári. Og þessi bóksali
er ekki á hlaupum eftir eyrinum,
eins og flestir menn, heldur mun
hann, ef að líkum lætur, slá rausn-
arlega af verðinu, sem þó er nógu
lágt fyrir; þú mátt í raun þakka fyr-
ir ef hann ekki borgar þér peninga,
þegar þú loksins kveður og ferð
leiðar þinnar fullur tilhlökkunar og
himinglaður yfir því að hafa komist
höndum undir dýrgrip rétt eina
ferðina. Í hvert sinn sem maður yf-
irgefur ys og þys götunnar, dregur
sig í hlé frá ærandi umferðargný
götunnar og leggur leið sína í bóka-
búð, þar sem stunduð eru kaup og
sala á gömlum bókum, sér maður
eftir því, og það jafnt fyrir því þótt
stundum veiti ekki af
að bera rykgrímu, svo
magnaður er hlakkandi
rykmaurinn í loftinu, –
sér maður eftir því,
segi ég, að mega ekki
stimpla sig alveg út úr
hversdeginum um
stundarsakir, slökkva á
farsímanum, gleyma
allri tilkynningar-
skyldu, vera stikkfrí og
hafa kappnógan tíma,
alveg eins og þegar
komið er inn í bóka-
safn og augum rennt í
auðmýkt og undrun eftir óendan-
legum hillunum, „eljuverki þús-
unda, varðveittu á skrifuðum blöð-
um“, og þar sem hún er einhvers
staðar líka, bókin, sem þú myndir
taka með þér, ef þú mættir hafa hjá
þér eina bók í útey; Heilög ritning,
kannski Nonni og Manni eða Das
wohltemperierte Klavier; en mun-
urinn sá, að hér er bækurnar til
sölu en ekki láns, og margar hverj-
ar við afar vægu verði, jafnvel svo
hlægilega lágu, að kaupandinn þyk-
ist hafa himin höndum tekið að ná
sér í sjaldfundið eintak af meist-
araverkum manna á borð við Cerv-
antes, Melville, Hemingway eða
Indriða G., og það fyrir sama sem
ekki neitt. Það er hægt að una sér
lengi dags við að skoða þessar
gömlu, notuðu bækur, því að hér
eru allar mögulegar bækur nema
bankabækur, og m.a. bækur, sem
margar hverjar bera það með sér
að hafa verið marglesnar og þraut-
lesnar, annaðhvort af einum ástíðu-
fullum bókabéusi ellegar mörgum
óþreytandi lestrarhestum, ef til vill
hverjum eigandanum á fætur öðr-
um, liggjandi makindalega á ein-
hverju óþekktu náttborði, hugs-
anlega líka lánaðar einhverjum, sem
gleymdi svo að skila bókinni aftur,
uns hún fékk að dúsa, jafnvel ára-
tugum saman í dánarbúi eða hálf-
gleymdri geymslu uppi á lofti eða
niðri í kjallara, eða meira að segja
kannski á afskekktu eyðibýli, svo
það komst í hana fúkki og mús, bók
með óvæntri blýantsmerkingu á
spássíunni á einum stað, svo að ein-
hver fyrri lesandi verður manni allt
í einu mjög nákominn og maður
spyr sig hvers vegna hann merkti
einmitt við þennan stað og að
hverju hann skyldi hafa verið að
leita og hvort hann hafi fundið það,
bók, sem kynni sjálfsagt frá mörgu
að segja, ef hún fengi mál umfram
það, sem í henni stendur, og er auð-
vitað út af fyrir sig ærið; bækur,
sem eru bestu vinir okkar, þótt þær
snúi að jafnaði í okkur baki; bækur,
sem hafa verið handfjatlaðar og
þeim flett fram og aftur, þangað til
þær eru orðnar þvældar, óhreinar
og krumpaðar og líta út eins og
rúm, sem lengi hefur verið sofið í,
jafnvel af mörgu fólki, óútskýrðum
ferðalöngum og næturgestum, án
þess að skipt hafi verið um rúm-
fatnað.
Sá sem les bók, finnur glöggt, að
hann er ekki einn. Í bókinni eignast
lesandinn trúnaðarvin. Bókin opnar
nýjar veraldir hlýju og samheyri-
leikakenndar. Sá, sem kann að lesa
bækur verður aldrei einmana,
skortir aldrei viðfangsefni, sér í
rauninni ekki út yfir það, sem hann
hefur að gera. Og góða bók lestu
ekki einu sinni, heldur oft, og í
hvert skipti sem þú kemur að henni
aftur er það eins og að heilsa göml-
um vini og þú finnur óðara eitthvað
nýtt og hrífandi, nokkuð sem þú
tókst ekki eftir áður og gleður þig
nú og hressir að nýju. Og ein bókin
minnir á aðra og hvetur til áfram-
haldandi lestrar og þannig verður
til net óendanlegrar reynslu, vits-
muna og félagsskapar.
Bók er best vina
Eftir Gunnar
Björnsson » Það er alltaf ánægju-
legt að ganga inn
undir þak þvílíkrar
búðar, engu líkara
en að stigið sé inn
í aðra veröld.
Gunnar
Björnsson
Höfundur er pastor emeritus.
Bílar