Morgunblaðið - 14.09.2018, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 4. S E P T E M B E R 2 0 1 8
Stofnað 1913 216. tölublað 106. árgangur
TÓNLEIKAR
GUÐNÝJU
TIL HEIÐURS ALLT SEM ER FRÁBÆRT
FORKEPPNI
EM BYRJAR
Í PORTÚGAL
FRUMSÝNING 30 ÍÞRÓTTIR KÖRFUBOLTIKAMMERMÚSÍK 31
Morgunblaðið/Hari
Hæstiréttur Erla Bolladóttir var meðal
þeirra sem fylgdust með í í gær.
Málflutningur vegna endur-
upptöku Guðmundar- og Geirfinns-
málsins hófst í Hæstarétti í gær.
Hann heldur áfram frá klukkan níu
í dag og er áætlað að þeim lið verði
lokið síðdegis. Ákæruvaldið og
verjendur sakborninga fara fram á
sýknu þeirra sem dæmdir voru
1980 fyrir að hafa orðið Guðmundi
Einarssyni og Geirfinni Einarssyni
að bana.
Fram hefur komið að hinir sak-
felldu sættu óhóflegri einangrun og
voru beittir harðræði. Þá kom fram
í máli verjenda að meintar játn-
ingar skjólstæðinga þeirra væru
falskar og sagði saksóknari játn-
ingarnar einu sannanirnar.
Jón Steinar Gunnlaugsson, einn
verjendanna, segir allt benda til
sýknu, en að tjón þeirra dæmdu
verði aldrei bætt. »6
Guðmundar- og
Geirfinnsmálið
tekið upp að nýju
Krabbamein á Íslandi
» Árlega greindust 813 karlar
og 764 konur með krabbamein
á árabilinu 2012-2016.
» Um þriðjungur Íslendinga
fær krabbamein einhverntíma
á lífsleiðinni.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Hættan á að hver einstaklingur á Ís-
landi greinist með krabbamein er
hætt að aukast og virðist raunar farin
að minnka, að sögn Laufeyjar
Tryggvadóttur, framkvæmdastjóra
Krabbameinsskrár. Þetta er m.a.
þakkað minnkandi reykingum, holl-
ara mataræði og skimun fyrir forstig-
um leghálskrabbameins.
Árlega greinast hér um 1.600 ein-
staklingar með krabbamein og hefur
verið stöðug fjölgun frá upphafi
krabbameinsskráningar árið 1954.
„Horfur krabbameinssjúklinga
hafa batnað mjög mikið með tíman-
um. Nú eru á lífi yfir 15.000 manns
sem hafa greinst með krabbamein,
þar af stór hópur sem er læknaður,“
sagði Laufey. Því er spáð að árið 2030
verði fjöldi krabbameinstilfella sem
greinast árlega kominn yfir 2.000.
Helsta skýringin er sú að Íslending-
um fjölgar og að þjóðin er að eldast.
Nýgengi krabbameina eykst með
aldrinum.
Dánartíðni af völdum krabbameina
fer lækkandi hér eins og víðast hvar í
Evrópu. Þar vega líklega þyngst stór-
stígar framfarir í meðferð sjúklinga,
minni reykingar og skimun fyrir
brjóst- og leghálskrabbameini.
Áhættan farin að minnka
Árlega greinast um 1.600 manns hér á landi með krabbamein Yfir 15.000
manns sem greinst hafa með krabbamein eru á lífi Stór hópur er læknaður
MTilfellum fjölgar … »4
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Slysstaður Endurnýja þarf bílana
reglulega en þeir slitna oft fljótt.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Formaður fagdeildar sjúkraflutn-
ingamanna, Birkir Árnason, segir
bráða þörf á endurnýjun sjúkrabíla
hér á landi og að mikilvægt sé að
leysa fljótt og vel þá stöðu sem upp
er komin eftir að ákveðið var að
fresta opnun útboðs vegna kaupa á
nýjum sjúkrabílum.
„Ég er fulltrúi sjúkraflutninga-
manna í hópi sem var ráðgefandi í
gerð útboðsins. Við eigum fund með
velferðarráðuneytinu eftir helgi. Þá
verður staðan útskýrð nánar fyrir
okkur,“ segir Birkir, en útboðið tók
til kaupa á allt að 25 sjúkrabílum.
Magnús Smári Smárason, for-
maður Landssambands slökkviliðs-
og sjúkraflutningamanna (LSS),
segir frestun útboðs vera mikið bak-
slag. „Menn hafa núna svolitlar
áhyggjur af framhaldinu og hvernig
til tekst með tilfærslu á rekstri
sjúkrabíla frá Rauða krossinum og
yfir á ríkið. Þetta er a.m.k. ekki góð
byrjun.“
Þá eru dæmi þess að sjúkrabílar
séu eknir um og yfir 300.000 km. »4
Brýn þörf á endurnýjun
Frestun á útboði er ekki góð byrjun, segir formaður LSS
Veðrið lék við íbúa höfuðborgarsvæðisins í gær
og gafst tækifæri til þess að njóta tvíhjóla hvort
sem um ræðir vélknúið eða fótknúið. Sumir
höfðu orð á því að hugsanlega væri um að ræða
besta veður sumarsins um miðjan september.
Helgarveðrið verður þó heldur svalara.
Morgunblaðið/Hari
Blíðan lék við
vegfarendur
Humlur sem
einnig eru kall-
aðar býflugur
eða randaflugur
sáust varla í júní
og júlí, vegna
rigninganna, að
sögn Erlings
Ólafssonar, skor-
dýrafræðings hjá
Náttúrufræði-
stofnun. Því varð
frævun hjá blómum minni. Það kom
meðal annars fram í lélegri berja-
sprettu á rigningarsvæðunum.
Humlur vantaði til að fræva blá-
berjalyngið. »10
Humlur vantaði til
að fræva berjalyng
Starf Býfluga í
bláu kornblómi
Stjórn HB Granda samþykkti í gær
að kaupa útgerðarfélagið Ögurvík
af Brimi hf. sem er í eigu Guð-
mundar Kristjánssonar, forstjóra
HB Granda. Á sama fundi var
ákveðið að einfalda skipurit félags-
ins og í stað sex manna fram-
kvæmdastjórnar sitja nú aðeins
þrír starfsmenn fyrirtækisins í
henni. Það eru forstjórinn, fjár-
málastjóri og framkvæmdastjóri.
Síðastnefnda staðan er ný í skipu-
riti félagsins. Samhliða þeim breyt-
ingum var ákveðið að ráða Ægi Pál
Friðbertsson í það starf en hann
hefur frá árinu 2013 verið fram-
kvæmdastjóri Brims hf. Stjórnar-
formaður HB Granda er Magnús
Gústafsson. Hann sat áður í stjórn
Brims hf.
Í Morgunblaðinu í dag er greint
frá því að síðastliðið vor hafi þáver-
andi stjórnendur HB Granda metið
möguleg kaup á Ögurvík á þann
veg að ekki væri hægt að réttlæta
þau nema það kæmi verulega niður
á arðsemi félagsins. Var talið að
forsvaranlegt verð fyrir fyrirtækið í
því ljósi lægi í kringum 8 milljarða
en ekki 12,3. ses@mbl.is »16
Brim hf. herðir tökin
innan HB Granda