Morgunblaðið - 14.09.2018, Side 33

Morgunblaðið - 14.09.2018, Side 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2018 » Grínistinn, leikarinnog söngvarinn Þór- hallur Sigurðsson, Laddi, kom fram í tón- leikaröðinni Af fingrum fram í Salnum í gær- kvöldi og lék við hvurn sinn fingur. Eins og við mátti búast voru per- sónurnar margar sem birtust á sviðinu enda voru tónleikarnir aug- lýstir svo: „Tíu gestir á tíu tónleikum í tilefni tíu ára afmælis Af fingrum fram með Jóni Ólafs og gestum í Salnum“. Var sjónum beint að hæfi- leikum Ladda á sviði laga- og textasmíða. Laddi var gestur Jóns Ólafssonar í Af fingrum fram Hressir Vel fór á með þeim Jóni Ólafssyni og Ladda í Salnum í gærkvöldi. Óborganlegur Laddi söng m.a. Blómaskeið, fyrsta lagið sem hann samdi. Morgunblaðið/Eggert Rússneskir kvikmyndadagar eru hafnir í Bíó Paradís og standa fram á sunnudag. Hátíðin er nú haldin í sjötta sinn en í ár er viðburðurinn tileinkaður 75 ára afmæli stjórn- málasambands Rússlands og Ís- lands sem fagnað er á árinu. Það er sendiráð rússneska sam- bandsríkisins á Íslandi sem stendur fyrir hátíðinni í samstarfi við Pro- duction Centre NORFEST og Northern Traveling Film Festival, með fjárstuðningi frá menningar- málaráðuneyti Rússlands. Fjölbreyttar verðlaunamyndir Dagskrá kvikmyndadaganna sam- anstendur af fjölbreyttum verð- launamyndum sem sýndar verða á frummálinu, rússnesku, og með enskum texta. Allar myndirnar eru sýndar í Bíó Paradís kl. 18 og er aðgangur að sýningum ókeypis. Á föstudag verður grínmyndin Khoroshiy Maĺchik (á ensku Good Boy) á dagskrá. Myndin er frá árinu 2016 og segir frá Kolya, strák í ní- unda bekk, sem lendir í furðulegum ástarþríhyrningi þegar hann verður ástfanginn af ungri kennslukonu í menntaskólanum en á sama tíma fellur fallegasta stelpan í tíunda bekk fyrir honum. Leikstjóri myndarinnar er Oks- ana Karas og með aðalhlutverk fara Semyon Treskunov, Ieva Andrej- evaite, Anastasiya Bogatyreva og Vasiliy Butkevich. Á laugardag verður sýnd kvik- mynd sem á ensku nefnist The Bott- omless Bag, Mešok Bez DNA á frummálinu. Myndin er frá árinu 2017 og gerist í valdatíð rússneska keisarans Alexanders II. Kona segir keisaranum frá meta- fýsískri ævintýrasögu sem gerist í fortíðinni og snýst um dularfullt morð á syni keisarans í skóginum. Persónurnar í dæmisögunni, sem eru vitni að hinum óhugnanlega glæp, hafa allar mismunandi frá- sagnir af atburðunum sem varpa ljósi á það sem gerðist í raun og veru. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Rustam Khamda- mov en með aðalhlutverk fara Svetl- ana Nemolyaeva, Anna Mikhalkova, Sergey Koltakov og Elena Moro- zova. Walt Disney á rússnesku Lokasýning rússnesku kvik- myndadaganna er mynd sem á ensku nefnist The Last Warrior (Posledniy Bogatyr) og er frá árinu 2017. Myndin segir frá Ivan sem flyst fyrir tilviljun frá Mosku nú- tímans til ævintýralandsins Belogo- rie sem er í annarri vídd og þar búa persónur úr rússneskum ævintýr- um. Galdrar eru eðlilegur hluti af hversdagsleikanum og deilur leystar í bardögum með galdrasverðum. Iv- an lendir í miðri baráttu milli góðra og illra afla og flestir trúa því að hann sé áhrifavaldur í því að binda enda á stríðið. Myndin var framleidd af Walt Disney og leikstjóri hennar er Dmitriy Dyachenko. Með aðalhlut- verk fara Viktor Khorinyak, Mila Si- vatskaya, Ekaterina Vilkova og Konstantin Lavronenko. Ástarþríhyrningur, keisari og galdrar Ævintýraland Í Belogorie takast á góð og ill öfl og Ivan lendir á milli. The Predator Ungur, einhverfur drengur með einstaka hæfileika á tungumála- sviðinu opnar fyrir slysni leið fyrir hinar grimmu og blóðþyrstu geim- verur sem þekktar eru sem „rán- dýrin“. Geimverurnar snúa aftur til jarðar og hefst þá blóðug barátta upp á líf eða dauða með miklu mannfalli enda hafa rándýrin það markmið að útrýma mannkyninu. Með helstu hlutverk fara Boyd Holbrook, Jacob Tremblay, Olivia Munn og Thomas Jane. Metacritic: 50/100 Sorry to Bother You „Ein frumlegasta mynd ársins og sprenghlægileg ádeila sem sló í gegn á Sundance,“ segir um kvik- myndina á vef Bíós Paradísar. Cassius Green uppgötvar leynda hæfileika sína, að hljóma einsog hvítur sölumaður í síma, og virðist allt ætla að ganga honum í haginn í framhaldinu. „Vinnufélagar hans og kærasta horfa á hann sökkva dýpra og dýpra í hræðilegt net stórfyrirtækja og spilltra ríkis- stjórna meðan þau reyna að berjast á móti ofurefli fyrirtækjanna. Cass- ius er boðið gull og grænir skógar af kókaínsjúkum forstjóra – en mun hann standast freistinguna?“ segir ennfremur á vefnum. Leikstjóri kvikmyndarinnar er Boots Riley og með aðalhlutverk fara Lakeith Stanfield, Tessa Thompson, Jermaine Fowler, Om- ari Hardwick og Terry Crews. Metacritic: 81/100 Bíófrumsýningar Stórhættuleg Rándýrin svokölluðu eru engin lömb að leika sér við, eins og sjá má af þessari stillu úr spennumyndinni The Predator. Rándýr úr geimnum og símasölumaður Ármúla 24 - s. 585 2800 ÚRVAL ÚTILJÓSA ICQC 2018-20

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.