Morgunblaðið - 14.09.2018, Side 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2018
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is
Japanskt
meistaraverk
Landsins mesta
úrval af píanóum
í öllum verð�lokkum.
Hjá okkur færðu
faglega þjónustu,
byggða á þekkingu
og áratuga reynslu.
VIÐTAL
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Leikritið Allt sem er frábært eftir
Duncan Macmillan, í þýðingu
Kristínar Eiríksdóttur, verður
frumsýnt á Litla sviði Borgarleik-
hússins í kvöld en í því er aðeins
einn leikari, Valur Freyr Einars-
son.
Verkið er á vef leikhússins sagt
„gleðileikur um depurð“ og leik-
stjóri sýningarinnar, Ólafur Egill
Egilsson, er spurður að því hvort
verkið sé gamanleikrit með alvar-
legum undirtóni.
„Ég vildi eiginlega að undirtitill-
inn væri gleðieinleikur um þung-
lyndi og sjálfsvíg en markaðs-
deildin samþykkti það ekki og
depurð var sett í staðinn. Svo já,
það er alvarlegur undirtónn, verk-
ið fjallar um sjálfsvíg og andleg
veikindi og kannski ekki síst að-
standendur þeirra sem taka eigið
líf. Á ótrúlegan hátt tekst að gera
þetta bæði einlægt og með húmor.
Heilmiklum húmor, reyndar,“
svarar Ólafur.
Rífleg þátttaka áhorfenda
–Miðað við lýsingar virkar þetta
dálítið eins og blanda af leikriti og
uppistandi …
„Já, og með dálítið ríflegri þátt-
töku áhorfenda, þeir leika stórt
hlutverk, eða stór hlutverk í sýn-
ingunni,“ svarar Ólafur.
Nú líst blaðamanni ekki á blik-
una, með boðsmiða á sýninguna í
vasanum en lítt gefinn fyrir að
vera dreginn upp á svið eða látinn
taka þátt í leik- og uppistandssýn-
ingum. Ólafur er því spurður hvort
þeir sem haldnir eru slíkum ótta
hafi ástæðu til að hræðast þessa
sýningu. „Enga ástæðu,“ svarar
hann kíminn. Þeir Valur hafi að
vísu klórað sér í höfðinu yfir ein-
staka atriðum og velt fyrir sér
hvernig þeir ættu að fá fólk til að
taka þátt í þeim. „Svo erum við
búnir að vera með æfingar með
áhorfendum núna síðustu tvær
vikur og fólk kemur manni algjör-
lega á óvart með hugrekki sínu og
einlægni. En þetta er allt gert í
miklum kærleik og það þarf eng-
inn að vera með sem vill ekki vera
með. Það þarf enginn að vera kvíð-
inn.“
Ólafur er beðinn að nefna dæmi
um þátttöku gesta en hann segist
ekki vilja afhjúpa neitt hvað það
varðar. „En ég get sagt að áhorf-
endur leika stór hlutverk og til
dæmis kemur pabbi aðalpersón-
unnar við sögu, kærastan hans og
dýralæknir og fólk hefur staðið sig
frábærlega. Það er greinilega fullt
af góðum leikurum í bænum.“
Ólafur ítrekar að leikhúsgestir
geti afþakkað að taka þátt. „Það
verður enginn látinn vera með sem
vill ekki vera með,“ segir hann
kíminn.
Spyr ekki um stöðu eða stétt
Macmillan, höfundur verksins,
vann það upp úr smásögu sem
hann skrifaði, Plötuumslög, í sam-
starfi við leikstjórann George
Perrin. Þeir unnu að verkinu með
hléum í átta ár og breyttu í leikrit
í fullri lengd en leikarinn og grín-
istinn Jonny Donahoe hefur leikið
í því í mörg ár og það verið sýnt í
mörgum löndum.
„Svo er líka fallegt við verkið að
það liggur mjög vel við staðfærslu,
bæði skiptir engu máli hvort það
er leikið af karli eða konu og svo
passar það inn í hvar sem er og er
um þessi grunntengsl, fjölskylduna
og ástvinina og er ekki bundið
ákveðnu samfélagi, stað eða
stund,“ segir Ólafur.
„Málefnið sem fjallað er um í
leikritinu spyr ekki um stöðu eða
stétt. Fólk getur verið haldið lífs-
leiða og depurð hvort sem það er
ofarlega eða neðarlega í samfélag-
inu, á Íslandi eða í Afríku, í sokk-
um eða ekki,“ bendir Ólafur á.
Frábær og næmur listamaður
–Macmillan segir sjálfur að Do-
nahoe hafi nýtt reynslu sína af
uppistandi þegar hann lék í þessu
verki og fundið leiðir að áhorf-
endum sem þeim Macmillan og
Perrin duttu ekki í hug. Veistu
hvaða leiðir hann er að tala um?
„Kannski að fá áhorfendur til að
slaka á með því að tala blátt
áfram, tala um hið hversdagslega
og kunnuglega, af hlýju og nær-
gætni og gleði,“ svarar Ólafur.
„Ég held líka að af því Jonny er
líka tónlistarmaður þá hafi hann
komið svolítið með það element
inn í sýninguna,“ bætir hann við
og að verkið fjalli mikið um tónlist.
Ólafur er að þreyta frumraun
sína í að leikstýra einleik og segir
Val hafa miklu meiri reynslu af
slíkum verkum. „Hann hefur kom-
ið að fleiri en einum einleik og býr
auðvitað að því en út af þessari
áhorfendaþátttöku þá er þetta,
strangt til tekið, ekki alveg ein-
leikur. En þetta hefur verið heil-
mikil áskorun, verkið leynir á sér
og það hefur verið mjög gefandi
og gott að vinna með Vali, hann er
frábær og næmur listamaður.“
Færri leikarar, örari þroski
Ólafur segir tengslin við áhorf-
endur miklu máli skipta í einleik.
„Við erum búnir að hafa áhorf-
endur í tvær vikur, urðum eig-
inlega að fá inn fólk mjög snemma,
verkið er þannig, starfsfólk Borg-
arleikhússins hefur verið duglegt
að sitja æfingar hingað til, Katrín í
bókhaldinu átti t.d. stórleik á
fyrsta rennslinu okkar. Svo höfum
við fengið gesti frá Pieta-
samtökunum, Rauða krossinum,
Kvennaathvarfinu, Hugarafli og
Nýrri dögun og það hefur verið
mjög gefandi. Svo heldur svona
sýning alltaf áfram að þróast. Þó
hún sé frumsýnd á föstudaginn [í
dag, innsk.blm.] heldur hún áfram
að þroskast.“
–Það er kannski meira svigrúm í
svona verki fyrir þróun og breyt-
ingar en í verki með mörgum leik-
urum?
„Já … að minnsta kosti er það
mín reynsla – og ég er búinn að
leika í nokkrum tveggja manna
verkum – að eftir því sem leikend-
urnir eru færri, þeim mun hraðar
þroskast sýningin, aðlagast og
blómstrar,“ svarar Ólafur. „Þegar
leikendur eru margir eru þeir
kannski á leiðinni í nokkrar áttir
samtímis og það tekur meiri tíma
að stilla saman strengi.“
Sláandi tölur
Sem fyrr segir er umfjöllunar-
efni leikritsins grafalvarlegt, þung-
lyndi og sjálfsvíg. „Við erum að
gera þetta verk og vekja athygli á
þessu málefni á sama tíma og mik-
il vakning er um það. Á mánudag-
inn var alþjóðadagur forvarna
gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og
það var verið að blása til sérstaks
átaks. Tölurnar eru sláandi, 40-50
manns svipta sig lífi á Íslandi á ári
og ef banaslys í umferðinni myndu
ná þessari tölu færum við í þjóðar-
átak, sem ég vona reyndar að sé
að hefjast með þessari áætlun
gegn sjálfsvígum sem á að hrinda í
framkvæmd og var að fá peninga.
Ég held að heilbrigðisráðherra sé
á boðslistanum fyrir sýninguna, ef
ekki þá er henni hér með boðið,“
segir Ólafur.
„Ótrúlegur fjöldi ungmenna hef-
ur íhugað að skaða sig eða er á
erfiðum stað þannig að við erum
þakklátir fyrir alla þá athygli sem
við getum vakið á þessu þjóðþrifa-
máli – og vonandi tekst okkur að
gera gott leikhús í leiðinni, leikhús
sem snertir og upplyftir.“
Trúir því að allt hafi áhrif
En heldur hann að svona verk
geti haft mikil áhrif í þessari bar-
áttu? „Ja, hefur ekki allt áhrif?
Hver einasti dropi telur og við höf-
um fengið mjög sterk viðbrögð.
Pieta-samtökin eru samtök gegn
skjálfsskaða og fræðslusamtök,
þau eru með hjálparsíma 5522218
og við fengum t.d. mjög sterk og
góð viðbrögð frá þeim, og reyndar
öllum, Rauða kross fólkinu líka
sem býður líka upp á hjálp í síma
1717. Þannig að já, fjandinn hafi
það, ég ætla bara að trúa því að
allt hafi áhrif. Við erum öll tengd.“
„Við erum öll tengd“
Gleðileikur um þunglyndi og sjálfs-
víg frumsýndur í Borgarleikhúsinu í
kvöld Gestir fara með stór hlutverk
Ljósmynd/Grímur Bjarnason
Gleði Valur Freyr í Allt sem er frábært að viðstöddum gestum sem taka greinilega vel í spaugið.
Morgunblaðið/Hari
Gefandi „[V]erkið leynir á sér og það hefur verið mjög gefandi og gott að
vinna með Vali, hann er frábær og næmur listamaður,“ segir Ólafur Egill.