Morgunblaðið - 14.09.2018, Síða 31

Morgunblaðið - 14.09.2018, Síða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2018 Guðbjörg Lind Jónsdóttir hefur opnað sýningu í Gallerí Göngum í Háteigskirkju. Um myndirnar segir Guðbjörg Lind: „Landslagsverk mín eru sprottin úr umhverfi æsku minnar vestur á fjörðum og fela í sér tilraun til að skapa veröld á mörkum hugar og náttúru. Þannig eru þau framlenging á mínum eigin hugarheimi. […] Í verkum mínum segir af ferðalagi á vit veraldar þar sem skynja má hið upphafna í sjálf- um einfaldleikanum.“ Sýningin stendur fram í október og er opin virka daga kl. 9-16 og á messutíma. Hið upphafna í einfaldleikanum Náttúra Guðbjörg Lind Jónsdóttir. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Það verður mjög spennandi að flytja í fyrsta sinn á Íslandi róm- antískan Píanókvinttet í a-moll op. 84, sem saminn var árið 1918 af Edward Elgar,“ segir Guðný Guð- mundsdóttir, fiðluleikari og konsert- meistari, sem verður í forsvari fyrir fyrstu tónleikum Kammermúsík- klúbbsins í vetur af samtals sex. Tónleikarnir eru haldnir í Norður- ljósum Hörpu á sunnudag kl. 16. Samkvæmt upplýsingum frá klúbbnum er þeir haldnir til heiðurs Guðnýju í tilefni 70 ára afmælis hennar fyrr á þessu ári. Guðný sem leikur sjálf á tónleik- unum fékk til liðs við sig Anton Mill- er á fiðlu, Rita Porfiris á víólu, Bryn- dísi Höllu Gylfadóttur á selló og Bjarna Frímann Bjarnason á píanó. „Ég kenndi Bjarna á fiðlu í mörg ár og útskrifaði hann sem víóluleik- ara. Bjarni er fjölhæfur og frábær tónlistarmaður sem spilar nú á pí- anó,“ segir Guðný. „Mér var bæði ljúft og skylt og heiður að spila á píanó í einu þeirra verka sem flutt verða á kammer- tónleikum til heiðurs Guðnýju,“ seg- ir Bjarni Frímann Bjarnason, tón- listarstjóri Íslensku óperunnar og aðstoðarhljómsveitarstjóri Sinnfó- níuhljómsveitar Íslands, sem hefur spilað á kammertónleikum hérlendis og erlendis um árabil en spilar nú í fyrsta sinn með Kammer- músíkklúbbnum. „Guðný á langan og farsælan feril sem kennari og tónlistarmaður. Hún var fiðlukennarinn minn í sjö ár,“ segir Bjarni og bætir við að Guðný sé búin að spila lengi með vinum sín- um, hjónunum Porfiris og Miller, og Bryndís Halla standi alltaf fyrir sínu. „Þau eru lengra komin en ég í kammertónlistinni en ég vona að ég nái þeim einhvern tíma,“ segir Bjarni. Lést 26 ára í fangabúðum „Það verða tveir, þrír og fimm á efnisskránni á sunnudaginn,“ segir Guðný hlæjandi og bætir við alvar- legri að fyrsta verk tónleikanna sé dúó fyrir fiðlu og víólu eftir László Weiner, ungverskt tónskáld, píanó- leikara og hljómsveitarstjóra sem myrtur var í fangabúðum nasista 26 ára að aldri. „Það liggja eftir hann sjö verk. Weiner þótti efnilegur og það var mikið reynt til að fá hann lausan. Það gekk ekki og hann eins og svo margir aðrir lét lífið í fangabúðum. Annað verkið á efnisskránni er Se- renaða fyrir fiðlu og víólu eftir Zolt- án Kodály í flutningi mínum, Miller og Porfiris. Kodály var lærimeistari Weiner,“ segir Guðný. Í efnisskrá tónleikanna kemur fram að Kodály var ungverskt tón- skáld, þjóðlagasafnari, heimspek- ingur og fræðari sem samdi tónlist sem var blanda af þjóðlögum og vestrænni æðri tónlist. Kodály var höfundur Kodály-aðferðarinnar sem notuð hefur verið í tónlistarkennslu barna og ungmenna. Í þriðja verki á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins á sunnudaginn taka allir tónlistar- mennirnir þátt í Píanókvintett í a-moll op. 84. Höfundur hins alda- gamla verks er sjálfmenntað enskt tónskáld, Edward Elgar, sem var alþýðumaður og átti erfitt upp- dráttar hjá tónlistarelítunni á Bret- landi. Elgar tók þrátt fyrir það sæti efst á vinsældalista enskra tón- skálda árið 1900. Kammermúsíkklúbburinn fagnar 61 árs afmæli í vetur og er markmið þeirra sem að klúbbnum standa að veita fremstu hjóðfæraleikurum Ís- lands vettvang til þess að flytja það besta og áhugaverðasta úr heimi kammertónlistar. Klúbburinn er rekinn af félagsgjöldum og fá fé- lagsmenn áskrift að tónleikum en tónleikarnir eru öllum opnir. Tón- leikar Kammermúsíkklúbbsins eru haldnir í Norðurljósasal Hörpu á völdum sunnudögum frá 16. sept- ember 2018 til 24. febrúar 2019. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjör Bryndís Halla Gylfadóttir, Rita Porfiris, Guðný Guðmundsdóttir, Anton Miller og Bjarni Frímann Bjarnason. Ljúft og skylt að spila til heiðurs Guðnýju  Fyrstu tónleikar Kammermúsíkklúbbsins í vetur Elsta upptakan sem vitað er um með David Bo- wie var seld á uppboði í vikunni fyrir 39.960 sterlingspund, jafnvirði tæpra sex milljóna króna. Bowie var 16 ára þegar upptakan var gerð og í hljómsveitinni Konrads. Uppboðið fór fram í Omega Auc- tions á Englandi og var hart barist um gripinn. Á endanum seldist prufuupptakan fyrir fjórfalda þá upphæð sem búist var við. Upptaka þessi fannst fyrr á árinu á háalofti í brauðkörfu, eins og greint var frá í Morgunblaðinu. Lagið var tekið upp í hljóðveri árið 1963 og heitir „I Never Dreamed“. Bowie bar þá sitt rétta nafn, David Jones. Fyrsta upp- takan seld David Bowie ÖLL FLOTTUSTU MERKIN úr Ellingsen, Air og fleiri verslunum. ... og fullt af öðrum merkjum MERKJAVÖRUMARKAÐUR! KOMDU OG KLÁRAÐU KAUPIN FYRIR HAUSTIÐ! VERÐ FRÁ 1.000KR. Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.