Morgunblaðið - 14.09.2018, Page 20
Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2018
✝ Ingibjörg Frið-rika Helgadótt-
ir fæddist í Ólafs-
firði 27. nóvember
1930. Hún lést á
Akureyri 6.
september 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Helgi Jóns-
son og Sigríður Jó-
hannesdóttir.
Tvíburasystir
hennar er Rósa og
hálfsystkin hennar voru Sigrún
og Sigurjón Sigtryggsbörn, sem
bæði eru látin. Ingibjörg giftist
syni og eina dóttur. 4) Óskar
Þór, kvæntur Lovísu Jóns-
dóttur. Þau eiga son og tvær
dætur. 5) Jóhann Ólafur, kvænt-
ur Katrínu Úlfarsdóttur. Þau
eiga þrjá syni og dóttur. 6) Inga
Dóra, gift Páli S. Brynjarssyni.
Þau eiga dóttur og son. Ingi-
björg og Halldór bjuggu á
Jarðbrú til 1986 og fluttu þá til
Akureyrar. Halldór lést 11. maí
1987. Ingibjörg vann í þvotta-
húsi Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri í um áratug. Hún
veiktist alvarlega sumarið 2011
og var í framhaldinu í endur-
hæfingu á Kristnesspítala í
Eyjafirði. Frá ársbyrjun 2012 til
dauðadags bjó hún á Hjúkrunar-
og dvalarheimilinu Hlíð.
Útför hennar verður frá Dal-
víkurkirkju í dag, 14. september
2018, klukkan 13.30.
Halldóri Jónssyni,
bónda, dýralækni
og oddvita, á
Jarðbrú í Svarf-
aðardal á nýársdag
1954. Þau eign-
uðust sex börn. Þau
eru 1) Atli Rúnar,
kvæntur Guðrúnu
Helgadóttur. Þau
eiga tvo syni. 2) Jón
Baldvin, kvæntur
Svanhildi Á. Árna-
dóttur. Þau eiga þrjár dætur. 3)
Helgi Már, kvæntur Regínu
Rögnvaldsdóttur. Þau eiga tvo
Imba á Jarðbrú var komin vel
á sjötugsaldur þegar ég hitti
hana fyrst. Ég var kominn í
heimsókn til hennar í Heiðar-
lundinn á Akureyri, hafði nokkr-
um vikum áður fallið kylliflatur
fyrir einkadótturinni, og var
mættur til að heilsa upp á ætt-
móðurina. Hún tók mér vel þá
eins og alltaf enda auðvelt að láta
sér lynda við hana Imbu.
Hún var fædd og alin upp í
Ólafsfirði en hafði ung gifst Hall-
dóri bóndasyni frá Jarðbrú í
Svarfaðardal og þar bjó hún í
rúm 30 ár.
Hún tók ástfóstri við dalinn og
undi hag sínum vel. Þar ól hún
upp börnin sín sex, fyrst strák-
ana fimm og síðan einkadóttur-
ina.
Hún sinnti sínu af kostgæfni
og einstakri trúmennsku og þeg-
ar skoðaðar eru gamlar myndir
frá Jarðbrú má sjá að snyrti-
mennska hefur verið í fyrirrúmi
jafnt innan dyra sem utan og
strákarnir vel til hafðir og ekki
síður daman.
Sjálfsagt hefur það kostað
töluvert umstang að hafa dreng-
ina vel til hafða. Á Jarðbrú var
búið af miklum metnaði og fal-
lega. Imba tók virkan þátt í
mannlífinu í dalnum, hún var ötul
í starfi kvenfélagsins og var í lyk-
ilhlutverki í kirkjukórnum. Þó
svo að hún væri ekki að flíka sínu
duldist engum, jafnvel ekki lag-
villtum tengdasyninum, að hún
hafði einstaklega góð söngrödd
og mikla ánægju af því að syngja.
Ég áttaði mig líka fljótlega á því
að það var vissara að tala fallega
um Svarfaðardalinn þegar Imba
heyrði til.
Tengdamóðir mín var afar
skipulögð og einstaklega minnug.
Það var allt í röð og reglu hjá
henni og hún gat sagt nákvæm-
lega fyrir um hvar í skápum eða
skúffum hlutir voru og þetta
breyttist ekkert þó svo að aldur-
inn færðist yfir. Það var gaman
að rifja upp liðna tíma með henni
og hún var glögg á menn og mál-
efni.
Stundum voru skólaárin á
Löngumýri rifjuð upp og ljóst að
hún hafði lagt mikið á sig til að
sækja sér menntun. Þar hafði
hún unað sér vel, sennilega verið
framúrskarandi nemandi og til-
einkað sér allt sem þar var í boði.
Við vorum sammála um að í
Skagafirði væri gott að vera.
Fyrst og síðast var Imba stolt
af börnum sínum og afkomend-
um þeirra. Þrátt fyrir að synirnir
væru ýmist orðnir gráhærðir eða
hárlitlir talað hún alltaf um
strákana og þetta hefur Inga
Dóra mín tileinkað sér líka. Hún
fylgdist vel með hvað barnabörn-
in og barnabarnabörnin voru að
bardúsa og studdi þau með ráð-
um og dáð.
Ég á Imbu tengdamömmu
minni margt að þakka. Hún var
alla tíð boðin og búin að leggja
okkur Ingu Dóru lið eða rétta
hjálparhönd. Hún var börnunum
okkar, Ástdísi og Brynjari Snæ,
einstök amma, ljúf, umhyggju-
söm og leiðbeinandi. Það fæ ég
aldrei fullþakkað.
Ég þakka Imbu samfylgdina
og óska henni góðrar ferðar á
nýjar lendur. Ég sendi strák-
unum og fjölskyldum þeirra sam-
úðarkveðjur.
Þinn tengdasonur,
Páll Snævar.
Gleðjumst yfir minningum og
geymum þær vel. Það var á sól-
ríkum septemberdegi sem Imba
kvaddi okkur hægt og hljótt eins
og við var að búast af henni. Nú
er hún laus úr viðjum jarðlífsins
og ég er sannfærð um að það er
sólskin, söngur og dans þar sem
hún er. Og hlátur.
Ingibjörg Friðrika, eða Imba
eins og ég lærði fljótt að henni
féll betur að vera kölluð, varð
tengdamóðir mín fyrir réttum
þrjátíu árum. Ég hefði ekki getað
hugsað mér betri. Þá voru tiltölu-
lega nýorðin kaflaskil í hennar
lífi. Ég kynntist henni því ekki
þegar hún stóð fyrir stóru sveita-
heimili í Svarfaðardal. Sú Imba
sem ég kynntist var ekkja, bjó á
Akureyri og vann í þvottahúsi
sjúkrahússins. Börnin hennar
voru uppkomin og flutt að heim-
an nema Inga Dóra og barna-
börnunum fór fjölgandi. Þegar
við Jóhann Ólafur eignuðumst
tvíburana og fluttum til Akur-
eyrar var aðstoð Imbu ómetan-
leg. Fyrstu mánuðina kom hún
nánast á hverjum degi til okkar
og nú fæ ég henni aldrei fullþakk-
að það að vagga drengjunum
meðan örþreytt tvíburamamman
fékk sér lúr. Hún miðlaði okkur
af mikilli reynslu sinni en lét al-
veg vera að segja okkur til í for-
eldrahlutverkinu, þótt henni
fyndist sjálfsagt sumt kjánalegt
sem við fundum upp á. Hún var
hjálpsöm og hvetjandi. Börnin
okkar Jóhanns Ólafs eiga öll sín-
ar dýrmætu minningar. Aðfanga-
dagskvöldin þegar amma mætti á
svæðið með alla jólapakkana.
„Hún kenndi mér borðsiði við
jólaborðið,“ varð yngsta syni
okkar að orði. Þegar mikið stóð
til fór hún í „íslenska fána spari-
fötin og fór í skotthúfuna“ eins og
fjögurra ára drengur orðaði það
svo skemmtilega þegar litla syst-
ir var skírð. Hún klæddist upp-
hlutnum sínum í síðasta skipti
fyrir fimm árum til að vera við
stúdentsútskrift dóttur okkar. Þá
var hún komin í hjólastól og ekki
einfalt mál að fara í allan skrúð-
ann. En með góðri aðstoð starfs-
túlkna á Beykihlíð tókst það og
þær tóku á móti okkur kátar og
hlæjandi þegar við komum að
sækja hana, búnar að eiga
skemmtilega stund að brasa við
síðpils, millur og krækjur.
Fjölskyldan var henni allt og
fram á síðasta dag fylgdist hún
vel með afkomendum sínum. Hún
á stóran þátt í því hversu sam-
heldinn hópur þeir eru.
Það var mikið áfall fyrir sjö ár-
um þegar hún fékk heilablæðingu
og í einu vetfangi breyttist allt.
Veröldin minnkaði og heimili
hennar varð Hjúkrunar- og dval-
arheimilið Hlíð á Akureyri. Þar
fékk Imba frábæra umönnun.
Smám saman minnkaði þrekið en
hugsunin var skýr til loka.
Nú er komið að kaflaskilum og
það mun taka tíma að venjast því
að koma ekki lengur við á Hlíð
eftir vinnu á föstudögum, kíkja til
Imbu og spjalla um það sem á
dagana hefur drifið í vikunni og
hlæja saman.
Við fylgjum nú Imbu síðasta
spölinn út með firði þar sem hún
mun hvíla við hlið tengdapabba í
Dalvíkurkirkjugarði.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Hafðu kærar þakkir fyrir allt
og allt, elsku tengdamamma.
Katrín.
Mér þykir stundum eins og ég
sé að lýsa ættmennum í klass-
ískri Astrid Lindgren barnabók
þegar ég segi frá samheldnu og
glöðu föðurfjölskyldunni minni.
Fjölskyldunni þar sem enginn
má helst missa af neinu, fólk er
frekar hávært, farið er með ein-
staka smáviðburði sem fréttamál
á heimsmælikvarða og allir bæði
hlæja og gráta saman, eða bara
hvort tveggja í einu, ef svo ber
við.
Þannig hafa síðustu dagar og
vikur einmitt verið, einfaldlega
vegna þess að öðruvísi er ekki
hægt að minnast ömmu okkar en
að hlæja líka með. Hún gat hlegið
að öllu og þá ekki síst sjálfri sér. Í
því og svo mörgu öðru var hún og
verður hin besta fyrirmynd sem
við getum átt. Líf hennar var
ekki endilega alltaf einfalt en
amma var þrautseig og vissi og
sýndi okkur hinum að oft er hlát-
urinn – nú eða söngurinn – besta
vopnið.
Hún var auðvitað líka eldklár,
orðheppin og snögg til svara sem
gerði að verkum að oftar en ekki
var það hún sem gaf okkur eitt-
hvað að hlæja að. Fyrir okkur
sem yngri erum þá hefur amma
verið hjartað og þungamiðjan í
fjölskyldunni svo lengi sem við
munum.
Nú þegar við kveðjum hana
situr eftir hálfgert tóm einhvers
staðar innst inni sem erfitt er að
hugsa sér að hverfi. En þökk sé
henni þá vitum við betur og
breiðum yfir sárin með minning-
um af jógúrtdósaturnum og
nautahakksdiskótekum. Nú eða
borðum pizzu og franskar henni
til heiðurs og klæðum okkur í ein-
hverja af prjónuðu gersemunum
sem hún skilur eftir. Hún heldur
ótrauð áfram; ullarklædd, ef það
skyldi nú verða kalt þarna niðri,
eins og hún sagði kankvís sjálf.
Amma er og verður hjartað í fjöl-
skyldunni í gegnum gildin sem
hún ól upp í okkur og þannig
verður hún áfram og alltaf í
hjarta okkar allra.
Lilja Dögg Jónsdóttir.
Nú ertu farin, elsku amma
mín.
Frá þeim degi er lítil stúlka
fæddist inn í þennan heim, með
stór og forvitin augu, passaði
amma svo vel upp á litla stelpu-
barnið, sá svo um að aðstoða
mömmu við að ala hana upp að
Ingibjörg Friðrika
Helgadóttir
VINNINGASKRÁ
20. útdráttur 13. september 2018
98 6860 17650 27764 38039 46945 61041 72197
359 7127 19072 28243 38805 47268 61610 72214
384 7560 19511 28379 38935 47577 61692 72473
523 7909 19735 28468 39022 48055 62821 72503
597 8012 19791 28828 39127 48154 63258 72512
1122 8158 19852 29262 39243 48891 64311 72904
1528 8414 20412 29325 39290 49543 64323 73046
1691 9010 20493 30038 39603 50238 64902 73352
2083 9078 20498 30219 39780 50393 65091 73479
2111 9172 20505 30262 39921 50863 65239 74201
2252 9388 20618 30922 39960 51086 65340 74319
2634 9837 20877 31131 39975 51092 65349 74453
2635 10106 20957 31190 40237 51129 65580 76505
2649 10964 21225 31746 41014 51601 66500 76814
2682 11116 21292 31789 41574 52407 66574 77428
3337 11233 21461 32011 41872 52413 67032 77523
3616 11482 21862 32818 42109 52869 67230 77563
3849 11670 22979 32959 42274 54416 67546 77908
4031 11848 22998 33117 42412 54824 67671 78240
4170 11974 23379 33294 42597 54949 68182 78439
4308 12023 23507 33295 42637 55454 68863 78495
4535 12161 23616 33303 43820 55527 69167 78591
4560 13635 23783 33667 44011 55774 69181 78630
4936 13845 23964 33915 44093 56690 69395 78698
5110 13928 23980 34618 44253 57214 69408 78875
5290 14306 24038 34800 44514 57250 69415 78886
5512 14846 24396 34964 44951 58332 69646 78912
5549 14943 24424 35199 45093 58727 69653 79127
5674 14971 24673 35319 45263 58778 70073 79293
5815 15107 24926 35503 45281 59375 70384 79389
6114 15582 25303 35862 45332 60169 70430 79814
6137 15623 25475 36662 45809 60335 70682
6174 15888 25657 36983 46000 60354 70804
6273 15993 25672 37108 46089 60442 71169
6301 16164 25857 37556 46108 60503 71531
6614 17416 25999 37820 46594 60922 71952
6677 17550 27005 37827 46803 61026 72176
1423 13962 29489 37812 51883 61634 66994 76137
2027 14446 30507 39730 52044 61653 67685 76904
2162 14716 31852 39746 52360 61898 68596 77277
4126 16148 31869 41040 53850 62839 69392 77715
4264 17967 31968 41054 54495 63502 69685 78038
4645 18178 32589 42600 54918 64116 70587 78098
6227 20678 32631 43117 55135 64504 71398 78587
7868 21266 33038 43571 55778 64678 71756 78893
8163 21315 33401 44118 57216 65776 72519 79245
10719 22688 34573 44844 57452 66145 72634
11232 25495 37043 46452 58996 66382 74385
11949 26056 37465 47317 59551 66921 75301
13510 27095 37786 51221 59676 66940 76063
Næstu útdrættir fara fram 20. & 27. september 2018
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur)
2790 14248 30123 73597
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
10267 16540 27716 43498 56253 74908
12307 24486 33878 44900 59994 79156
15597 25879 43243 45022 73533 79401
15878 26961 43461 53923 73747 79836
Aðalv inningur
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
7 5 4 7 8